Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.03.1945, Blaðsíða 16
56 HEIMILISBLAÐIÐ veit ekki, livað veldur því, að hún skuli ekki vera búin að fá hana. Amkell tók niður vínflösku og saup og læknirinn fékk sér hressingu. Arnkell á eftir. — Þér verðið að lijálpa til að koma henni á fætur, sjá um, að loftið í baðstofunni sé betra en það var í morgun og að telpan fái það, sem ég hef fyrirskipað. — Við skulum sjá, sagði bóndi. — Það er nú ekki mikil nýmjólk til hér núna, bara tvær kýr votar. — Það ætti að vera nóg til þess, að bamið geti fengið fáeina kaffibolla á dag. Eigið þér ekki nýbæm? — Hm! Jú-ú. — Þá hafið þér það, sem með þarf. Lát- ið þér lxana hafa mjólk úr henni. Amkell klóraði sér í liöfðinu. — Ég vakti í alla nótt sem leið, sagði Ól- afur læknir enn fremur. Bóndi horfði á hann með atliygli. — Hvar? — I Bót. — Hvað var þar að? sagði Arnkell og leit út um gluggann. — Barnsmóðir yðar var svona veik og barn- ið líka. — Uss! þurfið þér að hafa svona hátt? — ögmundur hefur orðið. fyrir þungum búsifjum fyrir það, dóttir hans enn þyngri. — Hvernig líður þá núna? — Betur. Læknir fékk sér annað staup til. — Er það mögulegt, að heil sveit hafi þag- að í þrjá mánuði svo, að hér liafi ekki allir frétt þetta? — Já, það er nú svo skringilegt, að það er ekki komið alla leið enn, sagði Arnkell og var dálítið kindarlegur. — Jæja! Veitið mér að málum hér með litlu stúlkuna, þá hreyfi ég ekki við neinu lengra en þörf gerist. Kaffið kom ekki, svo að Ólafur læknir fékk sér í þriðja staupið, kvaddi síðan og fór. Þegar læknirinn var farinn, fór Hallbjörg upp á loft, tók allt línið úr rúmi Maríu og lét vaðmálsvoðir og vaðmálskoddaver í stað- inn. X. Fífillinn gægðist upp í hlaðvarpanum. Sól- in varð léttari á fluginu yfir fjöllin með hverjum degi. Vorvindarnir gerðu ýmist að hrella eða hlýja; hið síðarnefnda mátti bet- ur og ylurinn og gróðurinn færðist dýpra að lijarta náttúmnnar. Allt varð léttara í svif- um. María lá enn í rúminu, þó vorið væri kom- > ið; en hún naut góðs af aukinni náttúru- blíðunni. Henni var að smábalna. Magnús Jónsson hefur verið þögult vitni að flestu því, sem fram hefur farið í sam- bandi við Maríu, þenna vetur. Magnús er eins og gamall, útlifaður klár, sem eltir liina vinnandi hesta upp og ofan akurreinarnar. Hann hyggur sig vafalaust vera að vinna og er sælli fyrir það, að hann er á ferli með liinum klámnum, vinum sín- um. Það er eitthvað í blóði lians, sem ekki vill yfirgefa þessar samferðaverur, þessa ná- kvæmu snúninga. Því skemmra, sem liestur- inn er frá villiástandi sínu, nátlúrulögmálinu, því fastara sækir hann það að vera með í skyldugöngu tilverunnar; því lengur sem hann hefur verið alimi, já, stríðalinn af mönnum, því makráðari verður hann og ráða- færri, þegar þrótturinn er farinn. Jafnvel hestar geta týnt anda sínum í mat og maur- um mannanna. Magnús var búinn að liorfa, hlusta, hlera eftir öllu, sem fram fór kringum þessa veru, sem átti svo lík lífskjör og liann, sveitar- ómaginn. Alveg eins og hann. Ósjálfbjarga, alveg eins og hann. Ennþá hjálparlausari en hann — María gat ekki malað kom, eins og liann. Magnús tók rauða vasaklútinn með' svörtu rósunum og veifaði honum með töluvert karl- mannlegu handhragði upp að hálsi sér, aft- ur fyrir linakkann, undir hársrætumar. Hann gat malað kom — víst gat hann malað korn. --------Já, en hann var ógildur fyrir rétti, var ekki atkvæðisbær, af því að hann var fatlaður og varð að vera á sveitinni, alveg eins og hún María litla, veslings litla María, sem var barin, svelt og af ýmsu þjökuð, af því að hún var máttvana. Skyldi ekkert verða úr þessu? Magnús fór í huganum yfir ferðalag sitt á Þorláksmessu um veturinn. Það var víst töluvert barnalegt þetta — þetta. Hann hafði verið að biðja Guð að gera sig eins og aðra menn — gera sig gildan mann. Niðurl. næst.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.