Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 15
HEIMILISBLAÐIÐ 15 Ný, spennandi framhaldssaga: Maðurxim frá Alaska Eftir James Oliver Curwood I. Rifle skipstjóri, grár og gamall Alaskamaður og um áratugi skipstjóri á gufuskipum í strandferðium við Al- aska, liafði ekki glatað æskuhug sínum, þótt árin færð- ust yfir liann. Ævintýralöngunin lifði enn með honum, og sá eldur, sent hvetur lirausta menn, sem alizt hafa upp í faðmi hrikalegrar náttúru, til stórræða brann enn í blóði hans. Hann liafði enn þá næmt auga fyrir hinu fagra og tignarlega og fann til fagnaðar andspænis hinu óþekkta og óvænta. Og stundum altóku minningarnar hann svo, að honum fannst hann lifa atburði löngu lið- inna daga, og Alaska var aftur ungt og .ósnortið land og hreif liugi þeirra manna, sem áttu þor og dug til að fara þangað og berjast fyrir auðæfum þess, sigra eða falla. Og í kvöld, þegar hann fann mjúkan og rólegan lijart- slátt skipsins undir fótum sér, og bleikur máninn reis yfir hvassar brúnir Alaskafjallanna, settist einstæðings- kennd um liann og hann sagði rólega: — Já, þetta er Alaska. Stúlkan, sem stóð við hlið hans við borðstokkinn, hreyfði sig ekki og svaraði engu fyrst í stað. Hann sá 'angasvip liennar, skýran eins og á upphleyptri mynd í hinu skæra mánaskini, og augu hennar voru stór, svört og leiftrandi. Varir hennar voru ofurlítið aðskildar og grannur líkaminn var stæltur, er hún horfði í tunglið, sem sýndi risavaxnar skuggamyndir bergkastalans, sem bar á lierðum sér gráa skýjakápu,‘glitrandi eins og skart- klæði. Svo sneri liún höfðinu ofurlítið og kinkaði kolli. Já, Alaska, sagði hún, og gamli skipstjórinn heyrði, að^ rödd hennar titraði ofurlítið. — Yðar Alaska, Rifle skipstjóri. Fjarlægt hljóð, eins og ymur af þrumu, barst að eyr- tnn þeirra utan úr víðáttum næturinnar. Tvisvar áður hafði Mary Standish heyrt það, og nú spurði liún: - Hvað var þetta? Þetta getur þó ekki verið óveður að slátra lambi eða uxa. Á fimmtándu öld var hætt öllum blóðfórnum í sam- bandi við nafngiftir skipa og framsetn- ingu. En þá komu til sögu ýmsar trúar- legar athafnir í sambandi við skipa- skírnir. Og í Frakklandi ríkir enn sá siður að efna til guðsþjónustu með alt- arisgöngu, þegar skipum er hleypt af stokkunum. 1 Bretlandi tíðkaðist lengi sá siður, þegar skipi var rennt á flot, að full- trúi konungs sæti í hásæti á skutpalli. Og væri um sérstaklega þýðingarmikið skip að ræða, var þetta konungurinn sjálfur. Hann dreypti á víni úr gulln- um bikar, nefndi nafn skipsins og flutti bæn þess efnis, að gifta mætti fylgja því og það njóta guðlegrar varðveizlu. Síðan stökkti hann vini á þilfar skips- ins í fjórar höfuðáttirnar. Allt fram á nítjándu öld hélzt sá sið- ur, að karlmenn nefndu skip. En þá fann prinsinn af Wales upp þá vegsemd til handa ýmsum vinkonum sínum að fela þeim að skíra lierskip og ýmis önn- ur skip. í Bandaríkjunum var sá sið- ur fyrst tekinn upp árið 1858. Voru konurnar þá tvær og liðsforingi í sjó- hernum þeim til aðstoðar. Áður fyrr kostaði framsetning skipa allt að 5000 sterlingspund, og var þar í innifaldar dýrar gjafir til þeirra kvenna, sem skirðu skipin. Þessi kostn- aður var greiddur af opinberu fé. En nú á dögum bera skipasmíðastöðvarnar oftast nær þennan kostnað. Konan, sem valin hefur verið til að skíra skip, fær greiddan allan ferðakostnað fyrir sig og skyldmenni hennar og vini, sem kunna að vera í fylgd með henni. Henni eru gefin dýr blóm og armbandsúr eða ein- hver skartgripur, og nema þau útgjöld allt að 250 sterlingspundum. Hún er heiðursgestur í veizluhöldum að lokinni athöfninni. Þegar hún er komin heim til sín, er benni sent safn ljósmynda, sem af henni hafa verið teknar, allt frá þvi hún kom til skipasmíðastöðvarinn- ar og þangað til liún veifar flöskunni. Henni er ennfremur sendur vandaður kassi með flöskubrotunum, og ágröfnum silfurskildi. AMERÍKUMENN hafa fundið upp nýjan kolaofn, sem tekur mjög frarn þeim ofnurn, er hingað til hafa verið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.