Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1945, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.09.1945, Blaðsíða 10
170 HEIMILISBLAÐIP -fc BráZsnjöll og fyndin smásaga, um réttarfar, dómsúrskurði og refsingar. 1 MOMCO Í^G fór meS lestinni klukkan fjögur í miS- degisboS til vinár míns í furstadæminu Mónacó. Eg vildi, aS ég ætti kost á aS tala ítarlega um þetta kynlega ríki, sem er minna en kauptún á Frakklandi, en hefur einvaldan þjóðhöfSingja, biskupa, herlið kristmunka og prestlinga, fjölmennara en herlið furst- ans sjálfs, stórskotalið með nærri því gár- uðum fallbyssum, viðhafnarlegri hirðsiði en á dögum Lúðvíks heitins XIV., harðráðari yfirvöld en á dögum Vilhjálms Prússakon- ungs, sameinað einstakasta umburðarlyndi við mannlegan breyzkleika, þessu sem þeir lifa á þjóðhöfðinginn, biskuparnir, kristmunkarn- ir, prestlingarnir, ráðgjafarnir, herinn, dóm- stjórinn, og allt fólkið. Við skulum annars heilsa upp á þennan góða og friðsama þjóðhöfðingja, sem stjórn- ar lýð sínum hinum litla og sæla, alveg ósmeykur við innvöðslur og byltingar, ríkir þar mitt í viðhafnarsiðum hirðar, sem held- ur óbreyttri venjunni um hneigingarnar f jór- -ar, handkossana tuttugu og sex, og allar siða- reglumar, sem tíðkuðust í fyrri daga kring- um drottnarann mikla. Þessi einvaldur er þó hvorki grimmur né refsigjarn; og þegar hann rekur í útlegð, því að hann rekur stundum í útlegð, þá er dóm- inum fylgt fram með látlausum tilslökunum, Þarf að leiða rök að því? Það var einn ótímadag, að þrályndur spila- maður spottaði þjóðhöfðingjann. Hann var gerður útlægur að lögum. Mánuð var hann á vakki kringum hina fyrirmunuðu Paradís og óttaðist spjót erki- engilsins í lögun lögreglukorða. Loks herðir hann þó upp hugann, heldur yfir landamær- in, kemst á þrjátíu sekúndum inn í mitt land- EFTIR GVY DE MAUPASSAIST ið og ryðst inn í spilasal. En óSara • stöðvar hann lögregluþjónn. — EruS þér ekki útlægur, herra niinn- — Jú, herra minn, en ég fer aftur me" næstu lest. — Nú! fyrst svo er, jæja, þá getið þer farið inn. Og í hverri viku kom hann aftur; og hvert 6Ínn lagSi sami lögregluþjónninn fyrir hanö sömii spurninguna, og fékk jafnan sama svar- Getur réttvísin veriS mildari? * En nú á síSustu árum bar til mjög ægileg* og alveg óheyrt atvik í furstadæminu. Morð var framið. Maður nokkur, Mónacóbúi, einn af þe88' um flökku-útlendingum, sem hafast við hop' um saman á ströndunum, banaði konu sinni í reiðikasti. Banaði henni að ástæðulausu, hafði ekk" ert nýtilegt fyriir sig að bera. Almenn æsing reis upp í öllu furstadæminu. Æðstidómur kom saman til að fjalla nrfl þetta afbrigði (morð hafði aldrei verið frani- ið fyrr), og lánleysinginn var dæmdur tJJ dauða í einu hljóði. Þjóðhöfðinginn var æfur og skrifaði nnd' ir dóminn. Það var ekki annað eftir en að taka af saka- manninn. Þá kom babb í bátinn. 1 landinn var hvorki til böðull né fallöxi. Hvað átti aS taka til bragSs? Eftir tillÖg" utanríkisráSgjafans hóf furstinn málaleitan' ir viS frönsku stjórnina um aS fá léSan böðu og meS honum áhaldiS. Langar ráSagerSir fóru fram í ráSuney1' inu í París. Loks var svarað og sendur reik^* ingur fyrir kostnaSinum á böSli og verkfsef-" Hann nam sextán þúsundum franka.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.