Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 12
140 HEIMILISBLAÐIÐ Hye skaðlegar eru Aöllum öldurn í sögu mannkyns- ins hafa nýjar venjur myndazt og horfið aftur. En sjaldan hefur nokkur tízkufaraldur gripið eins um sig í heiminum og sígarettureyking- ar. Alls staðar eru sígarettur í tizku, og við vitum ekki ennþá, hvaða ahrif þær kunna að hafa. Hvaða efni inniheldur sígar.ettu- reykurinn? Hann inniheldur margs konar efni, en tvö þeirra eru skað- leg. Þau eru tjöruefni, sem aðal- lega hefur áhrif á öndunarfærin, og nikótín. Nikótín er þýðingarmesta efnið í tóbaksjurtinni. Það er það, sem ger- ir tóbak að tóbaki. Þegar reykt er, fer mest af nikó- tíninu út í loftið. Um það bil þriðjungurinn fcr inn um munninn og niður i lungun. Einn fimmti af þvi, sem í lungun fer, síast inn í vefi þeirra. Vindill jafnast á við fjórar til fimm sígarettur, en úr pípu fæst ofurlítið meira nikótín en úr vindli. Eftir því sem bruninn er heitari, því meira nikótín fer inn í líkam- ann. Og reyki menn „sterkt", sem kallað er, verður nikótínið meira. Og því nær sem kemur endanuin á síg- arcttunni, því meira verður eitrið, því hann hefur sogað í sig og síað nokkuð af nikótíninu frá byrjun. Hreint nikótín er sterkt eitur. Sé dropa af því hellt á hörund kaninu, fær hún þegar flog. Væri nikótínmagni úr tveim vindlingum dælt inn i œð á manni, mundi hann deyja samstundis. Sá, sem reykir tuttugu sígarettur daglega, fær í sig fjögur hundruð milli- grömm af nikótíni á viku. En væri slíkum skammti dælt inn í reyk- ingamann, mundi hann deyja þegar í stað. í verksmiðjum, þar sem framleitt er skordýraeitur með nikótíni, kem- ur fyrir að menn fá eitrun af því. Einhverju sinni skeði það, að verka- inaður, sem sat í stól við vinnu sina, féll allt í einu á gólfið hel- sígarettureykingar? blár í framan og lá sem dauður væri. Stólsetan var íhvolf og hafði dropið á hana dálítið nikótín. Mað- urinn var fluttur á sjúkrahús í mesta flýti, og raknaði hann fljótt við, eins og menn gera eftir lítils hátt- ar nikótineitrun. Hvarf hann síðan aftur til vinnu sinnar, en þegar hann fór í vinnubuxurnar, scm voru að vísu votar af nikótíneitri, skall hann endilangur á gólfið og varð • að lífga hann við á ný. Það er augljóst, að nikótín er baneitrað. Hvernig mun þá standa á því, að menn skuli ekki deyja af reykingum? Því er þannig varið, að mannslíkaininn er þannig úr garði gerður, að hann getur þolað og vanizt stórum skömmtum af eitri, og svo einnig sökum þess, að magn það, sem sogast inn með reyknum, er ekki nægilega mikið. Erta sígarettur kverkarnar? Lækna greinir á um það. Enginn læknir mun þó vera á þeirri skoðun, að reykingar mýki kverkarnar. Sá, sem reykir sígarettupakka á dag, fær í sig 840 fersentimetra af tóbakssósu um árið. Það jafngildir einum lítra af tóbakssósu, er inni- heldur „benzopyrene". Þegar tóbaksreyk er blásið i gegn- um vasaklút, koma á hann mórauð- ir blettir. Blettirnir stafa ekki af nikótini, því það er litlaust. Það er tjöruefni, líkt og sót, sem sezt í reykháfa. Ýmsir læknar álíta að- alefni þess vera „benzopyrene“. Að dómi inargra lækna er það fremur ertandi en eitrað og telja þeir það miklu hættulegra miklum reykinga- mönnum en nikótín. Sérfræðingur við háskólann i Washington, dr. Arthur W. Proetz, álítur, að meira máli skipti, hvernig maður reyki, en hvað maður reyki. Aðalatriðið er, hvort reykurinn er soginn djúpt niður í lungun ótt og tílt eða á löngum tíma. Dr. Flinn í New York skoðaði hundrað menn, sem reyktu hver um sig tuttugu og átta sígarettur til jafnaðar á dag. Af þeim voru sjötíu og Þr,r með slænisku í hálsi, sextíu og se* með hósta og sjö með ertingu 1 tungunni. Dr. Myers í Kansas City segir: „Nikótín ertir slímhimnur öndunarfæranna, en tóbakssósa er þeim skaðleg". Ýinsir læknar vilja ekki halda þessu fast fram. Þe,r eru þó sammála um, að hætt se við ertingu í öndunarfærunum, Þe8' ar reykt sé „sterkt", því reykur- inn, sem í munninn fer, sé þá BV0 heitur. Þeir, sem reykja að s’að- aldri, hafa þó oft óþægindi í háls* inum og reyna því oft að brcyta til um tegundir, til þess að losns við hin óþægilegu áhrif. Hafa reykingar áhrif á maga °8 ineltingu? Reykingamenn hafa ve tl því athygli, að sultartilfinning hveff' ur, þegar þeir reykja. Þetta er e°F in blekking. Sultartilfinning stafar af því, að maginn dregst samaUi en reykingar koma i veg fyrir þann kipring. Því er það, að reykinear draga úr matarlystinni. Er þá h*11 við, að maðurinn borði ekki mns vel og hann þarf. Ýmis óþægindi í meltingarf®r unum batna, þegar menn hætta a< reyk:a. Of miklar reykingar 6eta orsakað magabólgu. Yfirleitt er álitið, að reykingar minnki þol manna. Tvö þúsun menn voru athugaðir á herskóla e,n um í Englandi og voru þeir flokk aðir niður eftir því, hvort Þe,r reyktu mikið eða lítið eða ekkcrt- Á hverju ári fara þarna fram vl®a vangshlaup og var árangurinn sá, að þeir, sem reyktu ekki, stóðu sig bezt. Þeir voru að tölu átján af hundraði og tóku þó forustuna að einum þriðja og aðeins sjöunda hluta af þeim, sem síðastir voru. Af miklum reykingamönnum vuru 9% með þeim síðustu, en aðeins 5% með þeim fyrstu. Skólapiltar, sem reykja ekki, vaxa meira og þyngjast en þeir, sem reykja. Þannig er að minnsta kosti reynslan. Lungnaþol þeirra eykst einnig meira. Brjóstmælingar pilta í Yaleháskólanum sýndu, að giW' leiki brjóstkassans jókst 77% me.ra hjá þeim, sem ekki reyktu og hækk- Frh. á bls. 153.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.