Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 17
HEIMILISBLAÐIÐ 173 alfaravegur fjár- og geitahirða. Um það bil miðja vegu í dalnum liggur stígurinn frá öðrum vegg lians yfir að hin- um — og einmitt þar liggur þriggja metra djúp sprunga þvert yfir dalhotninn. Barm- ar sprungu þessarar eru mis- háir, svo að nemur um það bil hálfum metra, og þama verða kindurnar að stökkva yfir. Hirðirinn stendur þá á barmi sprungunnar, og lokkar eða þvingar kindumar til að stökkva. Ef einhverri kindinni skrikar fótur eða hún dettur niður í sprunguna, kemur hinn langi hirðisstafur hans í góðar þarfir. Hann krækir hinum bogna enda stafsins um háls eða bringu kindarinnar og lyftir henni óskaddaðri upp úr sprungunni. Ef stafur hans er af hinni nýrri gerð, með litlum krók á endanum, krækir hann lionum um fót kindarinnar og lyftir henni þannig upp. Víða liggja villiliundar í leyni þar sem skuggsælt er og bíða eftir bráð. Það er ekki ótítt, að forystukindin rekist allt í einu á einhvern þessara hunda, þegar hópurinn er kominn áleiðis inn í dalinn. Þar sem kindin getur ekki snúið við, rekur hún upp skelfingu lostið jarm og kallar þannig á fjárhirðinn. Hann er snillingur í að beita staf sín- um, og hann skýtur honum tafarlaust að liundinum af svo miklu afli, að hann hrapar niður í þá glufu, sem næst er, og bíður hana. Kindurnar vita því, að þær þurfa ekki að óttast neitt illt í Dal dauða- skuggans, því hirðir þeirra er með þeim, og hann hjálpar þeim og verndar þær“. Þú býrS mér borS frammi fyrir fjendum mínum — „Auðskilið er, hvað Davíð á við í þessu versi, ef maður er kunnugur beitilöndunum í Landinu helga“, segir D’Alf- onso. „Þar sprettur mesti sæg- ur eitraðra jurta, sem geta verið banvænar fyrir kindum- ar, og fjárhirðirinn verður því stöðugt að vera á verði gegn þeim fyrst á vorin. Þegar liann rekst á eiturjurtir þessar, tek- ur hann haka sinn og grefur þær upp með rótum. Hann leggur þær jurtir, sem hann liefur upprætt, í smáhlóðir. Sumar þeirra em lilaðnar af hirðum á dögum Gamla testa- mentisins. Að morgni era jurt- imar orðnar það þurrar, að hann getur brennt þær. Með- an hann vinnur að þessu, beit- ir hann kindunum þar sem liinar eitruðu jurtir hafa þeg- ar verið upprættar, og þar bítur hjörðin í ró og næði — frammi fyrir fjendum sín- um, hinum eitmðu jurtum, dauðum“. — þú smyr höfuS mitt meS olíu; bikar minn er barmafullur. „Hjá öllum nátthögum er stór leirskál með olívuolíu og djúp steinkrús með vatni. Þegar kindurnar koma heim að kvöldi, em þær reknar að liliði nátthagans. Fjárhirðirinn leggur staf sinn þvert á milli hliðstólpanna, svo að ekki kemst nema ein kind inn í einu. Kindumar halda síðan inn hver á eftir aðra, og hirð- irinn gefur hverri þeirra nán- ar gætur, til að ganga úr skugga um, ^ivort þymar eða flísar hafi festst í höfði þeirra og hvort augu þeirra séu bólg- in eftir ryk eða rispUr. Ef svo stendur á, lætur liann staf- inn falla niður á bak kindar- innar, og gengur hún þá út úr röðinni. Fjárhirðirinn hreinsar vand- lega öll sár kindanna og ber að því loknu á þau olívuolíu með hendinni. Loks dýfir hami stóram bikar niður í svalandi vatnið, og þegar hann tekur bikarinn upp úr því, er hann svo fullur að vatnið flóir út yfir barmana. Ef kindin hef- ur hitasótt, stingur hún höfð- inu upp að augum niður í vatnið og drekkur þangað til lnin hefur að fullu slökkt þorsta sinn. Þegar allar kindurnar em lagztar til hvíldar, leggur hirð- irinn staf sinn á jörðina við hlið sér, til þess að hann sé við höndina, ef hann skyldi þurfa að grípa til lians að nóttinni hjörðinni til varnar. Síðan vefur hann þykku ull- arteppi sínu utan um sig, leggst til livíldar við nátthaga- hliðið og snýr sér að hjörð- inni. Það er því sízt að furða“, lauk D’Alfonso máli sínu, „þótt kindumar segi við sjálf- ar sig í rökkrinu, er hirðir- inn hefur annazt þær og vemdað með slíkri natni, eitt- hvað á þá leið, sem Davíð hefur sagt í þessum ljóðlín- um: Já, gæfa og náS fylgja mér alla œfidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa œfi“. (Stytt úr National Wool Grower).

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.