Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 24
24 HEIMILISBLAÐIÐ MÁLARALIST IX TITIAKO VECE ÖÐRU ♦ / I. AÐ er ekki alltaf rétt máltakið sem segir: Þeir (leyja ungir, sem guðirnir elska. Vissulega elskuöu guðirnir Titian, en þrált fyrir það gáfu þeir lronum fleiri ár, en öðr- um dauðlegiun ntÖnnum yfirleitt. Hann varð hundgamall, náði nítugasta og níunda ald- ursári. Lifði af sér þrjá kónga, stjórnartíma fjórtán páfa og ennfrentur veldistíð fjórtán borgarstjóra Feneyja og að lokum féll hann fyrir drepsótt, er geisaði í Feneyjum 1576, er eyddi nærri helming borgarbúa. Nokkr- urn vikum áður ltafði hann haldið drykkju- veizlu til minningar um liðna vini sína og borft löngunarfullum augum á hinar ungu dætur borgarinnar, en ntæður þeirra og ömm- ur hafði hann þekkt og þráð. I næstum lieila öld virtist torfundin sá Akillesarhæll er gæti grandað þessum íturvaxna og gleðikæra lisla- manni. Um nírætt innheimti hann tekjur sinar með skarpleik fertugs manns og málaði ást- ina í hinum ýmsu hátíðarbúningum með nautn liins tvítuga. Örugglega settur, í hinni stórkostlegu höll sinni, faldi hann sig fyiir dauðanum sjálfum. Hann var samtímamað- ur Hinriks VIII., Marteins Lúther, Calvins, Frans I. og Karls V., sem hann, hvern fyr- ir sig, lifði. Hann var liin sterka og liarða eik, sem lifði af sér allan skóginn. Ellin, sem er sorgar og þrautartími fyrir svo marga, beit ekki á honum. Þrátt fyrir óhemju auð sinn var liann uppáhald félaga sinna í listinni og vinur liöfðingja úr öllum löndum heims. Spánarkonungur og hinn lieil- agi rómverski keisari sóttu eftir vináttu hans. Og þegar dró að ævilokum naut liann stöð- ugrar umönnunar dóttur sinnar og var tilbeð- inn af syni sínum. Meðan hann lifði yfirgaf lífsfjörið liann aldrei. Ellin var honum sem fagurt vetrarlandslag, vermt af síðsólargeisl- um. Norðannepjan truflaði aldrei hin kyr- látu heiðskýru ævikvöld hans. uo NAFNI TITIAN II. Hann var fæddur í Piave di Cadore, fjalla- bæ nokkrum, norðarlega á Italíu, milli Bav- ariu og Adriahafs, Þegar liann er tólf ára gamall tekur faðir hans drenginn með sér í snögga ferð til Feneyja. Hin volduga borg liefur þegar litið sitt fegursta af veldis og velg^ngnistíma sínum. 1453 höfðu Tyrkir tek- ið Konstaninopel og lokað mest öllum við- skiptaleiðum Feneyjaborgar við Austurlönd. Þrátt fyrir þetta voru Feneyjar höfuðmiðstöð Evrópu. Hún var stundum kölluð sú vestlæg- asta af borgum Austurlanda. London og París voru eins og peð í samanburði við liinn volduga risa við Adriahafsbotn — borg binna breiðu sýkja og sólglampandi lialla. Hún var eins og austurlenzkt ævin- týri í litum sínum og sérkennilegu formum, draumur, sem lielzt finnst í ópíumreyknum. Þar óðu uppi indverskir sjónliverfingamenn, khiverskir sjómenn og kaupmangarar, flag- arinn og Franskir, klæddir gljáandi silki, Spánverjar meij, liökutoppa, rússneskir prins- ar og grískir hirðmenn. Allt þetta, ásamt óhófslegum skrautveizlum, var ímynd hinn- ar heiðnu lieimsborgar, sem speglaðist tign- arlega í lognkyrrum sýkjum sínum. Feneyj- ar var nokkurs konar bof byggt beimshyggj- unni til dýrðar. Og menn eins og heilagur Franz frá Assisi og Giotlcr, sem fremur dýrk- uðu andann en lioldið, voru auðvitað settir hér til hliðár, en einhverjir mestu sællífis- menn allrar listasögunnar, sjónhverfinga- mennirnir, sem bjuggu yfir þeirri náðargáfu að geta brevtt auðum strengjafleti í mynd mannlegs bolds, komu til Feneyja að stunda listir sínar, alveg eins og galdramennirnir. I borg þessari, ríkri og töfrandi, ríkti fegurð- in framar öðrum skyldum. Hvílík áhrif hlaut ekki borgin að bafa á drenginn, tólf ára að aldri. Sem listamaður átli það fyrir Titian að liggja að verða al- fullkomið afkvæmi þessarar borgar. List Fen-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.