Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 21
HEIMILISBLAÐIÐ 21 einni liugsun: Hann var að fara heim. Og heim þýdcli Alaska. Þar voru fjöllin hans og slétturnar, frjdlst og óliáð land, ósnortið af menningunni. Þar voru vinir lians og ættingjar, hjörðin lians og allt, sem hann elsk- aði. Þannig var honum innanbrjósts eftir sex mánaðu dvöl í einstæðingsskap og andstreymi í stórum borgum, sem hann var farinn að hata. — ,Ég fer ekki slíka för aftur til dvalar í heilan vet- ur, nema ég verði neyddur til þess með byssunni, sagði hann við Rifle skipstjóra, nokkrum mínútum eftir að Mary Standish var gengin á braut frá skipstjóranum. — Vetur Eskimóanua er langur, það þekki ég, en vetur í Seattle, Minneapolis, Chicago eða New York er enn lengri fyrir mér. — Mér skildist, að þú liefðir farið til fundar' við stjórn- ina í Wasliington. — Já, ég og Karl Lomen. En Lomen var nú samt aðal- maðurinn. Hann á fjörutíu þúsund lireindýr, svo að þeir urðu að taka tillit til þess, sem liann sagði. Það verður eitthvað að fara að gerast. — Gerast, Rifle skipstjóri glotti. — Alaska hefur nú beðið í tíu ár eftir bættu atvinnulífi og verzlun. Ég býst við að þið verðið að bíða enn um sinn. Heldurðu að stjórnmálamenn sunnan. frá Iowa og Texas hafi nokk- urn skilning á þörfum manna norður á fimmtugustu bg fyrstu gráðu. Nei, Alaska fær víst að sjá um sig sjálft. Þið getið víst eins gefið þetta allt strax á bátinn. — En það verður nú ekki fyrst um sinn, svaraði Alan Holt, og andlitsdrættir lians sáust greinilega í tunglsljós- inu. — Þeir eru þegar búnir að flæma margt fólk burt frá Alaska. Árið 1910 voru þrjátíu og sex þúsund hvítir uienn í Alaska, en síðan stjórnarvöldin í Washington fóru að skipta sér af málum þar, hafa níu þúsund þeirra flutt þaðan burtu. En þeir, sem eftir eru, eru fastir. fyrir. Við ætlum ekki að flytja burtu, skipstjóri. \ ið erum orðnir rótgrónir Alaskamenn, og við erum ekki hræddir við að berjast. — Þér eigið við ----. •— Að við munum auka verzlunina mjög mikið næstu arin, og eftir ein fimm ár munum við flytja miRjón hreindýraskrokka suður til Bandaríkjanna. Alan liafði lagt aðra höndina á horðstokkinn. — Ég skildi ekkert í þessum málum fyrr en ég fór þessa ferð, eg vissi ekki, við hve ramman reip var að draga, sagði hann og rödd hans var hvöss. — Lomen er stjórnkænu, það er ég ekki. Ég er vanur að berjast, ep aðeins með hyssu. Af því að gullið fannst í Alaska, hugsa þeir aðeins gaddi og sums staðar á túnum.........Þar um Auslfirði hafði og fiskafli hrugð- izt í sumar að miklu leyti og alveg í haust, en þaðan úr kaupstöðunum höfðu þó verið úlfluttar nú í haust um 2000 tunnur af saltkjöti, inest allt upp í kaup- staðarskuldir, þvi að nú kvað kaupmenn þar (eins og víðar, og þó einkum norð- anlands) „heimta inn skuldir sínar vægð' arlaust, en allt kaupstaðarlán aftekið". — í öðru hréfi þaðan segir, að Wey- wadt kammerassessor, faktor á Djúpa- vogi sé sá eini kaupmaður þar eystra, er gjöri kost á litlu einu til láns af nauðsynjum, en eigi samt öðrum en þeim, sem horgi allar eldri skuldir tit síðasta skildings.....Allan fyrri helm- ing desemhers gengu urn Húnavatns- sýslu einlægar stórliríðar, með fanu- komu svo mikilli, að um 20 þ. mán. mátti þar „heita jarðlaust, mest sakir fanndýptar, svo að enda hestar gengu hungraðir“.“ (Þjóðólfur 26. jan. 1870). Hafís. „Hafísinn rak inn á Isafjarðardjúp um miðjan desemher, en ekki nema „hroði“. Hann var að mestu leyti far- inn aftur undir árslokin. — Allur haf- ís fyrir Norðurlandi var og farinn og á förum um hyrjun ársins“. (Þjóðólfur 24. febr. 1870). Skipakomur. Fátt þótti slíkum tíðindum sæta sem skipakomur frá Danmörku, enda hvort- tveggja, að oft vildi sneyðast um nauð- synjar, og svo hitt, að menn þráðu fréttir úr umheiminum, en þær hárus! oft ekki mánuðum saman að vetrinum. 1 janúar- og febrúarblöðum Þjóðólfs árið 1870 eru m. a. eftirfarandi skipa- fréttir: „Með sendimönnum tveimur, er hér komu að norðan rétt fyrir jólin, barst áreiðanleg fregn um, að liriggskipið Hertlia kom til Akureyrar 24. dag októbermánaðar, en Húsavíkurskipið lagðist við Hrísey á Eyjafirði 14. nóv., sama daginn sem Hertha lagði af stað aftur heim á leið, alfarin frá Akureyri. Bæði þessi skip höfðu fært allskonnr nauðsynjar af öllu tagi, og er þó verzl- unin næsta erfið þar um alla norð- kaupstaðina, ekki síður en hér syðra. . .

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.