Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 2
42 HEIMILISBLAÐIÐ HEIMILISBLAÐINU er ákaflega kært að fá álit og bendingar lesenda sinna um efnisval þess. Markmið blaðsins er að flytja svo fjölþætt og skemmtilegt efni, að í því sé bókstaflega eitthvað fyrir alla: allir á heimilinu geti fundið' þar eitthvert efni við sitt hæfi. Lesendurnir geta lagt fram sinn skerf til þess að þelta megi takast. Þeir eiga að gera blaðinu aðvart um óskir sínar og skoðanir. FJOLMARGIR lesendur Heimilis- blaðsins hafa látið í ljós mikla ánægju yfir þættinum í síðasta blaði, „Islandsferð fyrir hundrað árum". Hefur þeim þótt bæði skemmtilegt og athyglisvert að lit- ast um í höfuðstað landsins fyrir eiuni öld siðan með auguni hinnar þýzku ferðakonu. Blaðinu liafa bor- izt margar áskoranir um að halda áfram birtingu kafla úr gömluin ferðabókum útlendinga, er hér hafa ferðazt. Við þessum tilmælum vill blaðið verða. Næst verður birtur annar þáttur úr bók Ida Pfeiffer, þar sem segir nokkuð frá ferðum hennar út um sveitir landsins. Síð- an verður tekið að birta kafla úr bókum annarra ferðamanna. ÞRÁTT fyrir þetta verður ekki horfið frá því að birta ýmsan annan gamlan, innlendan fróðleik. Blaðið á ýmislegt af því tagi i pokahorninu og mun miðla lesend- um sínum af því smám saman. En þessi þáttur i efnisvali blaðsins á miklum vinsældum og mörgum les- endum að fagna. Einn liður hans er birting ýmissa smákafla úr göml- um blöðum, sem væntanlega verða í hverju blaði. I þessum köflum er margt að finna. Og þeir varpa ótrúlega glöggu ljósi á fjölmörg atriði í lífi og baráttu þjóðarinnar á liðnum tímum, þegar lífsbarátt- an var inargfalt harðari en nú, fá- tækt mikil í landi og skortur allra þeirra þæginda, sem nútíminn get- ur ekki án verið'. Það er hollt hverjum og einum að skyggnast uni ^J^feimitióblcidio öxl öðru hverju og bera saman liðinn tíma og líðandi stund. Til þess vill Heimilisblaðið gjarnan hjálpa lesendum sínum. N því fer fjarri, að það sé ætl- unin að helga allt rúm blaðs- ins liðna tímanum. Það verður líka hugsað fyrir efni handa þeim, sem ekki hafa sérstaka ánægju af að rifja upp gamlan fróðleik. Skemmti- legar framhaldssögur eru betur við hæfi þeirra, svo að eitthvað sé nefnt. Og það er óhætt að fullyrða, að menn verða ekki sviknir í kaup- unum hvað nýju framhaldssöguna snertir. Hún uppfyllir alla þá kosti, sem góð skemmtisaga á að' hafa, enda hafa margir látið' í ljós, að þeim geðjist vel að byrjun hennar. Seinna meir á þó eftirvæntingin eftir að vaxa að mun. Sögu Rannveigar Kr. Guðmunds- dóttur, Gildi, lýkur í næsta blaði. Verður framhaldssagan eftir það' aðeins ein, en smásögur og annað skemmtiefni aukið. ÞÁ væri ekki úr vegi að minnast lítillega á hinn vinsæla greina- flokk blaðsins um málaralistina. Birtist í þessu blaði síðari hluti ní- undu greinar blaðsins um það efni. Þessi flokkur hcldur áfram með sama sniði og undanfarið: birtar verða greinar um hina kunnustu málara ásamt mynduni af verkum þeirra. Útgefendur: Jón Helqason Valdimar Jóhannsson (áhm.) Blaðið kemur út mánaðarlega, minnst 200 bls. á ári. Verð árgangsins er kr. 10.00. I laus i- sölu kostar hvert blað kr. 1,25. — Gjalddagi 14. apríl. •— Af- greiðslu annast Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Bergstaðastc- 27, simi 4200. Póstholf 304. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Áhugi fyrir málaralist hefur far- ið mjög vaxandi hér á landi á síð- ari árum. Hins vegar á almenning- ur lítinn kost fræðslu um sögu listarinnar og þróun. Greinaflokk- ur Heimilisblaðsins hætir mjög úr þessu, enda er hann ákaflega vin- sæll. Hefur aldrei áður verið gerð jafn yfírgripsmikil og ýtarleg til- raun til að veita almenningi alþýð- lega og skemmtilega fræðslu í þess- um efnum. AUGLÝSINGAR eru hlutfalls- lega meiri í þessu blaði Heim- ilisblaðsins en jafnan áður. En hins vegar má geta þess, að mjög lítiö var af auglýsingum í síðasta blaði.. Það er einnig ástæð'a til að' ininna á það, að auglýsingarnar eiga drjúg- an þátt í því, hve verð blaðsins er lágt. Ef blaðið hefði ekki nein- ar tekjur af auglýsingum yrði verð þess að vera miklum. mun hærra. EFNI: Málaralist IX: Titiano Vecelio ............ Bls. 43 Skuggsjá. Nýjungar í vísindum og tækni .... — 46 Maðurinn frá Alaska, framhaldssaga ........ — 47 Fyrir 85 árum ............................ — 51 Gildi, skáldsaga, framh..................... — 54

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.