Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 36
36 HEIMILISBLAÐIÐ þér viljið, þegar þessi réttur er úti, ef þér hafið ástæðu til. En nú verðum við að halda áfram með málið, sem fyrir höndum er, sagði sýslumaður. Þetta virtist sefa alla og réttarlialdið lxélt áfram. Á eftir Ólafi lækni kom Agnes, vinnukona, Þórólfsdóttir. Eftir eiðstaf tók sýslumaður að spyrja Agnesi. — J á, það var aldeilis prýðilegt, sagði Agn- es, hvernig farið var með það barn, hana Maríu litlu, á þessum hæ. Þarna er ausið í hana grautnum og sltyrinu — súrnum, jæja, skyr — já, súrnum á hverjum einasta degi, en þetta er ekkert, sem kemst í hana. Þá dúttlar hún Ásrún ógn við hana. Þarna er hún að þvo henni í framan og greiða lienni og stauta við liana meira og minna á lxverj- um degi. Og það verð ég að segja, að þvi liefur Hallbjörg tekið með býsna góðu skapi, svona að jafnaði, þó það komi nú fyrir, að hún segi eitthvað. — Hvað fáið þér í inorgunmat, Agnes Þór- ólfsdóttir? spurði sýslumaður. — Aldeilis afbragðsmat, sagði Agnes. — Svo er það, en livað er það? — Grautur, rúggrautur og súrskyr á stundum. — Ekkert annað? — Jú. — Hvað fáið þér fleira? — Hálfa köku og flot við, eða þá dálítið af þessu „makaríni“, síðan farið var að selja smjörið í útlandið. — Það þarf nú ekki allar þessar útlistanir, tók Arnkell bóndi fram í. — Lofið vitninu að svara spurningum mín- um í næði, sagði sýslumaður. — Hvað fáið þér fleira, Agnes Þórólfsdótt- ir? 6agði sýslumaður. — Upp úr súru eitt og annað. — Hvað er það? — Slátur stundum. Agnes þagnaði og klór- aði sér í öðrum vanganum. — Stundum livað, Agnes Þórólfsdóttir? Agnes leit á biblíuna á borðinu og lierti upp hugann. — Ja, þetta svona smávegis, skötubörðin og skóvörpin. — Hafið þér séð nokkum berja Maríu Jónsdóttur? Agnes leit enn á biblíuna. — Hm. O, svona dálítið. — Hver gerði það? — Hú-úsmóðirin, auðvitað. Það þarf oft að slá í böm. — Sáuð þér hana berja Maríu fjórða des- ember í vetur? — Ég var uppi. — Þér vissuð þó um það? — Maður veit um það, sem maður sér og ekki annað, tók Arnkell bóndi fram í. — 'Ég var þá uppi líka að spinna. — Vissuð þér um það? — Ég heyrði hana skæla. — Skældi hún sem af misþyrmingum ? — Það var nú þesslegt. — Sáuð þér hana bundna? — Ég var uppi á lofti — að spinna. Eftir fleiri spurningar var Agnesi sleppl. Næst kom Hallur vinnumaður. Hann tal- aði um ætt sína og Hall á Síðu. Sýslumaður gerði honum áminningu fyr- ir vaðalinn og áminnti hann um alvöru máls og kringumstæðna. — Hafið þér séð nokkurn misþyrma Maríu Jónsdóttur? — Það er nú víst ekki hætta á því, önn- ur eins afbragðsvist eins og hér er. — Svarið spurningum mínum útúrdúra- laust, sagði sýslumaður og lamdi hamrinum á borðið. — Hallur á Síðu, byrjaði vinnumaður aftur. Það er ekki ólíklegt, að sýslumann hafi langað til að segja eitlhvað um Hall á Síðu, sem hann hefði ekki átt að segja,.því að liann brá litum snögglega. — Hættið þér að bulla uni Hall á Síðu, sagði hann byrstur. Hafið þér séð nokkurn berja Maríu Jónsdóttur? Hallur klóraði sér í höfðinu. — Það gekk einhver skrattadómur á hér í vetur á föstunni. Arnkell ræskti sig eins og hann vildi minna Hall á fimm krónurnar. — Var það út af Maríu? — Jú, jú, liúsmóöirin var sem sé að lumbra á henni. — Þetta er eintóm lygi, kallaði Hallbjörg. Hallur brosti drýgindalega. — Það er nú ekki lygi, Hallbjörg, sagði hann.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.