Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1945, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.09.1945, Blaðsíða 14
174 HEIMILISBLAÐIP ástaratlotum og lagaskilnaði, og þó ekki um annaS aS gera en lúta valdi hennar — gömlu konunnar. Þegar öllu var á botninn hvolft var þá líklega pokinn með tilheyrandi öllu viðkunnanlegri en slíkt konuríki. Að öllu þessu fljótlega athuguðu settist ég hjá gamla manninum við kirkjudyrnar og tók að spyrja hann spjörunum úr. Mér varð fljótt ljóst, að þarna var maður, sem vert var að kynn- ast og tala við, bráðgreindur maður og al- úðlegur, sem þekkti sögu þessarar sveitar langt aftur í tímann eins og fingur sína. Það hefði vissulega verið gaman og gagnlegt að mega tala við Magnús í ró og næði og jafn- vel ferðast með honum þarna um nágrennið. En tími pkkar félaga vár naumur og nokk- uð áliðið dags. ÍEg labbaði um kirkjugarðinn með Magn- úsi. Hann benti mér á leiði, sem hann sagði, að síðast hefði verið jarðað í. Austan undir kirkjugaflinum varð mér starsýnt á eitt leiði sökum þess að það var eina leiðið í kirkju- garðinum, sem á var lítilsháttar minnismerki. Er það þó ekki annað en trégirðing komin að falli. Magnús sagði mér, að þarna væri jarðaður Árni sýslumaður Gíslason, en hann bjó í Krýsuvík um nokkurra ára skeið, sem kunnugt er, og var hann þar húsbóndi, er mig bar að garði, sem fyrr segir. Og nutum við, ég og félagar mínir, hinnar mestu gest- risni óg höfðingsskapar, sem Árni sýslumað- ur var kunnur fyrir á sinni tíð. Svona eru örlögin. Nú var ég allt í einu staddur við legstað míns forna gestgjafa og ég hörfaði skref aftur á bak. Þarna mátti ég ekki stíga með skó á fótum á jafn helgan stað og bæla græna grasið umhverfis leiðið hans, ef til vill raskaði ég með því grafarró hins mæta manns. Ég bað Magnús að lofa okkur að sjá kirkj- una, sem nú er íbúðarhús hans, og var það auðsótt. Þarna var þá rúm hans við austur- gafl framan verðan. Það var þá ekki annað en húsgaflinn, sem aðskildi höfðalagið og leiði hans forna húsbónda, Árna sýslumanns. Það er ekkert ýkja langt frá veruleikanum, að þar hvíli húsbóndinn og þjónninn við sama höfðalagið, þótt annar sé b'fs en hinn liðinn. Sjaldgæft er þetta, en Magnús hefur tekið ástfóstri við kirkju og kirkjugarSinn og allt annað í Krýsuvík. Mér er í barnsminni, að ég heyrði talað um hinn stórbrotna búferlafhitning Ama sýslumanns austan frá Kirkjubæjarklaustn og til Krýsuvíkur. Hann var sýslumaður Skatt* fellinga og bjó stórbúi á Kirkjubæjarklaustn- Það má nærri geta að slíkir búferlaflutö" ingur á þeirri tíð var engum heiglum henU öll þessi vegalengd og allar þær stórár, °g allt varð að flýtja á hestum (á klökkuin) sundleggja hestana og ferja á smábát alla0 farangur yfir stórvötnin. Hvernig mundi nU* tímakynslóðinni geðjast að slíkum vinnu' brögðum? iÉg heyrði talað um, að sauðfé Árna sýsW' manns hefði verið um 1200 talsins, er hanU fluttist að Krýsuvík. Ef það væri satt, hafa eflaust ekki margir bændur á Islandi ver' ið fjárfleiri en hann á þeirri tíð. Árni sýslumaður var faðir hins vinsseJ læknis Skúla, sem lengi var héraðslaekm í efri hluta Árnessýslu. En synir Skúla et; þeir Sigurður magister og ritstjóri og Arn húsgagnasmíðameistari í Reykjavík. Mér er sagt, að nú sé Hafnarjarðarb* eigandi Krýsuvíkur. Er það vel fariö, að Pa land lenti hjá því bæjarfélagi, úr þvl a íslenzka ríkið var ekki svo framtakssaint a eignast það. Það er sagt að Hafnfirðingar hafi í huga stór áform í Krýsuvík, enda e þar margbrotnir ræktunarmöguleikar. Hat firðingar eru líka allra manha líklegas til þess aS bæta þessum eyðijörðum í Kfýs vík upp giftuleysi lið'inna ára. * Ég get ekki lokiS svo viS þessar huglel' ingar mínar um Krýsuvík, aS ég minnist e ofurlítiS frekar á kirkjuna og kirkjuga inn þar. ' -Vlltl' Kirkjan þar og kirkjugarSurinn eru i "' um augum helgir dómar, og þessa helgu dóma má meS engu móti eySileggja. Kir '-. garSinn verSur aS girSa og breyta í ia» trjá- og skrúSgarS og vanda þar allt til 8 bezt. Kirkjuna verSur aS byggja að nyj í sama formi og hún er, og á sarna 8 . Kirkjan á "sjálf víst ekki grænan eyri ser endurbyggingar, en hvaS munar í8leö g ríkiS um slíka smámuni? ÞaS er verio reisa úr rústum gamlar kofarústir inn Frh. á ble. \9l-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.