Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 24
180 HEIMILISBLAÐIÐ „Þeir eru til, sem þykir vænt um þig, þrátt fyrir allt“. Þegar ég kom niður í fang- elsisgarðinn daginn eftir, varð mér, eins og geta má nærri, fyrst litið upp í gluggann, sem ég fyrr nefndi. Hún stóð þar aftur og augu okkar mætt- ust, augu hennar sögðu liið sama og áður. Ég mundi ekk- ert eftir fangabúningnum né niðurlæging minni, mér fannst einhvern veginn eins og liin djúpa niðurlæging mín orsak- aði mildi augnanna, sem á mig liorfðu. Daginn eftir var hún þar ekki, en í gluggann hafði aft- ur á 'móti verið látið pappa- spjald og á það var ritað stór- um stöfum: MATT. 4, 4. Þér munuð geta því nærri, herra etatsráð, að hið fyrsta, sem ég gerði, þegar ég kom inn í klefann, var að fletta ■ upp í Biblíunni, og þar las ég: „Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur á sérhverju orði, sem fram gengur af Guðs muimi“. Ég get ekki sagt yður frá, ekki heldur lýst eða útskýrt fyrir yður, hvað gerðist innra með mér á þeirri stundu. Það getur enginn skilið, sem ekki hefur reynt það, hverja þýð- ingu orð frá Guði getur haft fyrir mannssál. Það var eins og rafmagnsstraumur færi um líkama minn; eins og öll ver- und mín væri hrist og liituð samtímis. Maðurinn lifir af sérhverju orði, sem fram geng- ur af Guðs munni. Lifir! — Hafði ég þá ekki lifað áður? Nei, ég sá það nú, — sá það eins og í einni sýn. Ég hafði aldrei lifað, því að ég hafði aldrei þekkt Guð og orð lians. Mér eru ekki ljósar tilfinn- ingar mínar á þessari stundu. Ég skildi heldur ekki þau um- skipti, sem á mér urðu, né livað ske mundi hér eftir. Ég vissi það eitt, að Guð var mér nálægur, að hann var hjá mér og umliverfis mig, alls staðar í þessum litla klefa. Ég leit í kringum mig. Mér virtist allt orðið nýtt, dýr- legt og hátíðlegt, — eins og klefinn væri orðinn að kon- ungshöll — af því að Guð var þar. Allt annað í þessum heimi var í þessari andrá orðið smá- vægilegt og fjarlægt. Meira að segja mildu augun uppi í glugganum. Þau voru eins og tvær stjörnur í órafjarlægð. Frá þessari stundu varð Guðs orð brauð mitt og fæða og líf — eilíft líf. Og má ég segja yður það, herra etatsráð, — hversu undursamleg bók Biblían er, er vér liöfum orð- ið hluttakar í anda þeim, sem hún er rituð af — og fáum, þess vegna, skilið liana — og tekið á móti lífi og krafti liennar. Þetta var fyrsta mót mitt við Guð, en ekki liið síðasta. Við, sem trúum, mætum Guði aldrei í síðasta sinn. Allt þetta var mér alger nýjung, eins og nýtt tungumál, sem ég var að byrja að stauta. Öll þessi mörgu orð og nöfn, sem ég að vísu liafði oft heyrt, en samt aldrei skilið, — réttlæti, friður, fyrirgefning syndanna, líf og gleði — og framar öllu öðru nafnið Jesús, öllum nöfn- um æðra, friðþægjarinn, frels- arinn, krossinn, blóðið, — allt þetta varð mér að sælum veru- leika, sem ég þekkti, af því að ég átti það og það var orðið lduti af veru minni. — En afbrot mitt! Það tvöfaldaðist, já, margfaldaðist í ljósi Guðs. En ég sá að friðþægt var fyrir það á krossinum með blóði lambsins, eins og alla aðra synd, — friðþægt og fyrirgefið og afmáð eins og þokuský -— með öllum afleiðingum þess. EGAR ég losnaði úr fang- elsinu var ég orðinn nýr maður. Þó að smánin fylgdi mér eins og laumu-vofa, hef ég samt reynt, að Guð getur umkringt oss á allar hliðar, svo að ekkert illt gæti nálg- azt oss. Kruse þagnaði, laut liöfði og grúfði andlitið í höndum sér. — En unga stúlkan — sáuð þér hana ekki oftar? spurði Gerner með sömu ótrufl- uðu róseminni. — Konan mín getur sagt frá því, svaraði Kruse stilli- lega. Gerner leit til frú Kruse og það lá við að hann fengi ofbirtu í augun af þeirri glóð, er stafaði úr stórum og skær- um augum hennar. Hann gaf henni merki með hendinni og hún hóf máls: — Já, ég get nú orðið stutt- orð. Etatsráðið hefur vafa- laust getið þess til, að stúlkan var ég. Ég var dóttir fanga- varðarins. Foreldrar mínir voru bæði trúuð og ég hafði snemma mætt frelsara mínum og gefið honurn lijarta mitt. Þegar maður er svo að segja

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.