Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 12
52 eina skip Alaskafélgasins, sem hafði slíkan reyksal. Hann var rúmgóður og þægilegur. — Ef þér viljið lieyra eitthvað um Alaska, þá skul- um við koma hérna inn, sagði hann, ég veit ekki um neinn betri stað. Er yður illa við reyk? — Nei, ef ég væri karlmaður, mundi ég reykja. — Þér gerið það kannski? — Nei, ég geri það ekki. Ef ég færi til þess mundi ég missa hárið. — Og það væri glæpur, sagði hann svo einlæglega, að hann var aftur hissa á sjálfum sér. Tvær eða þrjár frúr sátu í salnum, er þau komu inn. Salurinn var í einu reykhafi. Nokkrir karlmenn sátu í smáhópum og spiluðu við lítil kringlótt borð. Aðrir stóðu eða gengu fram og aftur og röbbuðu saman. Ein- staka maður sat einn sér. Nokkrir menn voru sofnaðir á bekkjunum, og það kom Alan til þess að líta á klukk- una. Þá tók hann eftir því, að Mary Standish var að athuga hinar mörgu og snoturlega ofnu ullarábreiður, sem lágu hér og hvar í salnum. Ein þeirra lá rétt fyrir fótum hennar, og hún lireyfði við henni með tánni. — Til hvers er þetta haft hér? spurði hún. — Það er yfirfullt hjá okkur, svaraði hann. — Gufu- skipin, sem ferðast með ströndum Alaska, hafa ekkert 2. farrými í þeirri mynd, sem er á flestum öðrum 6kip- um, og það eru ekki fátæklingamir, sem ferðast á þessu 2. farrými. Það er venjulega vandalaust að finna einn éða tvo milljónamæringa á lágþiljunum. Þegar svefn- inn sækir að, sveipa flestir þessara manna, sem þér sjáið nú hér inni, að sér þessum ábreiðum og leggj- ast til svefns á gólfinu. Hafið þér nokkum tímann séð jarl? Honum fannst það skylda sín að fræða hana um fólkið þarna inni, fyrst hann var kominn með hana hér inn. Hann benti á þriðja borðið til vinstri. Þrír menn sátu við það borð. Framh. „Hann Sigurður biður að heilsa ykkur“, sagði Jón gamli uni leið og hann kom inn á knæpuna til kunningja sinna. „Við þökkum“, sagði þeir allir. Eftir litla stund stendur Jón npp og segir: „Hann Sigurður biður að heilsa ykkur“. „Já, já, við heyrðum það“, sögðu kunningjarnir. Þegar enn hefur liðið lítil stund, segir Jón í þriðja sinn: „Hann Sigurður biður að heilsa ykkur“. „Ertu vitlaus, maður? Þú ert búinn að segja þetta tvisvar áður“. „Já, en hann bað mig að bera ykkur margfalda kveðju sína“. HEIMILISBLAÐIÐ að hann kæmist ekki í hærra verð, og hafa fyrir því fæstir látið hann falan. Nú segir sagan, að kaupmenn hjóði 20 rd. og betur, ef til vill, í skippundið". íslendingur 19. júní 1860. „FERÐALEYSIÐ OG FRÉTTAFÆÐIN ....“ „Allan síðari hluta maímánaðar hefur tíðin verið mjög köld, varla komið deig- ur dropi úr lofti, en Iiafi það verið þá var það snjór en eigi regn. Um hvíta- sunnudaga var hörkufrost og ákaft norð- anveður. Hafísinn er sagður nyrðra, og eru allar líkur til, að hann sé mjög mik- ill. Gróður er því allt til þessa því nær enginn, og víða heyrist að heyskortur og harðindahljóð frá sveitabændum. Frá hvítasunnu hefur fiskafli verið ágætur á Seltjarnarnesi, og fiskurinn vaðið upp í landsteina ....“ íslendingur 5. júní 1860. „.... næturfrost hefur verið, þegar frá sjó dregur, því nær á hverri nóttu, þó hafa komið. hlýir dagar og dálitlar regnskúrir, en vesall er gróðurinn og varla komnir kúahagar að gagni. Er þetta því eitt hið gróðurtregasta vor, er vér munum. Ferðaleysið og fréttafæðin er svo mikil, að vér vitum ekki, hvort ís- inn er nyrðra eða eigi; en veðrið virð- ist þó benda til þess nú, að hann sé farinn“. Sama blað 16. júní. „LÁN ÓSKAST ....“ „Einn maður, sem hefur skuldfrían eigindóm, sem hleypur hér um bil 1000 rd. — sem mest megnis stendur í 18 ál- löngu og 10 ál. breiðu timburhúsi, sem bæði er lagað til íbúðar og sölubúðar, með fullkomnum verzlunaráhöldum* óskar að geta fengið lánað hér um bil 1000 rd. annaðhvort í peningum eða höndlunarvörum, sem væru upplagðar hjá honum á staðnum móti veSi, veð- setningu í þessum eigindóm, og rentu eftir samkomulagi; tilgangur téðs manns er að reyna að framhalda verzlun sér til atvinnu. Sá, sem kynni að vera svo góð- ur upp á einn eða annan máta, að semja hér um umbiðst að halda sig til prent- ara herra E. Þórðarsonar í Reykjavík, sem hér að lútandi getur greinilegar skýrt frá, hvar og hver maðurinn er“. íslendingur 14. ágúst 1860.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.