Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 19
HEIMILISBLAÐIÐ 19 — Já, það er satt, en enginn leggur upp í ferðalag til Alaska með eina svo litla handtösku, ungfrú Standish. — Ég gerði það, Rifle skipstjóri. — Satt er það. En ég sá yður berjast eins og hreysi- kött til þess að komast fram hjá varðmanninum. Það var alveg dæmalaust. — Já, mér fellur það illa. En liann var harður og ruddalegur — og ég mátti til. — Það var aðeins tilviljun, að ég sá það, sem fram fór, en ef svo hefði ekki verið, hefði ég fylgt reglum skipsins og sent yður tafarlaust í land aftur. Þér vor- uð sturlaðar af hræðslu. Þér getið ekki neitað því. Þér voruð að flýja frá einhverju. Hann varð undrandi yfir því, hvað hún svaraði hon- um blátt áfram og harnalega. — Já, ég var að flýja burtu frá — einhverju. Augu hennar voru fagurskær og óttalaus, og þó háru þau vitni um baráttuna, sem hún átti í. — Og þér eruð ófáanlegar til þess að segja mér hvers vegna, eða frá hverju þér eruð að flýja? — Ég get það ekki — ekki í kvöld. En ég verð samt að gera það, áður en við komum til Nome. En það er samt ekki víst------. ■— Hvað? — Að ég komist nokkurn tíma til Nonie. Allt í einu greip hún liönd lians í báðar sínar, og fing- ur liennar krepptust um hana. Hún þrýsti liönd hans að brjósti sér og stundi lágt. — Ég veit vel, hve góður þúr hafið verið við mig, lirópaði liún. — Ég vildi svo Sjarna segja yður, hvers vegna ég kom um borð -— svona. En ég get það ekki. Lítið á. Horfið á þessi ynd- islegu fjöll. Hún benti með annarri hendinni. — Yfir þessum fjöllum og umliverfis þau svífur eitt- 'vað dulið og leyndardómsfullt, og þér liafið verið í uavist þessara fjalla í meira en þrjátíu ár, Rifle skip- 8tJ°ri. Enginn maður mun nokkru sinni framar fá að sja það, sem þér hafið séð, eða reyna það, sem þér ^afið reynt, eða gleyma því, sem þér verðið að gleyma. veit það. Og eftir allt þetta hljótið þér að geta gleymt því, þegar ég kom um borð í skip yðar, viljið þér ekki gera það? Það er svo lítið að gleyma þessu, þurrka þetta litla atvik út, svo að það komi yður ekki í hug, þegar þér lítið til baka. Gerið það — gerið það fyrir "'ig, Rifle skipstjóri. Hún þrýsti hönd hans að vörum sér svo snöggt, að i'ann áttaði sig ekki nógu fljótt á því, sem var að ger- ast. Það var eins og straumur þyti um hann frá þess- l Fyrir 75 árum \ 75 MANNS Á KJÖRSKRÁ í RVlK. „Til þess aó kjósa nýjan bæjarfulltrua úr flokki borgara og húseigenda í staö hins elzta í fulltrúanefndinni, en það var að þessu sinni Helgi snikkari Jóns- son, var almennt bæjarkjörþing hér 8. þ. m., og var þá kjörinn til 6 næstu ára Einar yfirprentari ÞórSarson með 15 at- kvæðum af 21 atkvæðum, er greidd voru, en 54 kjósendanna, eftir kjör skránni 75 alls og alls, koinu eigi á kjör- fund þenna. •— Þá var og kosinn til endurskoöara bæjarreikningaiWia, í stað konsúls A. Randrups, kaupmaður H. Tli. A. Thomsen einnig til 6 ára, með tólf atkvæðum“. Þjóðólfur 12. jan. 1870. AFLABRÖGÐ Á SUÐURNESJUM. „Fiskaflmn suður í týarðsjó og Leiru- sjó liefur verið mikill og góður alian seinni hluta mánaðarins. Almenningur af Álftanesi og Seltjarnarnesi reri þang- að dagana 19.—20., og koniu flestir afl- ur daginn eftir, sumir á þriðja degi með 20—50 í hlut af vænuin stútungi og þorski, lítið eitt af vænni ísu“. Þjóðólfur 26. jan. 1870. „Fiskaflinn liorfir nú, svo snemma á tímuin, sem enn er, betur við heldur en verið hefur um mörg ár (vér ætl- um 13—14) undanfarin. Næstliðna viku (síðustu viku þorra) fiskaðist vel í Höfnum, og einn eða tvo dagana á Mið- nesiiiu svo vel, að þeir urðu að höfð'a út. Bæði við Stokkseyri og í Þorláks- höfn hefur og fiskazt nýgenginn þorsk- ur. Hér innfrá fiskuðu menn almennt vel á Seltjarnarnesi og í Reykjavík 21. þ. m. ýsu, og þorsk nál. %, en eigi ný- genginn“. Þjóðólfur 24. febr. 1870. ÚR BRÉFI ÚR SUÐUR-MÚLASÝSLU. „Norðmenn hafa byggt hér mikla ver- skála við Seyðisfjörð og lagt til ærinti kostnað. Þar biðu þeir í allt haust og fram á vetur eftir hafsíldargöngu. Unt sama leyti beið og kapt. Hammer nteð sina útgerð á Vestdalseyri, en sildin kont aldrei og urðu allir að fara svo búnir.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.