Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 31
heimilisblaðið 31 — Þú ert æfinlega nógu eftirgefanlegur við þessa herra. Það er öðru vísi en þegar þú átt við mig. — Dettur þér í liug, að mennirnir fari liéð- an án þess að sjá barnið, úr því þeir eru komnir? Það er ekkert verra fyrir þig, að það sé gert réttarhaldslaust, svaraði Arnkell konu sinni. Ólafur læknir skoðaði Maríu að sýslumanni viðstöddum. María var mögur, ennþá mar- blá í kringum augun, óupplitsdjörf og auð- sjáanlega fárveik. Hitinn mældist 39,4. — Þér hafið ekki sent eftir lækni, sagði Ólafur læknir. — Það kemur fyrir, að börn eru lasin, og ekki alltaf hlaupið eftir lækni, sagði hús- freyja. -— Við skulum heyra, hvað læknir segir mn það, sagði sýslumaður, þegar við kom- U|n fram í stofuna. — Þér batnar góða mín, sagði Ólafur lækn- ir og klappaði á liöfuðið á Maríu. Svo rit- aði liann læknisforskrift og lét niður hjá sér. Þeir fóru ofán til stofunnar og liúsráðend- nr með. — Telpan er aðframkomin iir lungna- Itólgu. Það getur skeð hún lifi, fyrst liún er ekki dauð enn, sagði læknir. Hún er liálf- dauð úr lior og sulti og skaðbarin. — Ætlið þér að bera þetta á mig? sagði Hallbjörg og horfði reiðilega á lækninn. —- Þér hafið sjálfsagt skammtað henni. Ég yeit ekki, hver hefur barið hana. Dóndi fór hljóðléga út úr stofunni. Þér farið ekki út, Arnkell, fyrr en bú- er að kalla vitni liingað og rannsaka mál- ið skipulega. Ég kem strax aftur, lierra sýslumaður. Arnkell fór. ' Hún er sú fádæma kreða að éta, að þér kara trúið því ekki, sagði húsfreyja. ~ Hvað hafið þér gefið henni að borða? O, þetta alls konar sælgæti, svaraði Iiús- freyja. Hafið þér gefið henni nóga nýmjólk, kjötsúpur og vel soðið kjöt, nýjan fisk og uóg af nýju smjöri? ' Nú, ),að er aldrei! Þér ætlizt naumast Þl, að ég ali hana alla tíð á slíkum mat. Sann- arlega fær hún oft góða fylli sína, þegar hægt er troða því í hana. — Það er bezt að setja hér rétt og kalla vinnufólkið, sagði sýslumaður. Arnkeli dvaldist dálítið. Hann fór til Agn- esar vinnukonu og sagði, að hún hefði ævin- lega verið gott hjú, og nú vonaðist hann eft- ir, að hún bæri söguna ekki illa, er hún yrði kölluð fyrri rétt. Agnes fórnaði liöndum og ákallaði ahnættið að forða sér frá öllu illu. Fyrir rétt hafði liún aldrei komið, og þang- að sagðist hún vonast til að hún kæmi aldrei. Arnkell tók þá upp tveggja krónu pening og fékk henni og bað liaha að muna það, að hún hefði aldrei 6éð húsfreyju herja Maríu og að vistin væri góð í Skor og María vel í öllu lialdin, scm og aðrir heimamenn. Agn- es leit á silfrið og sefaðist töluvert. Stakk pen- ingnum í pilsvasaun og beiddi sýslumaun fara norður og niður, ef hann vildi nokkuð „flangra“ upp úr sér. Þá fór Arnkell til vinnumanns, er Hallur hét. Talaði liann tíðum um það, að hanu væri nafni Halls á Síðu og lét nokkuð yfir. Amkell dró upp fimm króna seðil og rétti lionum, með þeim ummælum, að liann væri góður verkmaður, þegar hann vildi það við hafa. Nú væri svo komið, að yfirvöldin væru farin að grennslast eftir liögum og háttum í Skor, og vonaðist hann nú til, að aldrei hefði hann séð miður farið með Maríu litlu, og vistin væri fullboðleg liverjum sem væri. Höfðingjar hefðu ekkert að gera, nema rása um sveitir og kýta við fólk, og væri nú bezt að láta þá finna það, að hér væru menn fyr- ir, sem ekki létu vaða ofan í sig með skó á fótum. Skor væri sómaheimili. Hallur nuddaði saman höndunum og stakk fimm króna seðlinum í vasann. — Það þætti nú Halli frá Síðu fjandi hart, ef hann léti þessa „legáta“ með livítt um hálsinn vaða yfir sig. Þegar Arnkell var að tala við fjórða mann- inn, komu boð frá sýslumanni, að allir skyldu ganga í stofuna og bóndi fyrstur. Varð nú ekki tafið og allir gerðu sem lögin lieimtuðu. Sýslumaður setti réttinn og kallaði Ásrúnu fyrst. Hún var fölari en venjulega, en stillt og har sig vel. Hún vann eiðinn um að segja sannleikann, sagði nafn sitt og föðurnafn, hve gömul hún væri og hve lengi hún liefði dvaliö í Skor. — Hvenær kom María Jónsdóttir hingað?

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.