Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 6
46 HEIMILISBLAÐIP Rykhreinsarinn. Það mun varla líða ýkjalangt þangað' til húsmæðurnar eiga að fagna verulega bœttri aðstöðu í bar- líliiijiui við rykið. Ameríkumenn hafa að undanförnu unnið að til- raunum með ýmsar gerðir af ryk- hreinsurum og orðið vel ágengt. Eitt þessara nýju tækja er áþekkt venjulegu útvarpsviðtæki. Þegar rafstraum hefur verið hleypt á það, sogar það á skömmum tíma allt loft herbergisins gegnum sig og skilar því aftur algerlega ryklausu. Einnig getur það sótthreinsað and- rúmsloft herbergisins, ef það er sér- staklega gert til þess. Jafnvel get- ur það skilað loftinu með ákveðnu raka- og hitastigi, sé það sett í sam- band við miðstöð. Engin fyrirheit hafa verið gefin um það enn, hvenær þessi tæki kunni að verða boðin almenningi til afnota. En gera má ráð fyrir, að það dragist nokkuð enn. Skrúfulausa flugvélin. Fyrir stuttu síðan var frá því skýrt í fréttum, að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu tekið í notkun tvær nýjar tegundir skrúfu- lausra orustuflugvéla. Nefna Bretar sína tegund Meteor, en Bandaríkja- menn sína Shooting Star. Flugvél- ar þessar eru knúnar áfram með loftstraum og er orkugjafi þeirra ákaflega einfaldur, mið'að við mót- or í venjulegri flugvél. Þær eru miklu léttari en aðrar flugvélar og lausar við þá galla, sem draga úr hraða venjulegra flugvéla. Eru þær því miklu hraðfleygari og á marg- an hátt þægilegri í vöfum. Flug- vélategundir þær, sem að ofan voru nefndar, geta farið í leiðangra til staða í 800 km. fjarlægð ¦ frá bækistöð_sinni og flogið í 12000 m. hæð. Flugvél þessi á sér sinn aðdrag- anda eins og aðrar nýjungar. Þjóð- verjar gerðu tilraunir með hana snemma á stríðsárunum og smíð- uðu slíkar flugvélar. Þeir eru þó ekki upphafsmennirnir. Það' var SKUGGSJÁ NÝJUNGAR í VÍSINDUM OG TÆKNI 0. FL......."' ítalskur verkfræðingur, Campini, sem fyrstur manna smíðaði loft- knúna flugvél. Flugvél, sem hann smíðaði, flaug í tíu mínútur yfir Forlanini flugvellinum hjá Mílanó í ágúst 1940. Árið eftir var annarri slíkri flugvél af endurbættri gerð flogið frá Mílanó til Róm. Sama ér var smíðuð fyrsta loftknúna flug- vélin í Bretlandi, en Bretar höfðu árum saman unnið' með mikilli leynd að' smíði slikra flugvéla. Við þessa nýju gerð flugvéla eru miklar vonir tengdar, og er álitið, að hún marki ákaflega þýðingar- mikil tímamót í þróun flugtækn- Penicillín enn. Frá London berast fregnir um það, að enn á ný hafi verið náð mikilsverðum árangri í tilraunum með undralyfið penicillín og fram- leiðslu á því. Það hefur sem sé verið fundin aðferð til að' fram- leiða lyf þetta í pillum og gefa sjúklingum það þannig inn. Hing- að' til hefur aðeins verið unnt að gefa það' inn með því að dæla því í líkama sjúklingsins. En notkun þess og geymsla hefur verið all- verulegum vandkvæðum bundin, eins og frá var skýrt í síðasta blaði. Er því hér um að ræða mikils- vert nýmæli, sem lengi hefur verið stefnt að'. — Uppgötvun þessi var gerð í Lederle verksmiðjunum. „Framtíftarbíllinn". > Það er almenn skoðun, að bílar muni mjög breyta um svip og alla gerð að styrjöldinni lokinni, enda þarf ekki að draga í efa, að svo muni verða. Ber margt til þess. Margvíslegar nýjar uppgötvanir hafa verið gerðar, ekki sízt að þVI er snertir notkun alls konar gervi- efna, sem munu reynast einkar handhæg til þessarar framleiðslu. Þannig verður í lófa lagið að hafa bílana miklum mun léttari en áo- ur, t. d. með notkun „plast"-efna í stað ýmissa þyngri efna. En eft- ir því sem bíllinn er léttari sliW' ar hann minna, og allur reksturs- kostnaður verður lægri. Hins veg' ar er það skoðun manna, að stefnt muni verða að því að hafa bílan8 sem rúmbezta, en ekki að því a° framleiða sem fyrlrferðarminnsta bíla. Kunnur amerískur verkfræðing' ur, William B. Stouts að nafni, eel11 er yfirmaður rannsóknardeildar Consolidated-Wultee flugvélaverk- smiðjanna í Bandaríkjunum, telur. að flugvélaverksmiðjurnar í BanoS' ríkjunum muni verða fyrstar til a° hefja framleiðslu á „framtíðarbíln' um". Rökstyður hann þá skoðun sína einkum með tvennu: að frarfl" leiðendur bifreiða standi flugvél*' smiðunum langt að baki að því et snertir framleiðslutækni og ranOj sóknir á framtíðarmöguleikum þessum efnum; ennfremur með þVI' að bílaverksmiðjurnar eigi alls k°0' ar vélar og tæki til bifreiðafrarð' leiðslu í „gömlum" stíl, sem k<>stl milljónir dollara; þurfi að endur- nýja öll þessi tæki og verja til ÞeB stórfé, áður en hægt sé að hefjaS handa um framleiðslu gerbreyttr bifreiðategunda. Stouts gerir mikið úr því, hve bílaiðnaðurinn sé langt á eftir fl°8' vélaiðnaðinum, og er ekki ólíkle>' að svo sé. Hann segir að flugvel ( iðnaðurinn smíði betri hreyfl8 flugvélar, betri grindur, hitunaf' tæki, loftræstingartæki og Wj° deyfara en bílasmiðirnir í bíla sin ' Fyrir hverja 1000 dollara, sem bí»»'

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.