Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 9
heimilisblaðið 137 Dagmar Brock-Urne LÆKNING FYRIR BÆN \ seinni tímum koma margar góð- ar greinar í blöðunum um lækn- *ngu fyrir bæn. Ég man sérstaklega eftir einni slíkri grein, sem bar vott um trú °g kærleika; þegar ég var búinn a® lesa liana, þá sat ég lengi og Éugsaði og undarlega angurvær hugs- Un fyllti huga minn. Var það kraft- Ur mannsins í bæninni, 6em úrslit- um réð eða var það Guðs vilji? Ér því ekki alltaf svo varið, að það verður, sem vill? Að svo búnu tók ég að hugsa til Éinna mörgu, sem hrópa til Guðs 1 örvæntingarofboði sakir innilegr- ar sorgar út af ástvinum sínum, Sem bera ef til vill á sér dauða- uterkin. Hversu oft má þeirn finn- ast þeir vera settir til hliðar. Þeir Éiðja þó á sama hátt í sömu trú. Trúin er fólgin í bæninni sjálfri. Þeim finnst, ef til vill, að bænin Éljóti að ná inn að hjarta Guðs. t’eir lögðu björtu sín og sálir fyrir ffaman altari Drottins. En þrátt fyfir það — bæn mannsins gat ekki Éaggað vilja Guðs. En trúið mér, Éann heyrði bænina samt, þó hann ,oeki ástvininn frá þeim. f fyrslu sorg vorri stönduni vér raðþrota og valtir og stundum ef ‘il vill á báðum áttum í trúnni. Sárasta og þyngsta hugsunin brýzt UPP frá brjósti voru: „Hvers vegna Éeyrði Guð eklci bæn niína?“ Það eru svo margir, sem segja: „Við Éáðuin og fengum ekki“. Við liinir Éáðum líka, en báðum við ekki nóg? Trúðum við ekki nóg? Eða hefur Guð yfirgefið oss? Og inni 1 grátkvaldri sálinni rísa spurning- arnar og heimta svar. Hér ríður á að geta sagt: Verði þitin vilji. Þá verður það léttbær- ara, því að trúin á kærleika Guðs 6,endur ofar vilja voruin og skyn- 8emi, sem aldrei geta gripið eða 8kilið vegu Guðs. Mig langar til að segja frá smá- alviki alsönnu. Kona ein barðist í bæn og trú, en varð að missa mik- ils; en fyrir sorgina fékk hún samt sem áður að sannreyna, að kristna trúin er sígræn grein, sem aldrei visnar. — — — AÐ var ung kona, sem lifði svo farsælu lífi, að á hverjum degi varð hún að fórna höndum og þakka fyrir lífið. Þá kom það fyrir að maður henn- ar lagðist veikur. Það var fyrsta skýið, sem skyggði á heiðríkan himininn hennar. Hún lokaði að sér og bað innilega og guðræki- lega. Hún lagði allt fram fyrir Guð í barnslegu trausti. Manni sín- um unni hún öðrum framar. En tíminn leið og manni hennar þyngdi, og loks varð hún að fara með hann erfiðan veg á taugalækningastofu. Sorgin hélt innreið sína á heimilið hennar, þung og óhuggandi. Var Guð þá alveg búinn að yfirgefa hana? Þá komu henni allt í einu í hug þessi indælu orð: „Ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt“. Þessi orð frelsarans hugguðu liina ungu sál hennar og hún bar sorg sína, eins og henni var úthlutað. Hún þurfti að fara langa leið og erfiða til að heimsækja mann sinn. Hún sá hann sitja fyrir innan gluggann og hann bauð hana guð- vclkomna, þegar hún kom inn til hans, og er hún fór, kvaddi hann hana ástúðlega. Á leiðinni heim var andlit hans á bak við gluggann allt- af fyrir hugskotssjónum hennar og hún andvarpaði: Hvers vegna? Hvers vegna? Einn daginn kom yfirlæknirinn og sagði henni, að maður hennar gæti aldrei komið út framar eða orðið heill heilsu. Þá brosti hún og læknirinn horfði undrandi á hana. Var þetta nokkuð broslegt? „Já, ég brosi, læknir, því að það er mín trú, að maðurinn minn kom- ist út héðan“. Hún hélt heimleiðis. En er hún gekk frá lækningastofunni gegnum skóginn, þá fannst hcnni eklcert alt- ari vera fegurra en altari náttúrunn- ar. Þarna var Drottinn í nánd. Bæn- irnar, sem hún bað þarna úti, voru bæði innilegar og guðrækilegar. Það var eins og hugmyndir trúarinnar og vonarinnar gerðu hana styrka og heilbrigða í anda. — — — AÐ var orðið skamint til jóla. Þessi mikla hátið hófst nú á svo mörgum heimilum. Hún sat ein heima með Iitlu börnin þeirra þrjú og hugsaði til hans, sem einn var fjarverandi og varð nú að fara á mis við heimilisgleðina. Þyngst varð henni að ganga í kringum jólatréð með börnin sín og syngja með þeim jólasálmana. Skyldi hann ekki fá að heyra einn einasta söng, sem unni allri sönglist hugástum og heimilinu sínu þó mcst af öllu? Þegar búið var að slökkva Ijósin á trénu og börnin lögzt til svefns, þá lá hún lengi vakandi og hugs- andi. Þetta var jólanóttin — nótt- in helga. Hún bað bænir sínar inn í bátíðina hljóðlega, hátíðina, sem gaf lífsins bezta hnoss. En i gegn- um bænina heyrði hún þessi orð, eins og undirrödd: „Ekki eins og ég vil, heldur eins og þú vilt“. Nú rann upp nýársdagurinn. Nú vildi hún fara og óska manni sín- um gleðilegs nýárs. Henni fannsl vera svo undursamlegt yfir þessum degi, hjartað barðist henni í brjósti. Það var eins og citthvað kynlegt myndi koma fyrir. Þegar hún kom að hliði lækn- ingastofunnar, þá mætti hún lækn- inum og hann leit djúpt inn í augu hennar með glöðu brosi. Hann hafði alltaf kcnnt í brjósti um hina barnslegu ungu konu í hjarla- sorg hennar. „Jæja, frú“, sagði hann. „Stjórn- arnefndin hérna hefur ákveðið, að þér takið manninn yðar heim með yður“. Þá ómaði fagnaðarsöngurinn í hjarta hennar. Það var eins og hii .-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.