Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 34
( 34 yður, að það stæði í biblíunni, að menn ættu að segja sannleikann, sagði sýslumaður. — Ég er stöðugt að segja yður sannleikann, berra sýslumaður. — Þér fáið meðgjöf með barninu og gál- uð því kostað upp á læknislijálp banda benni, bæði fyrr og nú. -—- Hann Arnkell tekur það. — Teljið þér það ekki það sama og í yð- ar höndum, þó að maður yðar taki það? — Ekki fer ég í kaupstaðinn, sjaldan meira en einu sinni á ári. — Það kemur þessu ekkert við. Hvað gef- ið þér Maríu Jónsdóttur að borða? — Að borða? Nú, þetta, eins og ég sagði yður, alls konar góðmeti. — Segið þér mér, hvaða matur það er? — Haldið þér kannske, að fólk fái ekki nóg að borða í Skor? Jú, Barði sýslumaður, þafi er rétt eins góður kostur hjá okkur hér, eins og höfðingjunum. — Það má vel vera, en segið mér, hver hann er. — Þér þekkið mat, svo ég þarf ekki að segja yður það. — Hvað gefið þér Maríu Jónsdóttur mikla mjólk á sólarhring. — Já, tarna, fyrir mig! Hallbjörg sló á lær- ið. Heldur sýslumaðurinn að ég mæli og muni bvern bita og sopa, sem út er látinn í Skor? — Hvað mikla nýmjólk fær María Jóns- dóttir á sólarbring? — Ég man það ekki, en ég býst við að það væri hátt upp í mörk, ef það væri mælt. Sýslumaður skrifaði þetta hjá sér. — Hvað fleira? spurði hann svo. — Nú, mat, alh konar mat. — Vitið þér, hvað við því liggur að binda saklausan mann? — Binda? Hallbjörg greip upp í eyrað á sér. — Já, binda saklausan mann og skilja hann eftir hjálparlausan og það barn á slóðum, sem ógna því? Hallbjörg leit á sýslumann. — Þetta rugl úr henni Ásrúnu, eigið þér við? — Það er ekki rugl, Hallbjörg Þórðardótt- ir. Það er gildur vitnisburður. — Það liefur víst enginn heyrt um bind- ingu þá, nema Ásrún Jóhannesdóttir, HEIMILISBLAÐIÐ — Við sjáum nú til með það, sagði sýslu- maður liægt. — Gáið nú að, bvað ég segi. Nú ætla ég að spyrja yður spurninganna í síðasta sinni. Þér munið, að það liggur mikið við fyrir yður, að segja sannleikann. — Ég lield ég sé nú að því. Sýslumaður horfði nú augnablik á Hall- björgu, eins og hann vorkenndi henni. — Hafið þér barið Maríu Jónsdóttur? — Ofurlítið, rétt blakað við henni. — Börðuð þér liana fjórða desember í vét- ur, þar til á henni sá? — Nei. — Börðuð þér hana tuttugasta fjórða des- ember í vetur, svo á henni, sá? — Nei. — Bunduð þér liana niðri lijá eldiviðar- hlaða á jólanóttina í velur? — Nei. — Hver batt hana? — Ég veit það ekki, ég sá liana ekki bundna. Hafi bún verið bundin, þá liefur Ásrún gert það. Hún var eittlivað að ráðs- mennskast í kringum hana. — Nú eruð þér ekki að segja satt. — Þetta er þó líklegast. — Það er annað mál. — Af hverju létuð þér liana sofa niðri? — Ég lét hana ekki sofa niðri. Hún gerði það rétt af bríaríi, af því það var jóla- nóttin. — Þér sögðuð áðan, að það væri af því hún vætti sæng sína. — Já, ég segi nú þetta núna. — Þá hafið þér sagt ósatt áðan? — Ég sagði ekkert ósatt. Hún vætir rúm- ið og hún vildi sofa niðri á jólanóttina. — Af livcrju bunduð þér hana þá? — Ég batt liana ekki. Það var ein vinnu- konan mín hjá lienni, hún Ásrún „foreraði" liana á nýmjólk úr kúnum mínum. — Samt hefur nú María Jónsdóttir verið veik síðan. — Einhver letilumbra er í lienni. — Hafið þér vitjað læknis? — Ég hafði engin efni á því. — Hallbjörg Þórðardóttir, þér þröngvuðuð telpunni til að sofa niðri, börðuð bana til skaða og bunduð liana við stoð. — Þér hafið bara eitt vitni að því, að ég

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.