Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 10
50 — HvaS skeði? — Það var hundurinn minn — ósköp litill hundur. Hann var allur rifinn á hálsinum. Hann kinkaði kolli. — Já, einmitt. Það er það, sem John Graham er að gera við Alaska, ungfrú Standish. Hann er grimmur hundur — ófreskja. Hugsið yður ínann með geysilegt fjármálavald á bak við sig taka sér fyr- ir hendur að rýja nýtt land að auðæfum þess og þrælka það eftir eigin geðþótta og til fullnægingar taumlausri metorðagirni. Það er þetta, sem John Graham er að gera frá gullstóli sínum í Bandaríkjunum. Hugsið yð- ur samvizkulausan mann með fullar hendur fjár, mann, sem ekki hikar við að svelta milljónir manna til þess að koma sínu fram, mann, sem hlyti að verða morð- ingi hvar sem væri í heiminum — —. Hann þagnaði snögglega, því að stúlkan rak upp snöggt og skerandi óp. Andlit hennar var enn fölara en áður, og hann sá að hún þrýsti höndunum fast að brjósti sér. Hið hvassa blik í augum hennar kallaði fyrirlitningar- glottið fram á varir hans aftur. — Jæja, nú hef ég sært ættjarðartilfinningar yðar aftur, ungfrú Standish, sagði hann og hneigði sig lítil- lega. Ég verð víst að biðja yður afsökunar á því, að ég skuli kalla nokkurn mann morðingja í viðurvi6t yðar: En ég á ekki annað orð yfir þetta. Jæja, ef þér viljið, skal ég ganga með yður um skipið —. Hinir þrír ungu verkfræðingár horfðu á Alan og Mary Standish, hljóðir og athugulir, um leið og þau gengu hjá. — Ljómandi lagleg stúlka, sagði einn þeirra og and- varpaði. — Ég hef aldrei séð svona fallegt hár og ljóm- andi augu. — Eg borða við sama borð og þau, sagði annar. — Ég sit í öðru sæti frá henni til vinstri, og hún hefur ekki talað þrjú orð við mig. Og þessi náungi, sem er með henni, er eins og klakadröngull norðan frá Labrador. En Mary Standish sagði: — Vitið þér það, herra Holt, að ég öfunda þessa ungu verkfræðinga. Ég vildi að ég væri karlmaður. — Já, það vildi ég líka, svaraði hann alúðlega. Þá komu hörkudrættir um hinn fagra munn Mary Standish. En Alan tók ekki eftir því. Hann var að njóta vindilsins og veðurblíðunnar. III. KAFLI. Alan Holt var maður, sem karlmenn umgengust með nokkurri tortryggni. öðru máli var að gegna um konur. HEIMILISBLAÐI . ekki sízt í sambandi við flugferðir og siglingar. Einnig verður það tekið > þjónustu sjónvarpsins. Sterkari hjólbartSar. Amerískur vísindamaður, dr. Geer ao nafni, hefur gert það uppskátt, að eftir stríðið muni unnt að framleiða nýja gerð hjólbarða, miklum mun sterkari og end» ingarbetri en þá hjólbarða, sem nú eru notaðir. Hjólbarðar þessir verða úr gervi- gúmmi, sem framleitt er úr olíu. Hafa ' itarlegar rannsóknir leitt í ljós, að þao þolir betur sólarhita og alls konar hnjask en aðrar tegundir. Dr. Geer áastl- ar, að þessir nýju hjólbarðar endist 160 000 km. vegalengd. Vísindamenn í löndum bandamanna hafa lagt á það mikla stund undanfarin ár að rannsaka kosti og lesti gervi- gúmmis sem bezt og gert margvíslegar tilraunir i þessum efnum. Ræður þar mestu um, að Japanir hafa nú á sínu valdi fimmtán sextándu hluta „néttúr- legrar gúmmíframleiðslu. Nýstárleg málning. Innan ameríska flotans hefur veriö" fundin upp ný tegund málningar, sem notuð er til að mála með þilfar skipa, til þess að mönnum verði ekki fóta- skortur, þótt þilfarið sé vott af olíu eða 8jó. í málningu þessa er blandaS örsmáum mulningi sérstakrar steinteg- undar. Mulningurinn hefur svo hvassar brúnir, að þær grípa i skósóla og hindra með því að þeir renni til. Þykir þetta mikilsvert atriði, ekki sízt í orusturo, þegar allt getur verið í húfi, ef mönn- um skrikar fótur. Vafalaust kemur þessi málmur einnig að góðu haldi á „þurru landi", eins ot t. d. í verksmiðjum og jafnvel í heimfl- húsum. „Svarti kassinn". Nýlegt „undra"tæki, sem nefnt er „svarti kassinn" hefur mikla þýðingu fyrir flugferðir, jafnt í stríði sem á frið- artímum. Með tæki þessu er flugmönn- um unnt að sjá til jarðar gegnum ský og myrkur. Endurkastar tæki þetta mynd af landinu, sem flogið er yfir, á tjald, líkt eins o.g þegar sýnd er kvikmyrid.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.