Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 14
170 HEIMILISBLAÐIÐ ég tek ekki við neinni borgun af yður. Þér hafið þó ekki haldið, að ég mundi taka við peningum af yður, eftir það sem skeð hefur? — En ég ætlaði ekki — — Ég veit, að þér ætluðuð ekki að gera það, sagði liann. En það eru til aðrir, sem ekki ætluðu heldur. Hafið þér sjálf peningana yðar, og kaupið yð- ur eitthvað til jólanna, sem þér hafið ætlað að neita yður um. Daginn eftir var meira að gera hjá Margaret en nokkru sinni áðúr, og það svo, að hún lét Evu ekki fara í skólann, svo að hún gæti látið hana hjálpa sér við verkin. Hún þurfti að baka sérstaklega góða jólaköku, smákökur og rúllu- tertur, og auk þess voru ótelj- andi smástörf, sem þurfti að gera, og þótt hún væri önn- um kafin við vinnuna, hugsaði hún um kraftaverkið, sem skeð hafði, og hvemig allt hafði snúizt til hins betra frá Iiinu verra. Hún brosti jafnvel, þeg- ar hún minntist þess, að Alice litla hafði verið að leika sér að postulínskarlinum rétt hjá aringrindinni, og liversu fegin hún hefði selt hann, ef Nor- wich-fomsalinn hefði séð hann og boðið henni tíu shillinga fyrir hann. Hún brosti líka, þegar henni varð hugsað til Harrys í smíðahúsinu, og liún liefði gjaman viljað vita, hvað hann mundi segja, þegar hann fyndi hinn langþráða hníf í jólasökknum sínum. Um kvöldið, þegar teílátin höfðu verið borin fram og bú- ið var að þvo upp, kom Jim inn með tréð, og þeir Harry fóru að skreyta herbergin með grenigreinum. Síðan var tréð skreytt líka og kertaklemm- urnar settar á greinarnar, og þegar öllum undirbúningi var lokið, var komið langt fram yfir venjulegan háttatíma barnanna. — En jólasveiuninn! sagði Eva allt í einu. Manstu ekki eftir því, mamma? Þú sagðir, að við mættum hengja hann upp í toppinn á trénu. Hún var komin liálfa leið að dymm setustofunnar, þegar Margaret kallaði í hana. — J ólasveinninn er þarna ekki, sagði liún. Hann er far- inn. Ég skal segja þér frá því einhvemtíma áður en langt um líður. — Ó, mamma! Það var engu líkara en Eva ætlaði að fara að gráta. Meira að segja Harry starði á þær. — Var hann nokkur jóla- sveinn í raun og veru, mamma? sagði Jim með þýð- ingarmiklum svip. Var hann ekki bara gamalt stofustáss úr postulíni? — Kannske hefur hann ver- ið það og kannske ekki, sagði Margaret þýðlega. En ég mun alltaf minnast lians sem jóla- sveins. Það munu Harry og Eva líka gera. Minnast hans sem jólasveinsins, sem færir okkur gjafirnar. Og gleymið því ekki, að það era til alls konar jólasveinar. Einhvem- tíma mun ykkur sjálfum skilj- ast það. Það varð þögn, en svo fór Jim að hlæja. — Ég skil. Eins og Soffe læknir. Hann er gamall jóla- sveinn. JÓLALJÓÐ Nú fylking etigla flytur storú Guðs friðarboð og kœrlciksorð. í hjartans gleSi hugarklökk, þér hefjum, Jesú, lof og þökk. Þú áttir himins allan geim og allt á jörSu, vald og seim. En herrar auSs og aSalsdrótt þér úthýstu um kalda nótt. Ó, herra Jesú, herra minn, í hús mitt sértu velkominn, meS bljúgri lotning bústaS þér ég búiS hef í hjarta mér. í myrkri þreyja margir enn, hvert mun ei nóttin liSin senn. Veit mannkyn gjörvallt megi sjá þitt mikla IjðsiS hœSum frá. Þér, Jesú, fylgja ég vil æ á meSan hér ég dvalizt fœ. Þá lífs er dagur liSinn minn, mig leiS í dýrSarbúslaS þinn. Brynjólfur Bjarnason frá NorSfirSi. —• Já, sagði Margaret og bætti svo við, eins og við sjálfa sig: Jafnvel Soffe læknir á það til, að taka stundum að sér hlutverk jólasveinsins.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.