Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 14
54 ILIDII IX: TljfÁRlA litla bylti sér í rúminu og iðaði *¦'*¦ höfðinu á koddanum. Höndin föl og mögur þreifaði um úfið hárið og grófgert brekánið, rekkjuvoðina og vaðmálskodda- verið. Þetta voru ekki svalandi voðir, fannst Maríu. Margt manna var uppi. Karlmenn töluðu með þvílíkum hávaða, einkum hann Bjarni frá Leiru, sem kom í morgun, og spýttu á gólfið. Konurnar þeyttu rokkana. Tuskan var ennþá uppi í túðunni. Úh! Það var erfitt smælingja að anda hér eða finna frið. Vindurinn gnauðaði um fros- inn gluggann. Ásrún hafði verið að störfum fram í bae all- an morguninn og ekki getað sinnt Maríu neitt. María hafði legið í rúminu á þriðja mán- uð. Ólafur læknir barðist af alefli við að nú henni til lífsins aftur, og nú sérstaklega við að tæringin næði ekki í hana. Þær húsfreyja og Ásrún voru í eldhúsinu. Hundar þutu upp geyjandi allt í einu úti á hlaðinu. — Ólafur læknir er víst að koma? sagði drengur og leit inn í eldhúsdyrnar. Hallbjörg húsfreyja tók nokkurt viðbragð. Hún blótaði kringumstæðunum. Og svo blótaði hún lækn- inum og sagði, að hann hefði ekki ætlað að koma fyrr en á laugardag. ið og Titian málaði mynd af Maríu með Krist látinn í skauti sínu. En jafnvel þá gat hann ekki staðist freistinguna áð braska dá- lítið með samninginn sem hljóðaði um greftr- un hans. Hann hélt hann gæti pínt út örlítið stærri grafreit ef hann krefðist hærra verðs fyrir myndina og það eru mikil meðmæli með kaupmannshæfileikum hans að honum tókst þetta. Plágunni tókst ekki að vinna bug á honum fyrsta árið en árið 1576 óð hún aft- ur yfir og sótti Titian heim í höll hans. Hin- um langa feluleik var lokið. Hann lézt á 99. aldursári. ...^íV^Í HEIMILISBLAÐIS? Skáldsaga eftir Rannveigu Kr. Guðmundsdóltur — Og láttu nú sjá, Ásrúnar-ietur, að þú getir eitthvað annað en slúðrað í höfðingjá. Þvoðu Maríu og þrífðu hana upp, eins og læknirinn er alltaf að stagast á, svo mikið skrattans gagn, sem er í\því! Ég skal koma með fh'kur að láta á rúmið hennar. Ásrún snaraðist upp á loft með vatn í þvottaskál; en húsfreyja fram í dyraloft. Þegar Ásrún var að enda við að þvo Maríu, kom húsfreyja með eitt línlak og koddaver úr líni. Hún smeygði þessu í rúmið og það stóð heima, að þegar þetta var búið, gekk Olafur læknir í baðstofuna og hafði skilið reiðkápuna eftir niðri. Það hýrnaði yfir honum sem snöggvast, þegar hann sá alla dýrðina á Maríu litlu. Síð- an hnyklaði hann brýrnar, blótaði og sagði: — Ég held þið hafið verið að láta á þetta núna! — Var nokkuð lakara að láta það á í morg- un, en endra nær, sagði húsfreyja. — Þér ætl- uðuð ekki að koma fyrr en á laugardag. Nú er fimmtudagur, svo þér sjáið að ekki var það gert yðar vegna. — Það má fjandinn vita, sagði læknir og hnyklaði brýrnar enn meir. • María horfði á þau til skiptis gríðarstór- um, geislandi augum og þagði. Ásrún leit undan og þagði líka. ¦— Takið ofan úr túðunni, sagði Ólafur læknir og blótaði túðunni. — Það er eins og hér sé samanhrúgað svínum og sauðkind- um. Og þið ætlist til að veik manneskja lif1 í þessu? Þar að aukr barn. Menn fóru og gerðu sem læknirinn vildi- — Þú ert að verða nokkuð sperrt, María litla, sagði læknirinn glaðlega og klappaði á kollinn á henni. Hún svaraði með nýju hóstakasti. Ólafur læknir hnyklaði brýrnar og horfði á hana. — Hvað fékk hún að borða í morgun- spurði hahn. — Graut, svaraði Ásrún lágt. — Mjólkurgraut? — Ne-i. — Vatnsgraut, ítrekaði hann reiðilega.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.