Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 26
26 HEIMILISBLAÐIÐ undanfarinna nátta. Hvað skyldi nú til bragðs taka? „Gott og vel“, sagði Giorgione, „við ættum að þakka Guði fyrir, að við fengum tækifæri til að yfirgefa þessa skonsu“. „Yfir- gefa“, andmælti Titian. „Okkur hefur ver- ið kastað út. Við eigum ekki túskilding til“- „Oh — bíddu við“, sagði Giorgione. „Ein- hvemtíma munum við mála fyrir konunga og keisara“. „Það er náttúrlega ágætt, en livern- ig eigum við að ná í matarbita í dag“, svaraði Titian. „I dag hugsa ég mér, að byrja lista- feril minn með því að mála unnustu mína, ungu stúlkuna, sem ég náði í, á hinu ógæfu- sama skemmtiferðalagi okkar, sem unga og fagra Venusi“. — „Þá held ég að ég verði að mála niína kærustu líka“, sagði Titian. Á einhvern hátt tókst þeim að afla sér eittlivað lítils háttar af peningum. Þeir tóku á leigu smálierbergi, sem sneri á móti aðal- sýki borgarinnar. Giorgione var litaskáldið, sem kannaði án afláts víngarð ástarinnar. Fyrir honum lá aðeins að vera fyrirliði, en Titian fylgdi á eftir. Giorgione söng og lék sig inn á knæpurnar og krafðist kryddmestu réttanna af borðum að hætti sællífismanna. Titian reyndi án afláts að stæla Giorgione í ástarbralli lians sem og í lislinni. Og sann- arlega tókst honum það. Giorgione var yngsti málarinn í Feneyjum og við hann voru tengdar glæsilegar vonir. Fáir liöfðu áður kunnað að meta töfra sólar- lagsins í Feneyjum fyrr en Giorgione sá það og málaði. Fáir höfðu nokkru sinni rann- sakað hina mildu skugga landslagsins í kring með litdökkum hæðardrögum sínum og veð- urbörðum klettum, fyrr en Giorgione hafði með snilli og gáfu sinni numið það á lér- eftið. Þessi ungi maður hafði tæknigáfu og liugmyndaheim hinna fornu grísku meistara. Hinar nöktu konur er livíldu við hlið hirð- anna á enginu í myndum hans voru endur- vaktar gyðjur Aþenu eftir 16 alda livíld. Þessi ungi og gleðikæri maður var skilgetið af- kvæmi Venusar, sem fæðzt hafði af tilviljun inn í liinn kristna heim, og fótum lians kraup Titian fullur aðdáunar og virðingar. III. Þessum lieiðna guði og nemanda hans tókst skjótt að útvega næga vinnu sér til lífsviðurværis. Þeir fengu fyrsta stóra tilboð- ið, þegar feneysk stórverzlun liafði eyðilagzt af eldi og var endurbyggð. Veraldlegar sem kirkjulegar byggingar á þessum tímum voru ..skreyttar með veggmyndum. Titian og Giorg- ione fengu atvinnu bjá verzlun þessari. Titi- an vann mest að verkinu, en Giorgione lagði á ráðin og hirti kaupið. Hami naut í ríkum mæli aðdáunar og hamingjuóska vina sinna, en nefndi varla á nafn aðstoð Titians. Eftir því sem verkinu miðaði áfram kulnaði vin- skapur þeirra. Kuldinn óx smátt og smátt upp í það að verða fullur fjandskap- ur, er batt enda á vináttu þeirra og þótt einkennilegt megi virðast var það ekki vegna reiði Titians, heldur afbrýðisemi Giorgione. Hann gat ekki þolað það að verða eftirbát- ur neins. Hann tók að gera sér grein fyrir því að Titian var í þann veginn að yfirstíga hann í listinni og þó sérstaklega í litameð- ferðinni, en það var dauðahögg fyrir metn- að hans. Giorgione lokaði sig inni í herbergi sínu svo dögum skipti og vildi ekki heyra Titian eða sjá. Ruglaður yfir þessum breyt- ingum á háttum Giorgiones og þar sem liann skildi enn minna ástæðuna fyrir því, yfirgaf Titian að lokum Feneyjar, til þess að halda áfram á braut sinni, einn. Giorgiane sneri sér aftur að hinu svallsama næturlífi sínu, til að gleyma ógæfu sinni. Að lokum, úttaug- aður af gjálífi og mistökum, dó hann 32 ára gamall. IV. Árin liðu. Á ferðum sínum kom Titian ineðal annars til Padua og þá lieimboð Luigi Comaro. Luigi þessi hafði lifað villtu og stjórnlausu lífi allt fram að 45. aldursári, en skyndilega lagt taumhald á ástríð- ur sínar. Þar sem hann sat í höll sinni áttræður öldungurinn, sagði hann Titian frá sinnaskiptum sínum. „Til að lialda mér lík- amlega og andlega hraustum, sonur sæll, borða ég 4 pund af mat á dag og drekk 5 lítra af víni“, sagði þessi gamli refur með djöfullegu glotti. Hann lifði í heila öld og skrifaði skopleiki 85 ára gamall. — Á endurreisnartímabilinu var fjöldi slíkra ættarliöfðingja, er vissu livernig ætti að lifa í vellystingum pragtuglega en samt að lifa lengi. — Titian liafði um þessar mundir náð hátindí þroska síns og nú var hann liylltur

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.