Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.04.1945, Blaðsíða 24
84 HEIMILISBLÁÐIÐ Carmack — en fór svo á hausinn rétt á eftir, manstu það ekki? Alan kinkaði kolli en sagði ekkert. Hann þagði andartak og fitlaði við rakt vangaskeggið og virti fyrir sér fyrsta sólroðann, sem brauzt gegn um skýþykknið milli þeirra og hinna ósýnilegu fjallatoppa. — Fimm sinnum mÍ8sti ég allt, sem ég átti, sagði hann eins og ofurlítið hreykinn. — Ég veit það, svaraði Alan. — I Friskó og Seattle tóku þeir allt af mér og gáfu inér síðan farseðil til Nome. Fallega gert af þeim, finnst þér það ekki, sagði Stampade gamli og nuddaði ánægju- lega saman höndunum. — Þetta fór allfc- virðulega fram. Ég vissi, að Koph félagi minn var lieiðvirður maður, og þess vegna trúði ég honum fyrir peningum mínum. Það var ekki hans sök, að þeir glötuðust. — Auðvitað ekki, svaraði Alan. — Mér fellur það dálítið illa, að ég skildi leika liann svo grátt vegna þess. Já, mér fellur það sannarlega illa. — Þú drapst hann? — Nei, ekki alveg. En ég skar af honum eyrað til minningar um þetta. Það var í Chink Holleran. Það var fantaskapur. Ég hugsaði ekki út í það þá, livað það var hugulsamt af lionum að láta mig hafa farseðil til Nome. Ég svalaði mér aðeins í augnabliks bræði. Ég skildi ekki þá, Alan, livhð hann gerði mér mikinn greiða með því að losa mig við alla peningana. Það var mér mikið lán, það veit sá, sem allt veit. Þú skilur ekki, hvað allt í heiminum er frjálst, faguit og auðvelt, fyrr en þú ert búinn að tapa öllum þínum peningum. Ljúfmannlegt og drengilegt bros lék um varir lians milli úfinna skeggbartanna. En augu Alans voru hvöss og hörð, og hann tók þétt í handlegg gamla mannsins. — Jú, mér er þetta fullkomin alvara. Alan, sagði gamli maöurinn. — Og það er þess vegna, sem ég álít að peningar séu skaðræðisgripir. Að eiga peninga og eyða þeim færði mér aldrei neina hamingju. Það er að finna gullið og grafa eftir því í fjöllunum, sem gef- ur mér gleði og fær blóðið til að renna örar í æðum mínum. Þegar ég er búinn að fá pcningana í hendur, veit ég aldrei, hvað ég á að gera með þá. Þá er mér nauðsynlegt að tapa þeim. Annars mundi ég verða lat- ur og feitur og fá alls konar sjúkdóma, og svo mundi einliver vitlaus og klaufskur læknir skera mig upp, og ég mundi deyja. Það kemur ekki svo sjaldan fyrir í Friskó, Alan. Einu sinni fékk ég einliverja innanskömm, og þeir sögðu, að það þyrfti að skera eitthvað innan „LÆKNISLEYSI OG LÆKNISHJÁLP1'- „Maundauði mikill er sagður úr Múla- eýelum; mest er talað um taugaveiki og barnaveiki, v og eru slíkt jafnan hörmuleg tíðindi. Það er eitt orð, sem aldrei gleyinist að prenta i blaði voru, því að það er nauðsynlegt, að þess ee gelið, meðan blaðið lifir og ber eitl nafn. Það er orðið „íslendingur“. En vér leyfum oss að scgja, þegar vér lít- um yfir land vort og til alvörunnar kemur og bin sanna ættjarðarást er enortin í brjóstum vorum, að það séu tvö önnur orð, sem vér ættum að láta sjást í liverju einu einasta blaði, seffl vér sendum út, og út af mætti og út af ætti að leggja með mesta sanni; og það eru orðin „læknisleysi og læknishjálp ■ Þetta má ekki lengur svo búið standa. Það má til að skerast af alefli í þetta mál, bæði af stjórn vorri og þjóð ineð öflugum vilja og öflugum sanitökuffl- Börnin hrynja niður, ungmennin vesl- ast upp og deyja, miðaldra mönnunt er hópum sanian burtu kippt. Vér eiutn þjóða fáliðaðastir og þolum það ekki- Þetta má og getur lagazt, og á að lagast heldur í ár en að ári. Þegar nú hér til kemur, að beilabrot og byltingar eru farnar að koma í suma góða menn norð- ur í Þingeyjarsýslu, að fara af landi burt — eins og talað er og satt mun vera, — og flytja sig búfcrluni, ekki suður á Suðurland, heldur suður til BrasiU11 í Vesturheimi, þá cr fyrirsjáanlegt, þeim ferst vel, hvað verða muni, þegaf fram í sækir tímann. Læknisleysið «g dauðinn liafa nægt hingað til, þótt ekki komi nú hið þriðja til, burtflutningur fólks úr landinu". íslendingur H. marz 1861- „ÞVÍ ERUM VÉR SVO FÁTÆKIR . ■ •“ „Reykjavík á sumardaginn fyrsta (25- dag aprílmánaðar). Gleðilegt 6iffliar> góðir landar. „Nú er vetur úr bæ“, e*n' liver binn blíða'sti og bezti vetur, scn1 liðið hefur yfir meiri hluta laiuls vors uin inörg ár. Lilur er farinn að konia • jörðina; fénaðurinn eirir ekki við hu&- i

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.