Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 8
48 HEIMILISBLAÐIÐ og að það sé föðurland Sankti Klðusar, af því að hrein- dýrin eiga þar heima. Ég finn ekki betur en þetta sé skoðun alls almennings um landið, og þó er það raun- verulega níu sinnum stærra en Washingtonríki og tólf sinnum stærra en New York-ríki. Og við keyptum það af Rússum fyrir minna en tvö sent ekruna. — Rétt hjá þér, vinur, sagði hógvær rödd að baki honum. — Þessi landafræði er hárrétt hjá þér, og þú getur bætt því við, að Alaska er aðeins þrjátíu og sjii mílur frá Sovét-Síberíu, og að þaðan er stöðugt útvarp- að áróðri til Alaska um að rísa gegn stjórninni í Wash- ington. Við höfum beðið stjórnina um nokkrar fallbyss- ur og fáeina hermenn til þess að verja Norae, en þeir hlógu að okkur. Alan var hálfundrandi á þessum samræðum. Hann sá glitta í gamlaif-gráskegg, sem mælti þessi orð, en þekkti hann ekki, og um leið og gamli maðurinn sneri sér við og hvarf í skuggann mælti hann hægt og skýrt: — En ef þið viljið vinna Alaska gagn, skuluð þið segja stjórn- inni ykkar, að það þurfi að hengja John Graham ásamt nokkrum hans líkum, vinir mínir. Þegar Alan heyrði þetta nafn, fann hann blóðið ólga í æðum sér. Hann bar ódauðlegt hatur til aðeins eins manns á jörðinni, og sá maður var John Graham. Hann var að hugsa um að fara á eftir gamla manninum, sem mælt hafði þessi orð og skilið ungu mennina eftir í orð- lausri' undrun, þegar hann tók eftir því, að grannvaxin vera stóð í ljósrákinni milli hans og reykskáladyrnana. Það var Mary Standish. Hann sá það af útliti hennar, að hún hafði heyrt orð gamla mannsins, en samt horfði hún á hann. Hann minntist þess ekki að hafa nokkum tímann séð annað eins augnatillit hjá nokkurri konu. Það var ekki ótti. Það var miklu fremur skelfing, sem kemur frá ægilegum hugsunum og innri baráttu. Hún starði á Alan Holt. Þetta var í annað sinn þetta kvöld, sem almenn og henni óskyld umræðuefni virtust hleypa henni í uppnám. Hann sneri sér að hinum þegjandi, ungu mönnum og sagði: — Nei, það er ekki rétt hjá honum. Það er ekki ástæða til að hengja John Graham. Það er allt of væg hegning fyrir hann. Hann kinkaði kolli til þeirra um leið og hann gekk burt. En hann var ekki kominn nema nokkur skref, þeg- ar hann heyrði hratt fótatak á eftir sér, og svo fann hann hönd stúlkunnar grípa um handlegg sinn. — Fyrirgefið, Alan Holt. Hann stanzaði og tók um leið eftir því, að vai að var af kunnuetu hljómsveitarstjórum. Hún hefur leikið i útvarp að staðaldri og haldið fjölda marga hljómleika. Verk hinna viðurkenndu6tu mcistara, svo sem Bachs og Mozarts, leikur hún af skiln- ingi og þroska hins fullorðna manns, en jafnframt af fegurð og hreinleika barns- ins. Blandast engum hugur um það, að þessi unga stúlka eigi fágætan frama í vændum. Tvöfalt minna fataslit. Efnaverksmiðjur í Bandaríkjunum gefa fyrirheit um það, að nokkru eftir stríðslokin endist föt tvöfalt lengur en nú. Einnig er því lofað, að karlmenn þurfi ekki að óttast gljáa á buxnaset- unni né kvenfólk lykkjuföll á sokkun- um. Verksmiðjur þessar telja sig hafa fundið upp efni, er verji alls konar fatn- að fyrir sliti og lýtum. Menn' eiga til dæmis að geta verið úti í slagviðris- rigningu án þess að brotin fari úr bux- unum. Efni þetta á að hafa það í för með sér, að fatnaðurinn standist hita, vatn og ýmsar sýrur. — Eftir er að vita, hvort þetta muni allt ganga eftir. En áreiðanlega þykja mörgum þetta góð tíð- indi, ef sönn reynast. Og víst er um það, að allar þær merku uppgötvanir, sem gerðar hafa verið á styrjaldarárun- um, eiga eftir að grípa inn í daglegt líf manna á afdrifaríkari hátt en flesta órar fyrir. Er hægt a!8 „rœkta" sjóinn? Allir þekkja hugtakið rányrkju, þegar rætt er um landbúnað. Og langt er BÍð- an menn komust að raun um það, að hún er ekki vænleg til frambúðar. Það yrði að gefa jörðinni eitthvað í staðinn fyrir það, sem frá henni vœri tekið. Eft- ir það fóru menn að rækta jörðina, bera n hana. Kunnara er það en frá þurfi að eegja< að fiskveiðar eru enn í dag reknar sem hrein rányrkja. Fiskinum er mokað upp úr sjónum, ef svo má segja, en ekkert gefið' í staðinn. Af þessu hafa sprottið áhyggjur margra manna um það, að af- leiðingar þessarar rányrkju muni eegja til sín fyrr eða seinna. Fiskgengd sjáv-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.