Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 8
8 HEIMILISBLAÐIÐ lslandi, hefur hann ekki með öllu týnt nið- ur blessaðri þýzkunni okkar. Ég var nú í höfuðstað íslands, þar sem hið svo kallaða betra fólk var saman komið, og skal ég leitast við að lýsa lífi þess og hátt- uin fyrir góðfiisum lesendum. HEIMSÓKN TIL STIFTAMTMANNSINS OG VIÐTÖKURNAR I REYKJAVÍK. Ekkert vakti eins atliygli inína og sú mikla fyrirmennska, sem allar liefðarfrúr Reykja- víkur reyndu að temja sér og hætti mjög til að verða að vanabundnu drambi, sem ekki var fullkomlega eðlilegt. Þær kinka kolli mjög kuldalega, þegar fundum ber saman, og eru alls ekki jafn kurteisar og við mynd- um vera, livort lieldur í hlut ætti aðkomu- maður eða lágstéttarfólk. Húsfreyjurnar fylgja gestum sínum ekki einu sinni út lir stofunni að afstöðnu boöi. Húsbóndinn tel- ur ekki eins á sig sporin, sé hann viðstadd- ur, en þegar það er ekki, rata ókunnugir oft í vandræði með að komast út, því að þjón- ar eru engir við liöndina til þess að opna útidyrnar, nema ef vera kynni í liúsi stifl- amtmannsins, sem er æðsti maður á eynni. Ég varð þegar vör við þetta stærilæti í Ham- borg, og það varð því meira áberandi, þeim mun lengra sem ég komst norður á bóginn, unz það náði liámarki sínu á íslandi. Dýrmæt ineðmælabréf duga ekki ævinlega til þess að bræða ís liins norræna stéttar- drambs. Ég segi sögu þá, sem liér fer á eft- ir, sem dæmi um það: Meðal inargra hlýlegra meðmælabréfa átti ég í fórum mínum eitt, sem var stílað til stift- amtmannsins eða landstjórans á Islandi, herra von H------.*) Þegar til Kaupmannahafnar kom, var mér sagt, að hann væri einnig þar *) Hcr cr átt við Thorkil Abraham Hoppe, scm var hér stiftamtmaður árin 1841—1847. Hann kom fyrst hingað til lands árið 1836, til þess að húa sig undir að hafa með höndum íslenzk mál. Síðan var liann fimm ár fulltrúi i rentukammcrinu uni íslenzk mál og tók við stiftamtmannsembættinu 20. júní 1841. „Hann var hór inaður og grannleitur, álitlegur að sjá og góðlátur11. (Espolín). Sumum þótti hann „nokk- uð svo ungæðislegur og skrítinn11. — Hoppe fór héð- an alfarinn sumarið 1848. Hann varð síðar amtmaður í Sórey. — Þýð. í borginni. Ég heimsótti hann og óskaði eftir að fá að votta honum virðingu mína. Mér var vísað inn í stofu, þar sem fyrir voru tvær ungar konur og þrjú börn. Gat ég meðmæla- bréfs míns, og eftir að liafa beðið í nokkrar mínútur, án þess að mér væri vísað til sætis, settist ég þegjandi, því að mig grunaði sízt, að ég stæði þarna andspænis sjálfri liúsmóð- urinni, sem vanrækli svona sjálfsagða kurt- eisi gagnvart gesti sínum. Eftir langa bið birtist herra von H— — sjálfur. Hann gaf mér til kynna, að hann hefði engan tíina af- lögu frá nauðsynlegum undirhúningi vegna íslandsferðar sinnar og skylduliðs síns, auk margra mikilvægra málefna, sem ekki hefði enn verið ráðið til lykta. Kvaðst hann harma það, hve fátt stæði í sínu valdi að gera mér til hagræöis, og klykkti út með þeirri vel- meintu ráðleggingu, að ég skyldi liætta við þetta fyrirliugaða ferðalag, því að erfiðleik- ar þeir, sem mér myndu mæta á ferð minni um landið, væru nær því óyfirstíganlegir. En fyrirætlun minni varð ekki liaggað, og liann liét meðmælabréfi, ef ég skyldi komast til Reykjavíkur á undan honum. Síðan kvaddi ég, staðráðin í að koma ekki aftur til þess að spyrja eftir því. Við nánari umhugsun breytti ég þó þeirri ákvörðun og reyndi að afsaka hinar óvingjarnlegu viðtökur, sem ég lilaut, með annríki stiftamtmannsins og ef til vill andstreymi. Ég spurðist fyrir um bréf mitt eftir tvo daga, og var þá þema látin fá mér það, eins og það hefði verið allt of mik- ið lítillæti af hinurn liágöfuga lierra, sem ég sá þó mjög greinilega í næsta herbergi, að afhenda mér það sjálfur. Þegar ég heimsótti þessa virðulegu fjöl- skyldu í Reykjavík, varð ég forviða, er ég sá, að frú von H— — var engin önnur en önnur þeirra kvenna, sem ekki höfðu talið það ómaksins vert að hjóða mér sæti í Kaup- mannahöfn. Herra von H--------endurgalt mér heimsóknina fimm eða sex dögum seinna og bauð mér með sér í skemmtiferð á liestum upp að Vatni (þ. e. Elliðavatni). Ég þekkt- ist þetta vingjarnlega boð hans mjög fúslega og blygðaðist mín fyrir, hve fljót ég liafði verið að dómfella hann. Hin góða kona hans liafði samt ekki fyrir því að heimsækja mig, fyrr en ég liafði dvalið fjórar vikur í Reykja- vík, enda þótt við byggjum sín livorum meg-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.