Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1945, Síða 20

Heimilisblaðið - 01.03.1945, Síða 20
60 HEIMILISBLAÐIÐ Eitt allra dáðasta höfuðskáldrit norrænna bókmennta — Síðasti víking-urinn EFTIR JOHAN BOJER er nú kominn út á íslenzku í snilldarþýðingu Steindórs Sigurðssonar rithöf. Þessi heimsfræga skáldsaga er í senn óvenjulega viðburðaauðug og ákaf- lega „spennandi“, en jafnframt fágað, sígilt listaverk, enda ber fá norræn skáldrit jafnhátt og hana — hvað þá hærra. I þessari skáldsögu er lýst á ógleymanlegan liátt lífi alþýðunnar við sjáv- arströndina hér nyrzt í Evrópu, sjósókn, verbúðalífi, heimilishögum og lífs- baráttu harðgerra, norskra sjómanna, sem lifa á mótum nýrra tíma í norsku þjóðlífi. Hún geymir stórbrotnar lýsingar á náttúrunni við Lófót, mönnunum, sem standa í stríði við liana, og þjóðlífinu með öllum sínum margbreylileik. Betri bók getiS þér ekki valið yóur til lesturs, þegar kyrrS og naiói gefst frá daglegum önnum. Bókaúlgáfa Páilma H. Jónssonar. Hinn víðkunni sagnaflokkur um Símon Templar Ævintýri Dýrlingsins er nii að koma úr á íslenzku. Tvær fyrstu sögurnar HEFNDARGJÖFIN og HÖFUÐPAURINN eru þegar komnar á markaðir.n. Ævintýramaðurinn Símon Templar, sem gengur undir nafninu Dýrlinguriim, er einhver allra frægasta söguhetja í nútíina skemmtisagnabókmenntum, enda ekki að ástæðulausu. Dýrlingnum gleymir enginn, sem lesið hefur einhverja bókina um liann. Og þegar menn á annað borð hafa liaft kynni af honum, sitja þeir sig ekki úr færi urii að halda áfram kunningsskapnum. — Næstu bækumar, sem út koma um ævintýri þessarar heimsfrægu skáldsagnahetju heita Stjórnarbylting í Miö-A meríku og Konungur smyglaranna. Fylgist með ferli Dýrlingsins og œvintýrunum, sem hann ratar í, frá upphafi. YSur iSrar þess ekki. HJARTAÁSÚTGÁFAN.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.