Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 25
HEIMILISBLAÐIÐ 181 uppalin meðal fanga, lítur maður öðrum augum á fang- elsið og fangana en aðrir. Við sjáum þá í þjáningum þeirra og niðurlægingu, við sjáum baráttu þeirra og komumst að raun um, að fangavistin er ekki þeirra þyngsta raun, held- ur hefst hegning þeirra fyrst fyrir alvöru, þegar þeir eru látnir lausir. Þess vegna get- um við ekki annað en haft meðaumkun með þeim, og fer að þykja vænt um þá og langa til að lijálpa þeim, og stuðla að uppreisn þeirra. Einu sinni sagði pabbi okk- ur mömmu frá ungum manni, sem nýbúið var að koma með. Hann sagði okkur alla sögu hans og við fundum öll sárt til með honum, þessum unga og ógæfusama manni, sem liafði orðið fyrir þessu vegna óþokkabragða bróður síns. Og meðaumkunin finnur alltaf einliver ráð. Af sögu manns- ins míns veit etatsráðið hvern- ig — í fám orðum sagt, með- aumkunin getur stundum orð- ið frjóangi ástarinnar. Það sannaðist hér. Þegar ungi maðurinn losn- aði úr fangelsinu kynntumst við betur. Það skiptir aðra litlu með hvaða móti það varð. Það eitt vil ég segja, að Guð gaf mér liann eins og mikilvæga og blessunarríka gjöf, og betri mann hefði ég ekki getað fengið. Hvaða afleiðingar þessi ein- kennilegi atburður þessa að- fangadagskvölds kann að hafa, veit ég ekki — en — —. Þegar hér var komið varð liið næma og viðkvæma til- finningalíf konulijartans und- an að láta. Hún hljóp upp um hálsinn á manni sínum og hvíslaði að honum með grát- kæfðri rödd: — Axel, vinur minn — það er aðfaugadagur jóla — og til okkar hljómar líka — friður á jörðu. Svo var lienni allri lokið. AÐ ríkti lengi kyrrð í lier- berginu, djúp og hátíðleg kyrrð. Hið aldraða etatsráð sat lengi lireyfingarlaus eins og myndastytta. En ef þeim hin- um hefði orðið litið á liann, mundu þau hafa veitt því eft- irtekt, að stranga, lífvana kaupmannslijartað var ekki eins hræringarlaust og út- lit lians virtist bera vott um. Þau hefðu séð nokkuð ákaf- lega óvenjulegt — tár laum- ast fram í augnakrókana og falla niður á liönd lians. Loks reis liann úr sæti sínu, staðnæmdist við borðið fyrir framan þau, studdi ann- arri hendinni á borðið, en stakk hinni í vestisvasann — eins og venja hans var, er hann talaði. Svo tók liann til máls — liægt og með áherzlu — en lilýlegar en hann átti vanda til: — Herra Kruse! Þegar ég í kvöld hef beint til yðar svona óvenjulegri spurningu, spumingu, sem almennt mundi vera talin nærgöngul, þá er það vegna þess, eins og ég hef áður sagt, að ég liafði til þess óvenjulega ástæðu. Og ástæðan er sú, að ég ætlaði að færa yður jólagjöf, sérstaks eölis. I fám orðum sagt, — ég ætlaði að gera yð- ur að meðeiganda mínum í fyrirtæki mínu. Ég er nú orð- inn gamall. Ég á enga erfingja og fyrirtækið þarfnast ungra krafta. Það, sem þér hafið þegar sagt mér, liefur fengið mikið á mig, en ég vil þegar segja, -— það liefur ekki liaggað ákvörðun minni. JJJÓNIN ætluðu að rjúka á fætur, en hann benti þeim að halda kyrru fyrir. — Nei, leyfið mér að ljúka máli mínu. — Þar sem þetta liefur ekki liaggað ákvörðun minni, þá er það vegna þess, að af frásögn yðar er mér orðið ljóst, að yfirsjón yðar hefur ekki snert liugarfar yð- ar í sjálfu sér, en var aðeins hrösun. Traust mitt á yður er takmarkalaust eins og áður, já, það hefur meira að segja aukizt. Hvað kristindómur yð- ar á mikinn þátt í því, læt ég ósagt. Ég skil ekki kristin- dóminn, en ég verð þó að segja það, að mér hefur skil- izt það í kvöld, að liann er máttur. Loks verð ég að segja, að það, sem gerir mér auðvelt að sleppa fortíð yðar, er að hún hefur minnt mig á eigin fortíð mína, og mann einn, sem gerði mér ómetanlegan greiða í æsku minni. Þegar ég geri yður nú að félaga mínum, lít ég aðeins á það eins og ofurlitla afborgun á þeirri skuld, sem ég er í við yðar göfuga föður. Vegir okk- ar skildu af ástæðum sem eru þessu máli óviðkomandi. Frh. á bls. 188.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.