Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 23
HEIMILISBLAÐIÐ 151 mddi liann sér braut til böð- ulsins, er hliðar. vék skelfdur til — En, monsieur, stamaði hann, ég mína ... geri bara skyldu Carrick setti fingurinn á frikkinn, en skotið reið ekki af. Án þess að sýna á sér bilbug stökk hann upp á pall- inn, og með einu böggi hrakti bann böðulinn í burtu af pall- inum. Hundingjamir tveir voru lagðir á flótta; böðullinn reyndi að rísa á fætur, en Carrick sté fljótlega ofan á háls honum, svo að andlit hans marðist við gólfið. Carrick skar rösklega á reipið, er ves- alings fanginn var bundinn með. Síðan fór liann úr frakk- anum og vafði honum yfir um hana til þess að skýla nekt hennar. Carrick sneri sér að upp- boðshaldaranum, er skalf af hræðslu, og spurði: — Fyrir hvaða verð mundi hún hafa farið . . . ? — Sjö hundruð — átta hundruð — ég veit það ekki ákveðið, tautaði maðurinn dauðhræddur. Með þeirri hendi, er laus var, tók Carrick upp leður- pyngju, er var þung af gull- peningum. Hann henti tíu peningum á borðið fyrir fram- an uppboðshaldarann. — Gefið mér kvittun, sagði hann skipandi röddu. — Já, en — hún átti — hún hefnr ekki verið, pípti maðurinn. Carrick sneri sér að stúlk- unni og spurði liana að heiti, en luin gat engu orði komið upp, svo að hann tók spjald- ið, sem böðullinn hafði lesið upp. — Skrifið þá! skipaði Carr- ick. John Carrick liefur keypt stúlkuna Rafaelu d’Arendel fyrir þúsund dollara í gulli . . . — Já, já, herra, ég skrifa. allt hvað ég get . . . Það leit út fyrir, að frétt- in hefði borizt um göturnar, því fleira fólk hafði hópazt utan um gapastokkinn til að sjá, hvað um væri að vera. Þegar uppboðshaldarinn hafði skrifað kvittunina, rélti hann Carrick hana, er heimtaði að hún væri undirskrifuð. -— Ég — ég set ahlrei nafn mitt undir kaupnótu yfir negra, sagði uppboðshaldarinn. Merki mitt getið þér fengið, herra .. . Hann l)jó sig undir að krossa á nótuna, þegar mað- ur nokkur, er stóð í fremstu röð, sagði á ágætri ensku, er bar þó greinilegan franskan hreim: — Lofið mér að skrifa nafn mitt á skjalið. Það er sönn- un þess, að ég sá yður greiða fyrir stúlkuna, herra . . . Carrick virti fyrir sér grönnu, sterklegu liöndina, er skrifaði nafnið. Svo stakk liann kvittuninni kæruleysis- lega í vasann. Mannfjöldinn vék lil hliðar, þegar liann tók í hönd Rafa- elu og leiddi hana niður af pallinum. Og fólkið horfði á eftir honum, þegar hann ásamt stúlkunni yfirgaf þennan óhugnanlega stað. Böðullinn stóð og bölsót- aðist yfir, að fórnardýr hans skvldi hafa sloppið frá hon- um. Hann æpti og hrópaði og bað fólk að stöðva Carr- ick og stúlkuna, en Kreólam- ir, er voru í meiri hluta, brostu kuldalega. Þeir vom álíka fiisir til að veita ame- rískum böðli aðstoð sína og amerískum skipstjóra. Þeir létu því málið algerlega hlut- laust. — Þessa leið, herra skip- stjóri, lieyrðist kallað út úr stórum vagni, er stóð þar rétt hjá. Markgreifafrúin sat alein inni í vagninum, sem fjórir svartir hestar voru spenntir fyrir. Einkennisbúinn negri hélt vagndyrunum opnum, og Carrick hjálpaði Rafaelu inn og fór síðan sjálfur á eftir. Þau höfðu ekið góðan spöl, þegar Rafaela þorði að líta upp. — Vertu róleg, barnið mitt, sagði markgreifafrúin bros- andi, þú ert iir allri hættu núna. — Þökk fyrir, mademoiselle, hvíslaði Rafaela. — Hún lítur ekki illa út, hélt markgreifafriiin áfram og horfði á Carrick, ég gæti vel hugsað mér að kaupa liana af yður, skipstjóri. Ég er lengi búin að leita að stúlku eins og henni. — Hún er ekki til sölu, sagði Carrick. Rafaela horfði á liann með undarlegum glampa í grábrún- um, tárvoluin augunuin. — Hvers vegna ætti ég að bjarga henni úr einu ólán- inu til þess að henda henni út í annað? liélt liann áfram hvössum rómi. Mér er Ijóst, að þér leitist alltaf við að liafa tuttugu fallegustu stúlk-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.