Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 15
HElMILISBLAtUÐ 55 — Kannski þér ætlið að setja hér annað rettarhald, Ólafur læknir, sagði húsfreyja. Þér ættuð það margfaldlega skilið, og meira en bara réttarhaldið eintómt. Honum varð litið á Maríu. Augun ætluðu út úr henni af hræðslu. — Jæja, það er bezt að vera ekki að rífast, sagði hann. Gefið þér barninu aldrei það, sem ég segi fyrir um? " Eg gef henni það, sem við hin borðum a' mjólk og annað fleira sælgæti. ~~ Hefur hún fengið nýmjólk spurði lækn- irinn Ásrúnu. " Ég fékk mjólk í gær, sagði María litla °g tárin runnu niður kinnar hennar. ' Ekki spyr ég nú að skælunum í þessum krakka, sagði húsfreyja. Hún hefur stundum fengið mjólk, sagði Asrún hægt og horfði hughreystandi á Maríu. - Hún fékk kjötsúpu á sunnudaginn og Wðaði þá kjöt líka, sagði húsfreyja. Aldrei- kjötsúpu endranær? " Þé getið þó aldrei búizt við að ég fari a3 elda ofan í hana eina. Eg sagði yður, hvað þér ættuð' að gefa henni. Eg ræð því sjálf, hvað ég læt úti við °lk mitt, Olafur læknir, sagði húsfreyja. r Þá er ekki til neins að sækja mig, ef Per ætlið ekki að gera neitt af því, sem ég 8egi fyrir um. Eg held við þurfum yðar ekki neitt sér- staklega með, við getum sjálf litið eftir króg- anum, sagði húsfreyja. Það var eins og Ólafur læknir hefði ekki' ugsað út í, að einmitt svona svar mundi usfreyja gefa honum. Hann þagnaði við fá- em augnablik. ~~ Eg kem fyrir það opinbera, sagði hann °g leit hlýlega til Maríu. Já, og látið okkur borga, sagði húsfreyja. ~ Þetta er nóg núna, sagði læknirinn, tók . PP Urið sitt og bar saman við sláttinn á úln- hðnum á Maríu. Viljið þér gefa henni nýmjólk í kvöld °g mjólkurgraut? ~~ Ef það gengur nú í hana; hún hefur allt af þrá verið, ekki sízt að borða það, sem ^enni er sagt. — Það er hægt að láta öll börn borða það, sem er gott handa þeim, ef rétt er að þeim farið, meðan þau hafa þolanlega heilbrigðan maga, sagði Ólafur læknir. Hann skoðaði meðala-birgðir Maríu. Gaf enn að nýju fyrirskipun um mataræði henn- ar og skrifaði eitthvað niður hjá sér. — Þeir reru niður í Höfnum í gær; var sagt, að þeir hefðu fiskað vel. Fenguð þið ekkert af því? — Við höfum annað að gera við fólk okk- ar en að láta það snapa niður við sjó, sagði húsfreyja. — Það hefði þó verið búbót fyrir yður að fá nýjan fisk, sagði Ólafur læknir og kímdi. — Það getur vel verið, það fer eftir því, hvað hann kostar, sagði hún. — Ég ætla nú að senda yður dálítið um leið og ég fer til baka. En þér verðið að gefa Maríu fiskstykki og lofa henni að borða það, sem hún vill. — Ég kannski geri það, ef læknirinn ætl- ar að skenkja mér þetta. Læknir svaraði því engu, en yfirleit starf sitt enn að nýju, kvaddi svo og fór. — Þér munið eftir að gefa telpunni allt það, sem ég hef fyrir mælt, kallaði hann enn til húsfreyju, þegar hann fór. Húsfreyja anzaði því litlu. — Ég hef enga nýmjólk til að ausa henni út, eins og ofan í kálf, sagði hún við Ásrúnu. Síðan fór hún ofan á eftir Ólafi lækni. — Þér verðið búnir að setja okkur hér á sveitina, áður en þér komið þessum krakka á fætur, sagði hún við lækninn, er þau komu ofan. — Já, og þér verðið búnar að setja yður sjálfa til helvítis, áður en barnið fær heilsu, sagði læknir. Húsfreyja setti upp réttlætissvip. — Þetta er ekki ljótt orðbragð af heldra manni og við konu. Kaldur hæðni- og sigur- hrósssvipur glampaði af andliti hennar. Arnkell kom að í þessu. Hann vildi, að Ól- afur læknir þægi kaffi. Ólafur læknir sýnd- ist ekki ætla að þiggja það, en Arnkell var í góðu skapi. Það hafði sefandi áhrif á þau hin. Húsfreyja fór þegjandi fram í eldhús, en þeir til stofunnar. — Hvernig líður telpunni? spurði Arnkell. — Hún er í feikna-hættu fyrir tæringu. Ég

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.