Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1945, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.09.1945, Blaðsíða 30
190 HEIMILISBLAÐIB vildi ekki segja. Þetta var ef tl vill fremur eipmana- legur staður fyrir konu sem engin börn átti. Svo sneri hann sér brosandi að Sandy og fór að tala um börn við hann. Þau ættu að eignast börn, mörg börn. Sandy varð ofurlítið undirleitur og Ólafur skellihló. — Við erum að byggja okkur nýtt hús, sagði Sandy. — Og þar eru tvö herbergi fyrir börn. Það var hreykni í röddinni, og hann leit ástúðlega á konu fiína. Næsta morgun var leitinni haldið áfram. Sandy benti þeim á fáfarinn og eyðilegan stað á austurströndinni, þar sem margt ræki, og Alan og Ólafur héldu þangað á bátnum. Það var komið sólsetur,'er þeir komu aftur. Kvöldið var fagurt og kyrrt, og Ólafi fannst einmitt rétti tíminn til að minnast á það, sem honum bjó í huga. Hann talaði fyrst um hina margvíslegu leyndar- dóma hafsins og hin undarlegu öfl, sem byggju í djúp- inu, og einkennilegu strauma, sem réðu á hafinu. Hann sagði frá tunnu, sem hann hefði einu sinni týnt þar við ströndina, og fundizt viku seinna komin nokkuð áleiðis til Japan. Hann lýsti því, hve erfitt væri að þreyta feluleik við hafið. Síðan sneri hann sér beint að því, sem honum bjó í brjósti. Það mundi vera betra, ef lík Mary Standish ræki aldrei að landi. Það mundu líða margir dagar og kannski vikur þangað til það yrði, og þá mundi hún verða óþekkjanleg. Betri og friðsamari grafreit en hafsbotninn væri ekki að finna. Alan hafði beyg af þessu tali, og honum þótti vænt um, er hann kom auga á kofa Sandys. Sandy beið þeirra í fjörunni, er þeir stigu á land. Það bjó eitthvað óvenjulegt í svip hans, fannst Alan, og hann beið andartak eftirvæntingarfullur eftir ein- hverjum fréttum. En Skotinn hristi höfuðið neitandi og sneri sér að Ólafi. Alan sá ekki augnatillitið, sem þer sendu hvor öðrum. Hann gekk heim að kofanum, og Ella lagði hönd sína á handlegg hans um leið og hann kom inn. Alan sá eitthvað í augnaráði hennar, sem ekki hafði verið þar kvöldið áður, hún var rjóð í kinnum og röddin var óvenjulega skær, þegar hún tal- aði til hans. Hún átti erfitt með að koma orðum að því, sem hún vildi segja. — Þér — þér funduð hana ekki? sagði hún. — Nei, svaraði hann, og röddin var þreytuleg og ellileg. — Haldið þér, að ég finni hana nokkurn tímann? — Ekki eins og þér búizt við, svaraði hún rólega. með uppskriftunum, því að þau voru uppseld á fyrsta degi sýningarinnar. Leyfir Heimilisblaðið sér því að birta uppskriftirnar lil fróðleiks fyrir lesend- Uppskriftir. Karlöjlusmjör. V2 kg. smjör eða smjörlíki, ]/3 ^f- soðnar, saxaðar kartöflur, falt eftir smekk. Kartöflurnar eru soðnar, flysjaðar, sax- aðar, kældar. Smjörlíkið er hrœrt, kartöflur hrtero* ar saman við smátt og smátt. Hrærist vel. Borðað sem venjulegt smjör, en get' ur ekki geymzt lengi. Gervi-rjómi. Y2 1. undanrenna, 2 matsk. hveiti. vanilla og sykur eftir smekk. Ef noluð er nýmjólk þarf að veiða rjómann ofan af og blanda hana síðan með vatni. Helmingurinn af mjólkinni er hitaö- Hveitinu hrært út í afganginn; þegar mjólkin sýðúr er jafningurinn settur ut í. Hrært viðstöðulaust í og mjólkin soð- in í 10 mín. Vanilla og sykur sett í eftir sniekk. Þeytt þangað til það er alveg kalt og hefur aukizt um helming, bezt er að þeyta það í hrærivél. Borðað með búðingum í staðinn >yf' ir rjóma. Nota má gervi-rjómann á kökur, en þá er matarlím sett í hann þegar hann er tekinn af eldinum (1 pk. matarlnn)- Ekki er hægt að geyma gervi-rj0111' ann eftir að hann er þeyttur. Síld meS gulrót. 2 saltar sildir, 1% dl. edik, 1 dl vatn, %—1 dl. púðursykur, 2 lar' berjablöð, % matsk.~heill PiPar* l/2 tesk. engifer, l^tesk. sinnep6- korn, y2 tesk. piparrót, 1 laukur. 3 gulrætur. Síldin er slægð, afvötnuð í 1 s0 hring. Hreinsuð. Öll bein tekin vandlega burtu. Lögð i mjólkurblöndu eða Wti* í y2 sólarhring. Þerruð og skorin sneiðar.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.