Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 10
166 HEIMILISBLAÐIÐ herra Pa6tor á búgarðinum uppi á hæSinni um að kaupa af honum gæs, og liann hafði sagt, að hann skyldi sjá til hvað hann gæti. En hún hafði ekki þorað að spyrja liann, hvað hún mundi kosta, og það var atriði, sem olli henni miklum áhyggjum, þrátt fyrir hreystiyrði hennar. -— Mamma, getum við ekki skreytt jólatréð með einu enn- þá? spurði Eva, þegar skraut- ið liafði verið látið niður í kassann aftur. Gætum við ekki hengt jólasveininn upp í topp- inn á trénu? — Já, sagði Jim. Yið gæt- um bundið hann með segl- garni, og þá gæti liann ekki dottið. Margaret brosti og sagði, að hún skyldi sjá til. Þetta var kvöldið áður en slysið vildi til, því næsta morgun fór Francis að höggva tré fyrir Pastor. Tréð var fúnara við rætumar en hann hafði búizt við, svo að það féll fyrr en hann hafði ætlazt til og í aðra átt, og áður en Francis gat lilaupið undan varð hann undir einni greininni. Pastor hjó greinina af trénu, og einn manna hans ók strax til Hart- ford, til að sækja Soffe lækni. Pastor bar Francis, ásamt öðr- um manni, á tágabömm heim á búgarð sinn, og Margaret og Soffe læknir komu þangað samtímis. Francis hafði fulla meðvit- und, þótt hann þjáðist geysi- mikið, og hann rak upp kvala- óp, er Soffe læknir færði hann úr jakkanum og skyrtunni. Margaret grét, og Soffe skip- aði konunum, með óþýðri röddu að vanda, að hafa sig út úr herberginu. — Hann lifir þetta af, er það ekki? var það fyrsta, sem Margaret spurði lækninn, er hann að lokum kom fram í dagstofu Pastors. — Hann á eftir að lifa fjöldamörg ár ennþá, sagði læknirinn. Hann verður kom- inn á fætur aftur eftir einn mánuð. — Mánuð! sagði hún, og henni varð allt í einu hugsað til þess, sem fram undan var. Einu peningamir, sem þau mundu fá, yrðu samúðargjafir frá félögum hans, og hvemig átti fjölskyldan að komast af án þess að lenda aftur í skuld- um? Svo mundu þau skulda lækninum, og — henni datt það síðast í hug af öllu — hvað mundi verða úr hinum glæstu áformum þeirra viðvíkjandi jólunum? — Við verðum að koma honum á Ouseland-spítalann, sagði Soffe. Hann fær ágæta umönnun þar. Auk þess vildi ég geta liaft auga með honum í fáeina daga. — En livernig get ég þá heimsótt hann? — Guð minn góður, kona, spyrjið þér ekki svona hlægi- legra spurninga, svaraði hann. Vitið þér ekki, að það geng- ur þangað járnhrautarlest? Og svo eigið þið hestvagn. Það er bezt að heimsækja hann á þriðjudögum og fimmtudögum. Það, sem nú liggur fyrir, er að koma honum þangað. Þau fengu lánaðan lítinn vagn, og þegar leið á daginn var Francis fluttur til Ouse- land. Daginn eftir kom Soffe heim til Margaret í hestvagni sínum. Hún komst öll í upp- nám, þegar hún sá hann, en hann sagði henni, að hún þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Það væru brotin í honum rifbein, en liann hefði ekki lilotið nein meiðsli inn- vortis, sem ekki mundu jafna sig við livíldina. — Ætli hann geti verið kominn heim á jólunum? spurði hún. Ég er að liugsa um börnin, læknir. Það mundu ekki verða nein jól fyrir þau, ef pabbi þeirra væri ekki kom- inn heim. — Við skulum sjá til, sagði hann. Hún lierti upp liugann, til þess að geta minnzt á það, sem næst kom. — Og hvernig verður með borgunina til yðar, læknir? Þér verðið líklega að bíða einhvem tíma, því við liöf- um engar tekjur eins og er. Hann einblíndi á liana. — Ég man ekki betur en þér liafið alltaf borgað að und- anfömu. Og ég veit ekki bet- ur en þér séuð heiðarleg kona. Og hvers vegna eruð þér þá að koma með svona vitleysu? Hann bjó sig til ferðar, gremjulegur á svip. — Hvenær get ég farið að heimsækja hann, læknir? — Ég skal láta yður vita, sagði Iiann og fór við svo búið. Næstu dagana þjáðist Marg- aret af áhyggjum og ergelsi. Heimur hennar hafði allt í einu hrunið, og hún sá ekki fram á annað en viðurstyggi- lega skuldasöfnun. Hún hafði þegar orðið að fara auðmýkj- andi bónarferð til Grinters, en

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.