Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 5
heimilisblaðið 65 latínuskáld. Mun hann og hafa verið ís- lenzkumaður góður, vel að eér í sögu lands- ms og að öllu hinn ákjósanlegasti leiðtogi. ^ar það happ Jónasar, að hinn fyrsti kenn- ari hans skyldi vera slíkur garpur sem Ein- ar var. Haustið 1823, er Jónas var tæpra 16 ára, lagði hann land undir fót og hóf nám í Bessa- staðaskóla. í*að mun fullkomið álitamál, hvort hér á landi hefur nokkru sinni verið ágætari og heilladrýgri menntastofnun en Bessastaða- skóli. Eigi að dæma eftir því, hversu margir afburðamenn komu frá skólanum, verður hlutur hans mjög góður. Skólastjóri eða lector á námsárum Jónasar Hallgrímssonar var Jón Jónsson. Hann þótti enginn höfuð- skörungur, en kennararnir þrír, Sveinbjöm Egilsson, Hallgrímur Scheving og Björn Gunnlaugsson voru hver öðrum mikilhæfari. pildi Sveinbjarnar Egilssonar fyrir þróun lslenzkrar tungu og bókmennta er kunnara en frá þurfi að segja. Er ekki að efa það, að Sveinbjörn hefur haft ærin áhrif á Jónas, Híkur smekkmaður og kunnáttumaður sem hann var. Hinu ber heldur ekki að gleyma, að Hallgrímur Scheving var einnig óvenju- hæfur skólamaður, einkar laginn að ná tökum á lærisveinum sínum og mjög vel a® sér í íslenzkum fræðum. Hallgrímur var öáfrændi Jónasar, og hefur eflaust veitt því athygli, hvað í hinum unga sveini bjó. Eru ^yrir því skjallegar heimildir, að Scheving styrkti Jónas við námið, að minnsta kosti fyrsta veturinn hans í skóla. Þá hafði Jónas aðeins hálfa ölmusu, sem svo var kölluð, og gsf Hallgrímur honum fæði síðari hluta Vetrar. Má ætla, að liann-hafi oftar litið til með frænda sínum. Er ekki ótrúlegt, að Hall- gnmur hafi glætt smekkvísi Jónasar og skiln- fng á íslenzkri tungu. Ritaði Hallgrímur sjálf- Ur gott mál og ómengað, og var hinn strang- asti málvöndunarmaður, eins og Sveinbjöm Egilsson. Er frá því sagt, að stundum hafi .heving fengið Jónasi og nokkmm öðram piltum, sem hagmæltir voru, dæmisögur til að yrkja út af. Settust þeir þá eða lögðust y*PP í lokrekkjur sínar, og þreyttu braglist- ina eftir föngum. Hað kom snemma í ljós í Bessastaðaskóla, að Jónas var bráðgáfaður og svo að segja fleygt niður á allt, sem hann beitti sér við. Tungumálanám reyndist honum auðvelt, en þó var hann ennþá slyngari stærðfræðingur. Hlaut hann jafnan góðar einkunnir við próf í skólanum, og mun þó ekki liafa lesið námsgreinamar mjög kappsamlega framan af. Beindist hugurinn snemma að bókmenntum og skáldskap. Er að þessu vikið í burtfararvottorði Jónasar frá skólanum og sagt, að hann hafi ekki verið stöðugur við námið í fyrstu. Konráð Gíslason, skólabróðir hans og vinur, segir um þetta efni: „Að sönnu er þess getið í skólavitnisburð- inum, að hann hafi heldur verið hyskinn fyrstu árin sín í skóla, en þeir, sem þá vom honum samtíða, munu flestir verða við að kannast, að hyskni hans hafi verið eins af- faragóð og ástundun þeirra, bæði að því leyti, sem honum veitti léttara námið, og líka hins vegna, að hann hafði alla jafnan eitthvað fallegt fyrir stafni, sem átti við eðli hans, og að minnsta kosti seinni árin sín í skóla kynnti liann sér margt annað en skólalær- dóm. Það má t. a. m. fullyrða, að hann hafi nærri því kunnað utanbókar kvæði hins forna skálds, Ossíans, snúin á dönsku af séra Steini Blicher. Um þetta leyti samdi hamt líka smá-ritgerðir og orti smákvæði, og er sumt af því ennþá óglatað“. Fáar em heimildir um námsdvöl Jónasar á Bessastöðum. Þó er vitað, að hann eignað- ist þar nokkra ágæta vini. Virðast Tómas Sæmundsson, Konráð Gíslason og Gísli ls- leifsson frá Brekku hafa orðið honum hand- gengnastir. Kvæði þau, sem til em frá Bessa- staðaámm Jónasar, sýna glögglega, að skáld- gáfa hans náði snemma miklum þroska. Greinilegt er það, hvaða skáldskapur orkaði sterkast á hann um þessar mundir. Fyrst og fremst urðu Eddukvæðin honum hin mikla fyrirmynd. Hann notaði ekki aðeins sömu bragarliætti og þar finnast, heldur sótti hann þangað mikinn fjölda orða og líkinga. Þá verður þess og vart, að skáldin Jón Þorláks- son á Bægisá og Bjarni Thorarensen hafa haft áhrif á Jónas þegar á æskuámm. ★ Vorið 1829 útskrifaðist Jónas úr Bessa- staðaskóla með fyrstu einkunn. Hann lang- aði mjög að sigla til Kaupmannahafnar og

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.