Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 169 eftirvæntingaraugum á hann, og henni þyngdi um lijarta- ræturnar, er hann hleypti brúnum. — ÞaS gæti verið Ming, sagði liann, en liún liafði ekki hugmynd um, við hvað liann átti. Yilduð þér selja hann, ef hann væri einhvers virði? Ég gæti kannske fengið fimm pund fyrir liann. Margaret starði á hann, eins og hún tryði ekki sínum eig- in eyrum. — Ég fer til Londonar með konu minni á morgun, hélt hann áfram. Ég skal taka hann með mér og athuga, livað ég get gert fyrir yður. Hann var ekki fyrr farinn en hún tók að ásaka sig fyrir vandræðalegt stam sitt, er liún þakkaði honum fyrir, og dag- inn eftir var hún svo æst og utan við sig, að það var eins og hún hefði eintóma þumal- fingur. Um kvöldið gaf liún sér tíma til að skreppa til Pastors og minna hann á gæs- ina, en á heimleiðinni var hún skelfingu lostin yfir því sem liún hafði gert. Að hugsa sér, ef lækninum skyldi hafa skjátlazt, og karlinn væri einskis virði! Hvernig átti hún þá að borga gæsina? Og hvað mundi Cliarlie segja, þegar hann kæmist á snoðir um þetta? Og livernig mundi fara með aukaúttekt liennar í búð- inni? Þvílík heimska, að hafa gefið börnunum í skyn, að þau gætu haft jólaboð! Þegar ekki voru eftir nema þrír dagar til jóla, heyrði liún hestvagn læknisins nema stað- ar fyrir utan dyrnar, og hún fékk strax svo mikinn hjart- slátt, að hún var hræddust um, að það mundi líða yfir sig. En hún gleymdi því, er liún leysti af sér svuntuna, lagaði á sér liárið í snatri og hljóp til dyra, til að opna fyrir lækninum. — Datt í liug að líta inn og athuga, hvort þér væruð til- búin að taka á móti manninum yðar, sagði hann óþýðlega. Hún sagði honum, að allt væri tilbúið, en hún vissi ekki, að liann geymdi aðalerindið þangað til síðast af ásettu ráði. — Það er þá allt í lagi. Hann sneri til dyranna, en lét svo sem hann inyndi eftir ein- hverju. — Já, það var þessi postu- línskarl yðar. Ég seldi liann fyrir yður. — 0, læknir! Það var hið eina, sem hún sagði og liið eina, sem liún gat sagt. — Bezt að fá yður pening- ana, sagði liann, stakk hend- inni djúpt niður í vasa sinn og dró upp peningapyngju sína. Svo hikaði liann andar- tak. — Sögðum við ekki fimm pund ? — Jú, læknir. Ég á við, þér vonuðuð — — Jæja, við skulum sjá til, sagði hann og fór að tína gullpund upp úr pyngju sinni. Hann lagði þau hvert á fæt- ur öðru á hvítþvegið borðið. — Eitt, tvö, þrjú, fjögur, fimm. Hann þagnaði aftur, og það var glettnisglampi í sérkenni- legum, skásettum augum hans. — Og sex, sjö, átta, níu, tíu, ellefu, tólf. Margaret starði á hann með opinn munninn. Hún kafroðn- aði. Varir hennar titruðu, og allt í einu brast hún í grát. — 0, læknir! — Hver skrattinn er þetta, kona; þetta er ekkert til að gráta út af, sagði hann stygg- lega. Þér eigið þessa peninga sjálf. Takið þér við þeim og látið ekki þennan mann yðar klófesta þá. Margaret þurrkaði sér um augun, en tárin streymdu fram aftur, svo að hún sá aðeins í móðu, að hann nam staðar frammi við dymar. — Ég hélt eftir einu pundi, sagði hann. Þér þurfið því ekki að hafa áhyggjur út af neinum reikningi. Hann tuldraði einhverjar óskir um gleðileg jól, og svo luktust dyrnar á eftir lionum. Þegar Margaret hafði þurrk- að sér aftur um augun og var hlaupin fram að dymm, til að þakka honum fyrir, var vagninn þegar lagður af stað niður tröðina. Um kvöldið fór hún til bú- garðsins uppi á hæðinni og tók með sér eitt af hinum dýr- mætu gullpundum. — Hvað kostar gæsin, herra Pastor? Og livenær get ég fengið hana? — Ég held, að sjö shilling- ar og sex pence sé sanngjarnt verð, sagði liann. Ég skal senda yður hana í kvöld. Það er ágætur fugl, þótt ég segi sjálfur frá. Hún rétti honum gullpund- ið, en hann dró að sér liönd- ina. — Ég sagði, að sjö shill- ingar og sex pence væri sann- gjamt verð, sagði hann, en

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.