Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 33
heimilisblaðið 33 — Nei, ekkert. — Hefur hún verið- veik síðan? — Já. — Var lnin með örkuml, áður en liún var barin þenna dag? — Hún var hölt. — Var það eftir barsmíð? — Já. — Þetta er lagleg lygi, kallaði húsfreyja. — Kyrrð í réttinum! kallaði sýslumaður enn. — Sáuð þér nokkur verksummerki meiðsla á jólanóttina? — Já. — Hvað var það? —- Það voru sokkin í henni augun, eink- 'im þó annað, a/ bólgu. — Hefur liún verið í rúminu síðan á jól- um? — Já. '— Hefur læknis verið vitjað? — Nei. Þér megið nú fara, Ásrún Jóhannes- dóttir. Hallbjörg húsfreyja var nú kölluð næst. — Hve nær kom María Jónsdóttir í yðar 'endur? spurði sýslumaður fyrst eftir eiðstaf. _' Á síðustu hreppaskilum. Þér eruð nú “úinn að heyra það? ' Bar hún merki örkumla þá? ~~ I*að veit ég ekki. Maður skoðar fólk ®kki í krók og kring, þó það komi á heim- manns. " Víst hafið þér séð í andlit henni. , 7~ er nú ekki mikið að sjá þar á henni, róganum; hún er allt af kreðuleg. • Er hún þæg við yður? . Vei, sýslumaður, það er nú öðru nær; Hin er ekkert, nema óþekktin og blóðlöt. Þér hafið þá þurft að hirta hana? . JA því ekki það? Eins -og það er nú *ka lítið erfiði að glíma við stelpu þá. i TJæja’ Hallbjörg Þórðardóttir. Með þ essu Jata®’ að þér hafið lagt hendur á laríu Jónsdóttur. Hústreyja neri saman höndunum augna- blik. 77 En fetturnar út í allt, sem maður segir. inhver sveimur, sem líktist brosi, fór •mgnablik yfir andlit sýslumanns. Var það fjórða og tuttugasta og fjórða desember, að þér börðuð Maríu Jónsdóttur? — J,a, nú er ég aldeilis hissa á sýslumann- inum. Heldur hann, að ég dagsetji það, þó að ég dangli ofurlítið í rófuna á króganum? Sumir af hinu fólkinu litu liræðslulega til sýslumanns, eins og þeir byggjust við, að hann máske hirti húsfreyju fyrir glannaskapinn. En það bar ekkert á Barða sýslumanni. — Ekki máske í „rófuna“ á lienni, eins og þér takið til orða; en þér munið sjálfsagt, nær þér börðuð í augun á henni. — Ég hef aldrei barið hana í augun; það fór eitthvert kusk upp í augun á henni við eldiviðarhlaðann. — Af hverju létuð þér bamið sofa niðri hjá eldiviðarhlaða? — Af hverju? Þér ættuð að sjá hvemig liún flæðir út rúmið sitt. Þarna feygir hún hverja sængina af annari af einlægum und- ir — — — Þetta er nóg, sagði sýslumaður. Þér ættuð að fara til læknis með barnið. — Læknis! Sá held ég hefði gert eitthvað við því. — Skeð gat það. Það var að minnsta kosti skylda yðar. — Jæja, þetta getið þið, höfðingjarnir, sagt okkur smælingjunum til um einlægar skyldur og peningaútláta forskriftir; við höf- um ekki efni á því hér í Skor, að hanga alltaf í kjólum höfðingjanna, þó eitthvað smávegis beri út af. — Vitið þér það, Hallbjörg Þórðardóttir, að þér hafið enn smærri smælingja undir höndum, þar sem María Jónsdóttir er? — Ég held, að læknir hefði ekki hjálpað henni mikið. — Svo þér hafið þá oft barið hana. — Það er ekki barsmíð þetta, dumpað svo lítið á botninn á lienni, ekkert, sem skaðar. — Hún ber þó meiðsla merki? — Hún hefur rekið sig á í einhverju ólm- anda-kastinu. — Tvö vitni segja hana barða til skaða: Ásrún Jóhannesdóttir og Ólafur læknir Þórð- arson. — Það hefur þá bara eitt vitni sagt það hér, og afi minn sæli sagði, að í biblíunni stæði, að eitt vitni væri ógilt. — Hann afi yðar sæli hefði átt að segja

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.