Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 3
34. árg. Reykjavík, janúar 1945 1.—2. tbl. ISLANDSFERÐ FYRIR 100 ARUM ÁriS 1845, eSa fyrir réllri öld síSan, kom hingaS til lands þýzk kona, I d a Pfeiffer aS nafni. Þetta var víSförul kona og haf&i ferSazt víSa um lönd, áSur en hún kom til íslands, m. a. til Austurlanda. Hefur hún bersýni- lega veriS karlmannsígildi aS þreki og áræSi, enda ekki heiglum hent fyrir konur a& ráiSast í langferSir á þeim árum, allra sízt íslandsferS. Frái íslandi fór hún til Skaninaviu og ferSaSist um Noreg og SvíþjóS. Frú Pfeiffer ritaSi bók um för sína og kom hún út á þýzku áriS 1864. Ensk þýSing á bókinni kom út í London 1852. Þœttir þeir, sem liér fara á eftir, eru teknir úr þessari bók, og eru þeir þýddir eftir ensku úlgáfunni. Er þar lýst sjófer&inni til landsins, komunni til HafnarfjarSar og dvöl í Reykja- vík. — ÞaS hefur veriS á orSi haft, aS ferSabók frú Pfeiffer vœri ómerkileg og lítt á lienni dS grœSa. En þá mun þó einkum hafa veriS átt viS það, aS hún vœri snauð að öllu vísindalegu gildi. Enda mun þaS og mála sannast, að á frásögn frúarinnar er ýmislegt aS grœða aS því er snertir lifnaSarhattti, siSi, venjur og daglegt líf þjóðarinnar á þessum tíma, þó þar megi vafalaust sitlhvaS finna, er gjalda beri varliuga viS. Og mikiS má þafí vera, ef menn hafa ekki gaman af aS skyggnast eina öld aftur í tímann og skoSa s7g um í hinum unga höfuðslaS landsins meS augum þessa erlenda gests. Frú Pfeiffer sigldi til landsins á briggskipinu J ó li a n n e s i, eign Knudtzons kaupmanns. Var kaupmaSur sjálfur meS í förinni, en frú Pfeiff- er aS sjálfsögðu eina konan um borS. Lagt var úr höfn í Kaupmannahöfn sunnudaginn 4. maí, og var byr rnjög hagstœSur fyrstu daga ferðarinnar. SIGLT TIL LANDSINS. A sjöuuda degi sáum við Island. Það var ^ óvenjulega liröð ferð. Áliöfnin á skipinu kunni sér ekki læti af ánægju og grobbaði óspart yfir því, að gufuskip liefði ekki verið fljótara í förum. En ég auminginn hafði hvorki áhuga fyrir vindi né gufu. Eina hugs- un mín var sú, að öðlast andartaks hlé á þján- ingum mínum, sem höfðu gengið svo liart að mér, að á fimmta degi ferðarinnar áleit ég mína síðustu stund vera komna. Líkami minn var þakinn ísköldum svita, og ég var ger- samlega magnþrota. Munnurinn var skræl- þurr, og sjóveikin hafði ekki yfirgefið mig eitt einasta augnahlik. Mér var Ijóst, að ég yrði að grípa til einhverra ráða til að hressa mig. Ég knúði mig til að rísa á fætur og staulast að sæti með aðstoð káetudrengsins. Nú hét ég að reyna hvern þann læknisdóm, sem mér yrði ráðlagður. Haframjölsgrautur með sykri og víni út á var hið fyrsta. Og ég átti að halda áfram að borða hann, þangaö til hann héldist niðri í mér. Þetta bar þó engan árangur, og næst var mér ráðlagt að reyna við ofurlítinn bita af hráu svínsfleski og nokkra dropa af rommi. Það er þarflaust að skýra frá, hvílíka áreynslu það kostaði mig að láta þetta ofan í mig. En ég átti ekki um neitt að velja. Ég kingdi hverjum bitan- um eftir annan, þangað til væsalings rnagan- um í mér tókst að halda eftir ofurlítilli ögn af þessu. Eftir það fór ég að hjarna við.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.