Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 161 verðskuldaði annað, en í bezta lagi meðaumkunarsama fvrir- litningu — og að sjálfsögðu grimmdarfulla ofsókn og út- rýmingu. Og samt fullyrðir postulinn: „og trú vor, hún er siguraflið, sem hefur sigr- að heiminn“. Og nokkrum áratugum — mannsöldrum — eftir andlát Jóhannesar postula — eða um ár 170 e. Kr., skrifaði plat- onski fjölfræðingurinn Celsus á ofsóknarárum Marcusar Aurelíusar — hið fræga árás- arrit sitt: Aleþes logos — hið sanna orð — á kristindóminn. Rit þetta er glatað, en af varnarriti Origenesar má ráða, að Celsus hafi safnað þarna saman á einn stað svo mörg- um viturlegum og siðfræðileg- um sönnunum gegn kristin- dómnum, háði og fyrirlitn- ingu, að mörgum hinum rót- tækustu menntamálarithöfund- um og frægustu — um síð- ustu aldamót og fram til síð- ustu trúmálasennu háskóla ís- lands — hefur fallið allur ket- ill í eld, og andvarpað yfir því, að mannleg skynsemi væri dauðans umkomulítil í veröld, þar sem nær allri hugsanlegri brjálsemi og forsmán kristin- dómsins, sem mögulegt var að tína til, liefði verið teflt fram gegn honum, strax í lok fyrstu aldarinnar, og það síendur- tekið í 18 til 19 aldir — og árangurinn af öllu þessu liefði orðið svo eymdarlegur, að spádómur Celsusar um að þessi trú vor — liinna fyrstu kristnu maura og maðka — þessi óvísindalega, ofsalega hjátrú, myndi aldrei ná nokk- urri útbreiðslu, hvað þá halda lífi og verða alheimstrú — að spádómur Celsusar hefði orðið svo átakanlega til skammar. Og engu minni at- hygli og undrun mætti það vekja, að þessi Jóhannesar trú vor skyldi árið 1950 hlaupa svo átakanlega í taugarnar á mætum og mikilhæfum lækna- prófessor við háskóla Islands, eins og raun bar vitni, en jafnframt gerbreyta heims- frægum embættisbróður hans, læknaritliöfundinum, A. J. Cronin — áður yfirlýstum agnostiker — í lieitan, al- vörugefinn og harðskeyttan trú- mann. Sannleikurinn og leyndar- dómurinn í jólabarnstrúnni, trúnni, sem postulinn nefnir „trú vora“, liggur alls ekki í því, að hún sé „trú vor“ — eins og það er almennt skilið. Postulinn á alls ekki við það, að hann hafi sjálfur fundið þessa trú. Hann á ein- ungis við staðreyndir, sem hann hefur sjálfur reynt, horft á með eigin augum og þreif- að á. Gjöf, sem lionum og ver- öldinni var gefin. Boðskap og fyrirmæli, sem honum bar skylda til að kunngera og boða öðrum. „Það, sem við höfum séð og heyrt og reynt og þreifað á, það boðum við yður“. Hami vissi, að Kristur liafði upprisið frá dauðum. Hann var sama sinnis og Páll — að lifa var honum Krist- ur. Og Kristur lifði. Og af því að Kristur lifði, gat trú vor ekki dáið. Hún er Guðs gjöf, Guðs líf, Guð sjálfur í jólabarninu, Jesú Kristi, til vor mannanna. Þess vegna höldum vér heilög jól. Allar aðrar tilgátur, heim- speki og hugtakafræði — í stuttu máli, öll önnur trúar- slátta og trúarvalúta er — í augum postulans — ekkert annað en heimatilbúin, mann- leg framleiðsla úr misjafnlega vel unnu fálmi og vísindaleg- um tilraunuin að átta oss á jarðlífinu, umliverfi voru, líf- inu og tilgangi lífsins. Að vísu hetjulegar og mannlegar til- raunir til að skilja ráðgátur lífsins, ráða fram úr viðfangs- efni þess — og verða eins og Guð. En þessi viðleitni hefur aldrei sigrað lieiminn. Aldrei gert liann að þeirri paradís, þeirri Guðs veröld, sem hjörtu hinna beztu manna þrá. Þessi viðleitni mannanna hefur — undir stjóm og leiðsögn Guðs Anda — fært mannkyninu margan unað og mikil jarð- nesk gæði ,— auðgað og fegr- að jarðneskt mannlíf á marga lund — það ber að viður- kenna, meta og þakka — en í öllu þessu hefur veröldin notið jólabarnsins. „Smásveinn liefur gætt hennar“. En þessi mannlega viðleitni liefur samt ekki — eins og „vor trú“ — kristindómurinn — fært ver- öldinni þann frið á jörð, þá velþóknun Guðs og þá end- urlausn og fyrirgefning synd- anna, sem jólabamið, Sonur- inn, sem oss var gefinn, liinn undursamlegi ráðgjafi, hinn máttugi Guð, faðir eilífð- arinnar, friðarliöfðinginn, hef- ur veitt öllu mannkyni. Virð- um nú þetta fyrir oss um stund: Fyrir nálega 19 öldum stóð Hann á ströndinni við tiltölu- lega lítið vatn — ekki stærra

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.