Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1945, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.09.1945, Blaðsíða 4
164 HEIMILISBLAÐIP án þess að reyna að uppræta hvort annað' eða heyja einvígi. 1 byggingarlistinni voru márisk form og gotnesk samræmd og hið bezta hagnýtt frá báðum. Þetta eitt sýnir ljóslega frjálsræði og djarfleik í list borgar- innar. En um borgina og stöðu hennar í list endurreisnartímans verður það bezt sagt, að hún sé safnglerið, sem leyfir öllum verald- arinnar listastefnum að brotna í sér, en býr síðan til úr geislunum sinn undurf agra brenni- punkt, sem er list Feneyjabúans, einstæð í íburði og formfegurð. Með II Tintoretto nær þessi stíll og lista- stefna hámarki sínu. Án þess að skilja hvern- ig hún er til komin er tilgangslaust að ætla sér að dæma um list hans. II. Tintoretto. Hann hét réttu nafni Jacopo Robusti. Fað- ir hans, Battista Robusti, bjó í Feneyjum og hafði fyrir atvinnu að lita tau og föt, en slík- ir menn eru á ítölsku nefndir tintore. Son- urinn, sem Battista eignaðist árið 1518 og nefndi Jacopo var í daglegu tali kallaður „litli litunarmaðurinn" eða Tintoretto og þetta gælunafn festist síðan við hann. Tin- toretto var snemma bráðgjör, og það leyndi sér ekki, hvert hugur hans stefndi. Hann þakti alla veggi í húsi föður síns með teikn- ingum og skissum, og faðirinn sá, að bezt myndi vera að koma syni sínum til einhvers af meisturum borgarinnar, til þess að hæfi- leikar hans fengju að njóta sín. Hann valdi meistarann Titian. Þótt iðni Tintoretto og dugnaður, og í einu orði sagt listamannshæfi- leikar, leyndu sér ekki, reyndist hann þó engan veginn góður nemandi. Að minnsta kosti lét Titian hann fara eftir stuttan tíma. Ymsir vilja því um kenna, að Titian hafi verið afbrýðissamur í garð þessa unga nem- anda síns, þótt hann ískyggilega fullþroska og óttast, að hann myndi varpa skugga á sig. En aðrir kenna um óhlýðni og óstýrilæti Tintorettos, og mun það sönnu nær. Eftir það mun hann um skeið hafa ráðið sig til meistarans Bonifazio Veronese, en ekki undi hann sér heldur þar og vildi vera frjáls. Hann tók til að nema upp á eigin spýt' ur. Hann aflaði sér ýmissa listmuna, sett1 hann rannsakaði kostgæfilega. Hann útveg' aði sér afsteypu af listaverkum Michelangel0 frá San Lorenzo í Florenz og af fornu111 grískum listaverkum. Á kvöldin, þegar nioa* myrkrið huldi borgina, sat hann einn á vinnu* stofunni sinni og málaði eða teiknaði þes81 listaverk við luktarljós. Hann rannsakao1 skuggana og hin ýmsu Ijósbrigði. Hann feW sér líka ýmislega litar dulur og saumaöi »ot á myndastytturnar til þess að vinna út í stng' ann fellingar og litbrigði sama grunnlitar l einhliða birtunni. Þá mótaði hann oft í va* eða leir til þess að lifa sig inn í rúmvíddir og sjá fjarlægðir í veruleikanum og á strig" anum. Óháður vildi hann vera og fara 8iri' ar eigin götur. Þegar hann svo opnaði vinnustofu sína °e bauð upp á viðskipti, var hann ekki hW1' látur í auglýsingum um list sína. Yfir dyr' um vinnustofunnar málaði hann: Formfest Michelangelos en litir Titians", og hanfl hafði vissulega fullan hug á að standa vl þessi orð. Vinir hans kölluðu hann «e-u" inguna" og átti það að sýna áhuga hans °e hugdirfð. Eitt hafði hann fram yfir marga af inálu " um endurreisnartímabilsins: Hann leit aWre á list sína sem tæki til fjárgróða og velty8 ' inga. Eins leitaði hann, og það var frannn11' sá heiður, sem veittur er eftir sigraða þraU og unnið þrekvirki. Tintoretto var þvf lU til að byrja á verki án þess að nokkur v° væri til þess að hafa upp úr því. Ef honU111 " lék hugur á að glíma við stórvirki, bau°8 hann meira að segja stundum til að fraB1' kvæma það gegn því einu að fá beinan kosO1' að við verkið greiddan, liti, léreft o. 6- ^' Þannig var það með fyrstu verulegu skrey inguna, sem hann tókst á hendur. Hún var sóknarkirkjunni hans, Santa Maria dell'Ort ' og var það upphafið á sigurgöngu hans lfl í ríki listarinnar. Skyndilega uppgötvU menn, að nýr spámaður var risinn upp» sP maður, sem vissulega myndi ekki láta gley* því, að framar ber að tigna þá sólina, se er að rísa, en hina, sem er að ganga til vi°a ' Vinnuáhugi hans var sérstæður. Tintoret gat aldrei verið iðjulaus. Italski ævisöglirl ¦ arinn Vasari ekrifar um hann: „Þeesi ^st

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.