Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1945, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.09.1945, Blaðsíða 16
176 HEIMILISBLAÐIP Nýj ungar í vísindum og tœkni, fréttir og f r ásagnir Yfirlit um nokkur merk nýmæli ÞAÐ sem nú gerist í heimi vís- inda og iðnaðar, er yfirleitt hernaðarleyndarmál. Stundum er þó ekki hægt að leyna nýjungun- um. Þannig höfum við fengið vitn- eskju um vængjuðu tundurskeytin og V-2 tundurskeytin, sem vöktu svo mikla athygli á síðastliðnu ári. Sem orkugjafi hefur gas-túrbínan verið mest umrædd, en Þjóðverjar höfðu gert tilraun með hana fyrir stríð, en ekki náð árangri. Smíð- aður hefur verið 4800 hestafla raf- magnsmótor, sem knúinn er með gastúrbínu. Járnbrautafélag í Penn- sylvaníu hefur einnig reynt gufu- túrbínumótor. Þó að nýjungar í iðnaðinum séu á stríðstímum jafnan mikið leynd- armál, þá er kunnugt um 7 punda rafmagnsmótor, sem snýst 120 000 snúninga á mínútu, postulinsgler- ung, sem staðizt getur mjög háan hita. Þá er hægt að' láta eggjárn endast mjög lengi nieð sérstakri chromhúðun. Dr. Alexis P. Pincus hefur búið til gler úr fosfórpen- toxid, sem flúorsýra vinnur ekki á. En eins og kunnugt er hefur flúor- sýra leyst hingað til upp allar gler- tegundir. Tilbúningur kemiskra efna. Nýjustu fréttir frá háskólanum í Kaliforníu herma, að Dr. Michael, H. A. Barker og W. Z. Hassid hafi heppnazt að búa til sykur og að minnsta kosti að nokkru leyti tvö- faldi þá breytingu, sem fram fer í sykurrófunni og sykurreyrnum. Aðrar mikilvægar framfarir á veg- um efnafræðinnar er tilbúningur á kínin. Kínidin var jafnframt framleitt, en það er notað 6em lyf við vissum hjartasjúkdómum. Mjög hagkvæm not hefur orðið að sili- cones, sem menn lærðu að nota á síðasta ári. Silicones er lífrænt efnasamband, sem inniheldur sand. Það stenzt áhrif vatns, lofts og hita, -og í vökva hefur það verið notað í vélar. Tjr silicones hefur verið framleitt leður, sem lítur út cins og mjúkt kítti og er teygjan- legt eins og tyggigúmmí. Líjið lengist? Prófessor Alexander Bogomoletz vakti mikla athygli vegna „anti- recticulor cytotoxic" serum, sem annað hvort örvaði eða dró úr líf- inu, en það fer eftir þeim skammti, sem notaður er. Auk þess hefur það verið notað með góðum árangri sem meðal við liðagigt, sárum og skarlatssótt. Ákveðinn skammtur af serum- inu telur prófessorinn auka starf- semi vefjanna. Frá Rússlandi ber- ast þær fréttir, að próf. N. P. Sinit- isin hafi tekið hjarta úr hundi og sett í annan hund, sem lifði með sitt nýja hjarta í fjóra mánuði. Rússneskur vísindamaður, V. A. Negovsky að nafni, skýrir frá því, að læknum á vígstöðvunum hafi heppnazt að bjarga lífi hættulega særðra hermanna með því að þrýsta lofti beint inn í lungun og sprauta blóði inn í hjartaslagæðina. Dr. John Rock og Mrs. Miriai» F. Menkin við Harward-rannsókna- stofnunina hefur tekizt að frjóvg konuegg, sem var í glerflösku, e slíkt þykir auðvitað hin niestu ttr mæli, og má því búast við, að na?í5 verði að ala mannsfóstur í el" konar klakstöðvum í framtíðinnI' Blóðrannsóknir. Tilraunir með plasma sem °r andi meðal hefur aukið mjög Þek ingu mamia á blóðinu. Meðal hmn mörgu, sem rannsakað hafa þet er dr. Edwin J. Cohn. Eftir 15 ár» athugun á stærri eggjahvíturflO kúlum blóðsins, plasmann og sa setningu blóðsins hefur hann f°n_ ið, að hið svonefnda gamma £ búlin blóðsins varnar mislingu Annað serum, sem saman stendur mestu leyti úr albumin, er no gegn taugaáfalli (chock). &*1 (fibrin foam) stöðvar blæðing^ Fjórða (fibrin film) græðir hell8j himnuna. Fimmta (fibrin ogen> sambandi við thrombin hindrar breiðslu hörundsígerðar. * Dr. F. Ronald Edwards tók bl° úr kvígum og uxum og spra1 því i menn með góðum árang í blóði þessu hafði verið ^SÚ^e$ öll þau serum, sem eru ska fyrir menn. i Þá hefur dr. Níels Dungal fun ^' ið upp serum, sem er fullK vernd gegn mislingum. , g Sænsku vísindamennirnir A Groenwall og B. Ingelman 'ia^ framleitt blóðplasma úr oeXtrlef En dextrin er hvítt duft, sem aukaframleiðsla við sykurgerS-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.