Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 18
18 HEIMILISBLAÐIÐ hálfhrædda með þessu mikla, gráa skeggi og úfna hári. Mér fannst eitthvað draugalegt við hann, er við sátum þarna og töiuðumst við í rökkrinu. — Donald gamli tilheyrir þeim tímum, þegar Indí- ánamir flettu höfuðleðrinu af mönnum lifandi, og óslit- in lest hálfdauðra manna lá frá Summit til Klondike, ungfrú Standish. — Þér munuð hitta marga slíka menn í Alaska. Og þeir muna. Þér getið séð það á þeim, að minningar þessara liðnu tíma víkja ekki frá þeim. Hún laut höfði og starði út á sjóinn. — En Alan Holt? Þér þekkið hann vel? — Fáir menn þekkja hann vel. Hann tilheyrir Alaska, og stundum finnst mér hann enn þá fjarlægari en fjöll- in. En ég þekki liann. Allir Alaskamenn þekkja Alan Holt. Hann á hreindýraland liandan Endicott-fjallanna, og hann sækir veiðarnar alltaf upp á reginöræfi. — Hann hlýtur að vera mikið hraustmenni. — Alaska elur upp lietjur, ungfrú Standisli. — Og drengilega menn, menn, sem hægt er að treysta og trúa. — Já. — Það er víst satt, sagði hún og hló við. — Ég hef aldrei séð Alaska fyrr, en þó er eitthvað við þessi fjöll, sem mér finnst ég kannast við og liafa þekkt lengi. Mér finnst þau bjóða mig velkomna — mér finnst eins og ég sé að koma heim. Alan Holt er hamingjusamur maður. Ég vildi eiga lieiina í Alaska. — Og þér eruð? — Ameríkani, botnaði hún fyrir liann, og það var kaldhæðni í rödd hennar. — Ég er fávíst og vesælt af- kvæmi þeirrar miklu deiglu. En nú er ég að fara norð- ur til þess að læra. — Eingöngu til þess, ungfrú Standish? Spurning hans, eðlileg og blátt áfram, krafðist svars. Andlit hans, markað af sól og vindi hinna mörgu ára, lýsti viðkvæmni og kvíða, er hann leit beint í augu hennar. — Ég verð að bera fram þessa spurningu, sagði hann. — Það er skylda mín sem skipstjóri á þessu skipi, og eins og faðir. Er það ekki eittlivað, sem yður langar til að segja mér — í trúnaði, ef þér viljið það lieldur. Sem snöggvast var liún á báðum áttum, en svo liristi hún höfuðið. — Nei, það er ekkert, Rifle skipstjóri. — Og þó — þó komuð þér um borð með þessum hætti, hélt hann áfram. — Ég verð að segja, að það var mjög óvenjulegt — án farseðils og án farangurs —. — Þér gleymið handtöskunni, sagði hún áminnandi. sjúklingunum batni því fyrr, sem þeir eru ókunnugri tónlist. Það hefur trufl- andi áhrif á sjúklinginn, ef hann reyn- ir að liugsa urn tónlistina. Áður hefur hljómlist verið notuð í sama tilgangi. Það var við Jolins Hop- kins-sjúkrahúsið í Baltimore í Banda- ríkjunum. En þar er sú aðferð höfð, að sjúklingarnir eru látnir hlusta í hóp- um á grammófónleik. VESTAN HAFS er nú hafin fram- leiðsla á greviefninu demerol, er kemur í stað morfíns. Lyf þetta var fyrst framleitt í Þýzkalandi, og gáfu þýzkir vísindamenn því þetta nafn. Það hefur svipuð áhrif á mannslíkamann og mor- fín, og fylgir því einnig sú hætta, að menn venjist á það, eins og önnur nautnalyf. EINHVER allra dáðasti maður Ame- ríku um þessar mundir er söngv- arinn Frank Sinatra. Stappar hrifning sú, sem hann hefur vakið með söng sín- um, nærri fullkonmu æði, og verður Sin- atra ávallt að hafa lögreglu sér til vernd- ar, hvenær sein hann lætur sjá sig á almannafæri. Rödd Sinatra er mjúk og hjartnæm, en þó karlmaimleg og þróttmikil. Hún er einkennilega dáleiðsluhrífandi og hef- ur scrstaklega sterk áhrif á ungar og næmgeðja stúlkur, ekki sízt kornungar telpur. Áheyrendur hans valda oft hin- um mestu erfiðleikum með þvi að neita að yfirgefa leikhúsin, þegar hann hefur lokið söng sínum. Krefjast þeir þess þá, að hann haldi áfram að syngja. Og vit- að er um unga konu, sem sótti 56 söng- skennntanir Sinatra hverja á eftir ann- arri, en það jafngildir því, að hún hefði setið í átta sólarhringa samfleytt og hlustað á rödd þessa átrúnaðargoðs síns. Frank Sinatra vinnur sér inn stórfé árlega með söng sinuni í útvarp, inn á hljómplötur, á næturskemmtistöðum og með leik í kvikmyndum og á leikhúsum. Eru árstekjur hans taldar nema um 1 millj. og 250 þús. dollurum. Hann er kvæntur maður og margra barna faðir. Heimilislíf hans er hið ánægjulegasta og hann umgengst fáa. I einkalífi sínu er þessi dáði maður vingjarnlegur og hlédrægur og forðast að umgangast hina

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.