Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1945, Page 10

Heimilisblaðið - 01.09.1945, Page 10
170 HEIMILISBLAÐIP 'jAf' BráSsnjöll og fyndin smásaga, um réttarfar, dómsúrskurfii og refsingar. í MÓIVACÓ EFTIR GVY DE MAVPASSATST t’G fór með lestinni klukkan fjögur í mið- ^ degisboð til vinar míns í furstadæminu Mónacó. Ég vildi, að ég ætti kost á að tala ítarlega um þetta kynlega ríki, sem er minna en kauptún á Frakklandi, en hefur einvaldan þjóðhöfðingja, biskupa, herlið kristmunka og prestlinga, fjölmennara en herlið furst- ans sjálfs, stórskotalið með nærri því gár- uðum fallbyssum, viðliafnarlegri hirðsiði en á dögum Lúðvíks heitins XIV., harðráðari yfirvöld en á dögum Vilhjálms Prússakon- ungs, sameinað einstakasta umburðarlyndi við mannlegan breyzkleika, þessu sem þeir lifa á þjóðhöfðinginn, biskupamir, kristmunkam- ir, prestlingarnir, ráðgjafarnir, lierinn, dóm- stjórinn, og allt fólkið. Við skulum annars heilsa upp á þennan góða og friðsama þjóðhöfðingja, sem stjórn- ar lýð sínum liinum litla og sæla, alveg ósmeykur við innvöðslur og byltingar, ríkir þar mitt í viðhafnarsiðum hirðar, sem held- ur óbreyttri venjunni um hneigingarnar fjór- ar, handkossana tuttugu og sex, og allar siða- reglumar, sem tíðkuðust í fyrri daga kring- um drottnarann mikla. Þessi einvaldur er þó livorki grimmur né refsigjarn; og þegar liann rekur í útlegð, því að liann rekur stundum í útlegð, þá er ‘dóm- inum fylgt fram með látlausum tilslökunum. Þarf að leiða rök að því? Það var einn ótímadag, að þrályndur spila- maður spottaði þjóðhöfðingjann. Hann var gerður útlægur að lögum. Mánuð var hann á vakki kringum liina fyrirmunuðu Paradís og óttaðist spjót erki- engilsins í lögun lögreglukorða. Loks lierðir hann þó upn liugann, lieldur yfir landamær- in, kemst á þrjátíu sekúndum inn í mitt land- ið og ryðst inn í spilasal. En óðara stöðvar hann lögregluþjónn. — Eruð þér ekki útlægur, herra minn? — Jú, herra minn, en ég fer aftur nieð næstu lest. — Nú! fyrst svo er, jæja, þá getið þer farið inn. Og í hverri viku kom hann aftur; og hvert sinn lagði sami lögregluþjónninn fyrir hann sömu spurninguna, og fékk jafnan sama svar- Getur réttvísin verið mildari? ★ En nú á síðustu árum bar til mjög ægilcrl og alveg óheyrt atvik í furstadæminu. Morð var framið. Maður nokkur, Mónacóbúi, einn af þe88‘ um flökku-útlendingum, sem lxafast við hop' um saman á ströndunum, banaði konu sinnJ í reiðikasti. Banaði lienni að ástæðulausu, lxafði ekk- ert nýtilegt fyrir sig að bera. Almenn æsing reis upp í öllu furstadæminu. Æðstidómur kom saman til að fjalla nnJ þetta afbrigði (morð hafði aldrei verið franJ' ið fyrr), og lánleysinginn var dæmdur tn dauða í einu hljóði. Þjóðhöföinginn var æfur og skrifaði uno' ir dóminn. Það var ekki annað eftir en að taka af saka* manninn. Þá kom babb í bátinn. 1 landiJjU var livorki til böðull né fallöxi. Hvað átti að taka til bragðs? Eftir tillögu utanríkisráðgjafans lióf furstinn málaleitaJJ' ir við frönsku stjórnina um að fá léðan höoU og með honum áhaldið. Langar ráðagerðir fóru fram í ráðuneV1' inu í París. Loks var svarað og sendur reikJJ' ingur fyrir kostnaðinum á böðli og verkfærl' Hann nam sextán þúsundum franka.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.