Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 8
r 136 að stinga einum einasta pen- ingi í sjálfsalann, og án þess að fikta neitt við sjálfvirka áhaldið. — Hvemig fórstu að því? — Bíddu við. Nú leið hálf- ur mánuður. Þá kom maður- inn frá gasfélaginu til að tæma peningahólf sjálfsalans. Hann las á mælinn, sá hvað ég hafði eytt mörgum ferfet- um, opnaði peningahólfið og sá að það var tómt. Þetta var franskur gasveitumaður með hlálegt skegg. Hann sagði: — Herra minn, það eru engir peningar í pen- ingahólfinu hjá yður. Ég sagði: —- Mér stendur alveg á sama um það, herra gasveitumaður. Hann sagði: — En hvar era peningarnir? Ég svaraði: — Ég er veik- ur, lierra minn. ft/fér er ómögu- legt að svara þessum gátum yðár. Verið svo góður að fara. Hann sagði: ■— Ég verð að tilkynna þetta, herra minn. Ég sagði: — Farið til fjand- ans. Hann læsti sjálfsalanum aftur og innsiglaði hann. En ég hafði nóg gas næsta hálfa mánuðinn fyrir því. Svo kom gasveitumaðurinn aftur og annar embættismaður frá þeim með honum. Þeir byrjuðu á því að skoða innsigl- ið á sjálfsalanum og sáu, að ekki hafði verið hreyft við því; þetta var eitt af þessum flóknu blýinnsiglum, sem erfitt er að gera brellur með. Þá litu þeir á logaskær Ijósin og glóandi heitan ofninn. Síðan sendi um- sjónarmaðurinn mér augnatil- lit af því tagi, sem minni karl- ar en ég láta svo oft skjóta sér skelk í bringu með, opn- aði peningahylkið og sá að það var tómt. Deilan, sem út af þessu spannst, hlýtur að hafa heyrzt alla leið út á D’Anvers-torgið. Árangurinn? Þeir kváðu upp þann úrskurð, að sjálfsal- inn væri bilaður, tóku hann burtu og settu nýjan í stað- inn. Það var einn herjans sjálf- sali, stór og rauður eins og strætisvagn, og hávaðinn í lion- um, þegar peningi var stungið í liann, var eins og þegar kvenbílstjóri skiptir um gír. Þeir komu aftur eftir viku, og þá lifði á öllum gasljós- unum og hitinn í herberginu var eins og inni í bakaraofni. Þeir voru um það bil þrjú kortér að opna sjálfsalann, því þeir höfðu lokað honum svo rammlega. Og hvað skyldu þeir hafa fundið? Loftið tómt! öskraði Karmesin skellihlæj- andi, svo að vatnskrúsin liopp- aði í þvottaskálinni og rúð- urnar glömruðu í glugganum. — En, Karmesin, spurði ég; hvernig fórstu að þessu? — Bíddu nú við, sagði Karmesin, það er nákvæmlega sama spurningin og gasveitu- mennirnir lögðu fyrir mig. Ég brosti bara leyndardómsfullu brosi og svaraði þeim engu. Og svo fékk ég einn góðan veðurdag, eins og ég hafði bú- izt við, kurteisleg skilaboð frá einum af framkvæmdastjórum félagsins, þess efnis, að eiga viðtal við hann, og honum sagðist eitthvað á þessa leið: — Herra Lavoisier; ég veit ekki, hvað þér hafið hafzt að, en það eitt er áreiðanlegt, að það getur ekki verið lög- HEIMILISBLAÐIÐ legt. Hvaða brellur hafið þ®r haft í frammi við sjálfsalann okkar? Ég brosti aðeins. — Svona nú, herra minn, sagði gasveitu- maðurinn. Við munum taka vægt á þessu. Við ætlum ekki að lögsækja yður. Segið okk- ur aðeins, hvernig þér koinið sjálfsölunum af stað án þesS að setja í þá peninga, og svo skulum við láta þar við sitja — við gætum jafnvel séð 1 gegnum fingur hvað snertir þetta smáræði af gasi, sem þer hafið notað án þess að borga fyrir það. Ég sagði: — Ef ég á a<5 segja yður það, herra niinUt verðið þér að gera meira en hverfa frá lögsókn; þér verðið að greiða mér tuttugu þúsund franka. Ef þér gerið það ekkit skal ég gera gasnotendun1 kunnugt svo lítið heri a» ~ fA hversu einfalt það sé, ao 1 gasið ykkar ókeypis. Ykkur væri hetra að kynna ykkur að ferðina. Hún gæti kostað ur meira en tuttugu þúsund- — Þetta nær engri átt! tep11 hann. — Þið munduð neyðast til að endurbæta alla sjálfsalana ykkar, skaut ég að honum. Við mættumst miðja vega og sættumst á tíu þúsund, og svo kom hann lieim í i,er' bergið mitt með mér. — Og hvað svo? spurði ég- — Þetta var allt svo ein- falt. Ég benti lionum á botn sjálfsalans og sýndi honurn örlítið gat, sem ekki var stærra en títuprjónshaus. Það var fyrsta atriðið, og svo sýndi ég lionum sápustykk- Frli. á bls. 154.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.