Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 20
176 HEIMILISBLAÐIÐ ið fyrir — eða ástæður, sem valda því, að maður vilji gjarna þekkja einhvem mann fullkomlega — svona út í æsar. Málið er þannig vaxið, að þér gerðuð mér greiða með því að segja mér hreinskilnis- lega ævisögu yðar. Vitanlega veit ég ekki, hvort þér berið slíkt traust til mín — eða kærið yður um að vera í slíku trúnaðarsambandi við mig, að þér séuð fús til að ræða í ein- lægni og hreinskilni um líf yð- ar. Leyfið mér því að taka það aftur fram, að þetta er engin skipun, lieldur aðeins tilmæli. Axel Kruse var næstum því hniginn niður. Hann sat álút- ur og spennti greipar þétt um kné sér. Hugsanir lians vom allar á bráðri ringulreið. En eitt var honum ljóst, að húsbóndi hans lilyti að vita allt — það hlaut að vera eina skýringin á þessum einkenni- legu tilmælum. Og það gat ekki þýtt neitt annað en það, að allt var glatað, staðan, mannorð hans, hamingja hans — allt. Og hugurinn reikaði víðar. En í æðisgengnu reiki sínu náði liann loks til yztu stöðv- anna — hinna miklu, eilífu livíldarstöðva trúaðra hjartna. — Guðs. Jafnskjótt streymdi þá eins og hitabylgja um líkama Axels Krase, og bylgjurót lijartans lægði. — Guð hjálpræðis míns, hvíslaði liann, þegar ég á þig að, er ekkert glatað, og sam- stundis tók hann ákvörðun sína. Hann ákvað að vera ein- lægur og skýra frá öllu eins og það var, hvað svo sem það kostaði. Hann rétti úr sér, leit í augu húsbónda síns og mælti: — Herra etatsráð, ég veit skiljanlega ekki, hvers vegna þér mælizt til þess ama við mig, — og á svona hátíðleg- an hátt, en þér, sem hafið veitt mér mestu trúnaðarstöð- una í fyrirtæki yðar, og að öðru leyti sýnt mér mikið traust og velvild, eigið auð- vitað fullan rétt til að þekkja mig fullkomlega. Ég skal þá verða við tilmælum yðar hreinskilnislega og í fullri ein- lægni segja yður frá ævi minni. En þá verður konan mín líka að vera viðstödd. — Já, ég hef auðvitað ekk- ert á móti því. Krase sótti þá konu sína og bað Knút litla að fara inn í liina stofuna með dót sitt. Harriet heilsaði gestinum og settist síðan við saumaborð sitt. Hún leit undrandi frá einum til annars. Hvað átti þetta nú að þýða? Krase hóf þá máls: — Þegar þér, lierra etats- ráð, óskið eftir að kynnast fortíð minni nánar og hafið borið þá ósk fram í jafn óvenjulegu formi og þér gerð- uð, geri ég ráð fyrir að það snerti að einhverju leyti trún- aðarafstöðu yðar til mín; að þér, með þessum nánari kynn- um af mér og mínum hög- um, viljið komast að fullkom- inni niðurstöðu um það, livort þessi trúnaðarafstaða hvíli á öruggri undirstöðu og geti staðizt hverja raun. — Er þetta ekki rétt- tilgetið hjá mér? Ég get vel svarað því játandi, þó að ég með því segi ekkert um aðalorsökina til til- mæla minna, svaraði Gerner. — Af því verð ég að álykta, að þér aðeins viljið komast að raun um, hvort þeir at- burðir kunni að liafa gerzt í lífi mínu, sem yður væri ókunnugt um, en væra þess eðlis, að þeir mundu veikja traust yðar á mér, ef þér viss- uð um þá. Er þetta ekki rétt lijá mér? — Alveg hárrétt, svaraði Gerner og brá til hendinni því til áherzlu. Axel Kruse þagði stundar- kom og leit til konu sinnar, — leit í stóra, skæru augun, er hann eitt sinn hafði litið örlög sín í, og sem liann kunni að lesa úr hverja smá vís-. bendingu. Á þessari stundu las hann þar eindregið: Axel, segðu allt eins og er! Og hann hélt áfram máli sínu: — Það er þá bezt að segja það undir eins — hið þyngsta, sárasta og hræðilegasta, sem ég veit um — það, sem ég ætlaðist ekki til að kæmi fram af vöram mínum við neinn mann, nema einn — það er bezt að segja það umbúða- laust, kæri herra etátsráð — það er atburður í lífi mínu, reynsla, þannig vaxin, að liún getur veikt trúnaðartraust yð- ar til mín, já, og meira en það, fyrirgert því með öllu. Gerner hafði rétt sig upp í sæti sínu, laut síðan fram og starði á forstjóra sinn þannig, að undran hans leyndi sér ekki. En liann mælti ekki orð af munni. Axel draup höfði og andar- dráttur lians var eins og þung-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.