Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 167 þrátt fyrir það hafði hún aldrei verið ákveðnari í því en nú, að jól barnanna skyldu ekki verða fátæklegri en hún hafði vonglöð unnið að. En vegna áhyggjanna út af þessu öllu var hún orðin stutt í spuna og jafnvel hörkuleg við börnin, en þegar lienni var runnin reiðin, sem oft greip hana allt í einu, stundum vegna lítilfjörlegustu orsaka, gagntóku liana áhyggjur út af þessari heimskulegu vanstill- ingu sinni. Eins og til dæmis, þegar fauk í hana við Harry. Harry og Jim liöfðu verið mjög góðir drengir síðan faðir þeirra fór burtu; þeir sáu um að gefa uxunum tveimur, litu eftir hestinum, smáhestinum og loð- dýrunum, og leystu af hendi flest þau verk, sem faðir þeirra hafði unnið. Margaret hafði hælt þeim hvað eftir annað fyrir hve góðir drengir þeir væru, en samt liafði hún misst stjórn á sér við Harry. Það skeði daginn eftir að hún fór að heimsækja mann einn á Ouselandspítalann. Hann hafði verið glaður og roifur, og forstöðukonan hafði dáðst að hreysti hans og sagt henni í trúnaði, að það væru mestar líkur til þess, að liann yrði kominn heim fyrir jólin. Daginn eftir, að afloknum miðdegisverði, hafði Margaret farið út í smíðahúsið til að sækja eitthvað, og þar liafði hún rekizt á Harry við kyn- lega iðju. Hann var smáskrít- inn á milli og alltaf með nefið niðri í bókum, en þó hafði hann aldrei verið eins ein- kennilegur í háttalagi og núna. Hann hafði tekið postulíns- karlinn úr setustofunni og stillt honum upp á trédrumb. Hann hélt á einhverri bók í skrautlegri kápu, og þegar hún kom inn, sá hiin hann krjúpa á kné frammi fyrir karlinum og lúta höfði. Þegar hann varð hemiar var, rauk hann á fæt- ur, kafrjóður í andliti. — Hvað í ósköpunum ertu að gera, Harry? Skammastu þín ekki; þú hefur tekið líkn- eskið úr setustofunni! Eins oft og þér hefur verið harðbann- að það! Og hvað er þetta, sem þú ert að lesa? Það var ódýr „hrollvekja“, sem hann liafði keypt af Don- ald Pastor. Hún hét „Krafta- jötunninn og munkamir í Tíbet“, og á kápunni var mynd af líkneski, sem ekki var ósvip- að kínverska mandaríninum. Tíbetanskir munkar voru að hneigja sig fyrir líkneskinu, en kraftajötunninn og aðstoð- armaður hans vom á gægj- um bak við eina musterissúl- una. Margaret hrifsaði af lion- um bókina. — Hefur þér ekki verið margbannað að lesa svona vit- leysu ? Ekki veit ég, hvað hann faðir þinn mundi segja. Hann hörfaði undan, því annars hefði liann fengið löðr- ung. Síðan fór hann að út- skýra hátterni sitt fyrir lienni, þótt hún ætti erfitt með að skilja, lxver meining hans var. Hann sagði, að líkneskið í bókinni hefði verið eins kon- ar spásagnargoð, sem hefði svarað öllum spurningum munkanna, og hann hefði ekki gert aimað en reyna, hvort kínverski karlinn gæti líka svarað spumingum; hann hefði bara látið svo sem karl- inn væri í raun og vem jóla- sveinn, og liann hafði beðið hann að gefa sér vissan lilut í jólagjöf — góðan Sheffield- hníf með þremur blöðum og tappatogara, eins og þann, sem faðir Donalds hafði gefið hon- um í afmælisgjöf. — Aldrei hef ég heyrt annað eins bull og þetta, hafði Margaret sagt reiðilega. Komdu þér nú af stað í skól- ann, og láttu mig aldrei fram- ar lieyra svona lieimsku til þín. Daginn eftir var barið að dyrum, og þegar Margaret opnaði, stóð ókunnugur mað- ur úti fyrir. Hann reyndist vera einn af fomsölunum, sem öðm hvom lögðu leið sína um þorpin í Breckland. — Góðan daginn, frú. Eigið þér nokkra gamla stóla, mynd- ir eða postulínsmuni, sem þér munduð vilja selja? Ég borga hátt verð fyrir það sem ég kaupi. Hún ætlaði að svara eins og hún var vön, en þá datt lienni allt í einu annað í liug. — Ég á ekkert, sagði hún, nema lítið eitt af Wedgwood- postulínsmunum. Ég mundi nú samt ekki vilja selja þá alla, því að systir mín átti þá, svo að ég vildi gjarnan halda ein- hverju af því eftir. Hann beið í dagstofunni meðan hún sótti bolla og und- irskál. Hann hleypti brúnum, er hann leit á munina. — Hvað eigið þér mikið til af þessu? — Aðeins þrjá bolla og und- irskálar, þrjá kaffibolla og tvo

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.