Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 38

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 38
38 HEIMILISBLAÐIÐ var langt frá því að vera föðurlandsvinur, tók liann boðinu með þökkum. Við liirðina liitti Titian háttsettan mann, er var giftur ítalskri konu. Karl V. hafði nefnilega gert innrás á Italíu og konan var einn af þeim ávöxtum er liann hafði lii’R með sér. Titian málaði mjög góða mynd af henni og það varð til þess að keisarinn krafðist myndar af sér. Titian hikaði ekki við að taka það að sér, enda þótt keisarinn væri um þetta leyti að undirbúa nýja árás á föðurland listamanns- ins. Ennþá einu sinni hlýddi hann svipunni. Guð liafði veitt honum hina yfirnáttúrlegu snilligáfu málarans en um leið veikleika mannsius að beygja sig fyrir sigurvegaran- um. Þegar liann svo sneri aftur heim til Fen- eyja hafði hann fulla pyngju fjár og göfuga nafnbót. Titian flutti nú í höll sína, þar sem hann ól aldur sinn það sem eftir var ævinnar, fyrir utan nokkrar smáferðir sem hann fór til Róm og Þýzkalands. Þar dvaldi hann nú í glæstum garði sínum með söng bárunnar í eyrum og málaði yfir 1000 myndir, áður en að plágan, sem geisaði 1576, kallaði hann til hinztu hvíldar. Það var hér, sein dóttir lians varð fullvaxta kona og annar sonur lians, Oragio, lærði að teikna og mála við hlið föður síns. Konan lians færði lionum matinn daglega, þar sem hann sat með penslana í hönd og virti fyrir sér hina himinháu Cadore kletta og loftléttan reykinn stíga upp frá Muran-glerveksmiðjunni. En eldri sonur lians, fullur þrjózku, gerði föður sínum margan grikkinn. Hann liafði lært til prests, en strok- ið frá kirkjunni og varð að ræfli. Einstöku sinnum ráfaði hann heim að höll föður síns og krafðist peninga. Við slík tækifæri var Aretino, sem var fastur gestur á heimili Titi- ans og verið hafði skírnarvottur drengsins vanur að taka hann til bæna og kenna hon- um hegðun og siðgæði! I skjóli skeggsins gat þessi refur leikið hlutverk skriftaföð- urins. Frh. Maður viltli selja kostarýra jörð, sem hann átti. Ilaim bað því fasteignasala að selja hana fyrir sig. Fasteignasalinn auglýsti jörðina og taldi upp alla kosti hennar og dró ekki úr. En þegar eigandinn las auglýsinguna, hætti hann við að selja jörðina og sagði: „Nei, slíka ógætisjörð fer ég ekki að selja“. SKEMMTIBÆKUR í herbúðum Napóleons .............. Kr. 14.00 Fanginn í Zenda ................. — 17.S0 Einn gegn öllum .................... — 10.00 Ofurhuginn I...................... — 12.00 Ofurhuginn II.................... 12.00 Vegir ástarinnar ..............;. . — 8.00 Eyja freistinganna ................. — 8.00 Líkið í ferðakistunni .............. — 8.00 Gift eða ógift ..................... — 12.00 Konan í Glennkastala ............ — 12.00 Leyndardómur Byggðarenda ........... — 12.00 Hver gerði það? ................. — 12.00 Ilönd örlaganna ................. — 7.50 Húsið í hlíðinni ................... — 8.50 Faraós egypski .................. — 6.00 Morðið í Laurentongarðinum .... — 5.00 Allt í lagi í Reykjavik ......... — 6.50 Allar þessar skemmtibækur fást sendar gegn póstkröfu um land allt. Bókv, KR. KRIST3ANSSONAR Ilafnarstræti 19. — Pósthólf 196. — Reykjavík. HAMAR REKJAVÍK Framkv.stj.: B e n. G r ö n d a 1 verkfr. Símar: 2880, 2881, 2882, 2883, 2884, 2885 Rennismiðja Ketilsmiðja Koparsmiðja Eldsmiðja Járn- og málmsteypa Mótasmiðja Köfun Umboðsmenn fyrir: HUMBOLT-DEUTZMÚTOREH fl-G., KÖLN Fyrsta flokks rafmagnssuða, logsuða og loftþrýstitœki

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.