Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1945, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.09.1945, Blaðsíða 2
162 heimilisblaðið HEIMILISBLAÐIÐ vill niælast til þess við lesendur sína og aðra, að þeir sendi því frásagnir um atburði úr lífi sínu. Efni slíkra frásagna getur verið margvíslegt: frásagnir af sérstæðuni og sögu- legum viðburðum; lýsingar vinnu- bragða, daglegs lífs, siða og venja, einkum þess, sem nú heyrir orðið til fortíðinni; þættir af mönnum og atburöum, sem þeir bafa sjálfir haft kynni af eða öruggar spurnir. í öllum slíkmn frásögnum á að geta speglast að einhverju leyti lífsbar- átta þjóðarinnar, menning og hættir. Breytiirgarnar í þjóðlífi Islcnd- inga liafa verið örar og gagngerar síðustu áratugina. Menn, sem enn eru í fullu fjöri, hafa frá mörgu að segja, sem yngri kynslóðin þekk- ir aðeins lauslega af afspurn eða þá alls ekki. Ollu því, sem orðið getur til að bregða birtu yfir lifs- baráttu þjóðarinnar og menning- arsögu, er hið mesta þarfaverk að forða frá gleymsku. Framangreind tilmæli Heimilisinsblaðsins eru við- leitni í þessa átt. FYRIR þær frásagnir, sem blað- ið tekur til birtingar, hefur það hugsað sér að greiða kr. 100.00— 150,00 eftir lengd. Æskilegt er, að þær séu ekki yfir 10 síður i blað- inu, þó að lengri frásagnir kunni að verða birtar. Einnig má vera, að blaðið verðlauni sérstaklega eina þeirra greina, sem það hefur hirt á tilteknu tímahili, t. d. einu ári. Verður skýrt frá því nánar síðar, ef að því ráði verður horfið. — Æskilegt er, að myndir fylgi frá- sögnunum, ef til eru, svo og mynd höfundar, en ekki er það neitt skil- yrði. Heimilisblaðið væntir þess fast- lega, að lesendur þess verði við þessum tilmælum. Ennfremur vill það mælast til þess, að þeir láti berast fregnir af þessum tilmæl- um til þeirra, sem ekki lesa hiaðið að staðaldri. — Þess er sérstaklega óskað, að menn sendi blaðinu sem allra fyrst frásagnir af jólahaldinu fyrir nokkrum áratugum síðan. Er ætlunin að birta slíka frásögn eða ^JJeimiíiáhíciÉi^ frásagnir í næsta blaði Heimilis- blaðsins, jólablaðinu, ef þær berast í tæka tíð. Ileitir blaðið fastlega á menn að bregðast fljótt við og senda sér slíkar frásagnir. ÞESSU BLAÐI birtist 10. grein Heimilisblaðsins um málaraíist- ina. Hefur orðið nokkurt hlé á birt- ingu þessara greina, og stafar það sumpart af rúmleysi í blaðinu og sumpart af því að annar höfundur greinanna hefur flutzt búferlum úr Reykjavík. Haldið verður áfram að birta þessar greinar, og munu þær næstu birtast mjög fljótlega. Hafa margir lesendur blaðsins spurzt fyrir um þetta, af því að nokkuð er umliðið síðan síðasta greinin birtist. Útgefendur: Ján Helt’ason Valdimar Jóhannsson (ábmd Blaðið kemur út mánaðarlega, um 240 blaðsíður á ári. Verð árgangsins er kr. 10.00. I laus i- sölu kostar hvert blað kr. 1,25. — Gjalddagi 14. apríl. — Af- greiðslu annast Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Bergstaðastf- 27, sími 4200. Pósthólf 301. Prentsiniðja Jóns Helgasonar. Ráðning á krossgátu nr. 3. Lárélt: FLESTUM eða öllum lesendmn blaðsins fellur framhaldssagan mjög vel í geð og láta margir í ljós óskir um að birtingu bennar sé hraðað sem mest. Vill hlaðið að sjálfsögðu reyna að verða við þeim óskum, en verður í því samhandi enn einu sinni að minna á rúmleysi sitt. Óskirnar eru margar og erfitt að fullnægja þeim öllum nema að litlu leyti. En þeim mörgu, sem bætzt hafa í lesendahóp blaðsins síðan framhaldssagan byrjaði, skal bent á, að það er hægur vandi fyr- ir þá að hefja lestur framhaldssög- unnar hvenær sem er. I hverju blaði er rakinn stuttlega söguþráðurinn og er hægt að liafa full not sög- unnar, þótt menn liafi ekki lesið hana frá liyrjun. HEIMILISBLAÐIÐ jlytur ejni við hwji allra á heimilinu. — Gerizt áskrifendur nú þegar. HEIMILISBLAÐIÐ Pósth. 304. Sími 4200. 1. þurkar 5. skerpa — 9. Elín "" 11. stál — 12. fragt — 13. kulda " 15. lóa — 17. ullin — 18. slæ "" 20. uml — 21. æra — 22. lag — náð — 25. inalar — 27. sóa — óvana — 31. rauða — 33. óðara "" 34. mikið — 35. stutt — 38. Selás — 42. skúra — 43. spá — 45. raglir — 47. væn — 48. krá — 50. far "" 52. úða — 53. Ari — 54. Alpar 55. sag — 56. nýtum — 59. sn®,t — 62. sápa — 63. tófa — 64. ríniara — 65. raular. Lóðrétt: 1. Þrælum — 2. ker — 3. ala ^ 4. rígur — 5. stuna — 6. kál eld — 8. armæða — 10. Atlas 11. skila — 12. falla — 14. asl,ar — 16. ómar — 19. lána — 21- ‘pr — 23. góð — 26. auður — 28. ós^óP — 30. varla — 32. amt — 33- — 35. skær — 36. túnin — 37. — 39. err — 40. ágúst — 41. 8,1 -— 42. Svavar — 43. sálnia ^ áfast — 46. Ragnar — 49. raupa ^ 51. Arnór — 57. ýsa — 58. tár " 60. æfa— 61. tau.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.