Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 15
heimilisblaðið 143 bakkanum. Tollbáturinn, sem einnig liafði sóttvarnareftir- litið um borS, kom strax til þess að rannsaka, hvort þeir væru með gulu veikina eða annan smitandi sjúkdóm. Car- tick beyrði negrana, er sátu undir árum, vera í áköfum saniræðum og benda í áttina til líkamanna þriggja í brand- siglunni. Hafnarvörðurinn, er sat fremst í tollbátnum, mætti augnaráði Carricks. — Þokkalegt athæfi! sagði hann og kinkaði kolli. Ég liafði grun um, að það væri ekki allt í sómanum hér um korð. Þið láguð hér í þrjár vikur og voruð út úr drukkn- lr á hverjum degi. Þegar þið siglduð béðan aðeins með kjöl- festu, sagði ég við sjálfan mig, að [)að væri ekki allt eins og það ætti að vera .. . ■— Hvers vegna létuð þér þá ekki fara fram rannsókn °g létuð handtaka okkur? spurði Carrick ergilegur. -— Rannsókn og liandtöku? endurtók hafnarvörðurinn. En hamingjan góða, mér barst engin ákæra ...! En það færi hetur, að þ ér iðrist ekki eftir þetla, skipstjóri, Vitið þér, kver hann er, þessi í flauels- Jakkanum? Hann er af Raoul Calvez ættinni. En hvers vegna eru þeir svona ... ? — Spyrjið liákarlana, svar- a3i Carrick stuttlega. ^JARRICK hafði óttazt, að Elísabet og faðir hennar kæmu niður að hafnarbakk- anum, til þess að taka á móti skipinu með hinn dýrmæta farm. Strax og tollbáturinn var farinn með dauðu ræn- ingjana, gaf hann skipun um, að skipsbátur skyldi settur á flot. Hann varð að taka á allri stillingu sinni, svo að ekki bæri á, hversu mjög hann kenndi til í sárinu, um leið og hann renndi sér niður í bátinn. Á leiðinni fór hann framhjá pramma með umboðsmanni d’Ivres um borð. Hann átti að hafa yfirumsjón með upp- skipun vörunnar. Carrick stökk í land og ýtti gamalli kerlingu til hliðar, er hafði gripið í handlegg lians og beðið um ölmusu. Stelpa í skræpóttum fötum kallaði til sjómannanna: — Halló, piltar — það er allt fyrsta flokks hjá okkur! Báðum megin við liafnar- bakkann voru nokkur skip, þar sem frumlegar sýningar fóru fram á þilfarinu. Stúlk- urnar, er bjuggu um borð, höfðu tekið dýnurnar neðan úr hitasvækjunni í káetunum og breitt þær á þilfarið. Hér skemmtu þær sér með við- skiptavinum sínum, er voru meira og minna ölvaðir, en þeir karlmenn, er voru lausir og liðugir, kölluðu til kvenn- anna ruddalegum orðum. Það var frá nokkrum þessara skipa, sem Raoul Galvez fékk hluta af tekjum sínum, en stéttar- bræður lians afsökuðu liann á þeim forsendum, að stúlk- urnar þyrftu einhvers staðar að vera, og Kreólarnir álitu, að ef þær ættu að greiða leigu, gætu peningarnir alveg eins runnið til Galvez og til ein- hvers glænefja Ameríkumanns. Margir Kreólar af aðalsætt- um höfðu verið svo skynsamir, að láta ekki af hendi eignir sínar við höfnina, jafnvel þótt Ameríkumenn byðu liátt í þær. Nú gátu þeir gortað af því, að þeir stigju aldrei fæti sínum í það hverfi, sem Ame- ríkúmenn bjuggu í, en þó fengu þeir feikimiklar leigu- upphæðir, sem umboðsmenn þéirra innheimtu fyrir þá. Gat- an, sem lá meðfram hafnar- bakkanum, hét Tchoupitoulas. Sumarið liafði verið þurrviðra- samt, enda þyrlaðist rykið um- liverfis Carrick í þéttum skýj- um, þegar hann gekk niður götuna. Götusalarnir buðu með hásri röddu vörur sínar, og í búðardyrunum stóðu mang- ararnir, bæði til að hafa auga með vörum þeim, er þeir höfðu stillt úl fyrir framan búðirnar, og eins til að ginna viðskiptavini inn. Carrick liraðaði sér framhjá þeim öllum án þess svo mikið sem að- líta á þær. Hann var ekki sérstaklega hár, og liann var langt frá því að vera laglegur maður, og þó var eitthvað það við liann, er fékk konur til að liorfa á eftir honum, og kom öðrum mönnum til þess að finnast þeir vera litlir og lítil- fjörlegir. Fallegar stúlkur köll- uðu til hans uppörvandi orð- um út úr veitingaliúsunum, og feit og hrukkótt maddama, er stóð úti við glugga og reyndi að vekja athygli hans á sér, hafði sýnilega vonazt eftir efnuðum viðskiptamanni í liið glaðværa hús sitt, þar sem liópur af hofgyðjum gleð- innar voru reiðubúnar til að skemmta honum.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.