Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 36
192 HEIMILISBLAÐIÍ) Bækup til jólagjafa Ef þér lítið yfir eftirfarandi skrá, þá munuð þér samifærast um, að þar er að finna bækur við hvers manns liæfi, ungra og gamalla, karla og kvenna: 1. Sögur ísafoldar, 4. bindið' er komið, en fyrri bindin eru því nær uppseld. í þessu bindi er m. a. Vendetta. 2. Æfisaga GuSmundar FriSjónssonar, skráð af Þór- oddi syni hans. 3. Norrœn söguljóð, eftir Matlbias Jochumsson. í þessari bók eru Ijóðaflokkarnir Friðþjófssaga, eftir Tegner og Bóndinn, eftir Hovden, báðir skreyttir myndum. 4. Afdalabarn, eftir Guðrúnu frá Lundi. Þið munið eftir Dalalífi. — Afdalabörn gerist á söinu slóðum. 5. tíjössi á TréstöSum, unglingasaga, eftir Guðmund L. Friðfinnsson, bónda að Egilsá í Skagafirði. 6. SnorrahátíSin. Myndir frá Snorrahátíðinni, ræður, ávörp og lýsing á hátíðahöldunum. Jónas Jónsson sá um útgáfuna. 7. Dulannögn Egyptalands, eflir Brunton. — Guðrún Indriðadóttir þýddi. Bækur Bruntons eru afburða skemmtilegar og vel ritaðar. 8. Nonni. Hvert mannsbarn á Islandi kannast við bækur Jóns Sveinssonar. Þær voru lesnar á hverju heimili, næst á eftir Bernskunni, eftir Sigurbjörn Sveinsson. Nonni er 4. bókin, sem kemur út af safni Nonna-l)ókanna. 9. Bernskan. Heildarúlgáfa af verkum Sigurbjörns Sveinssonar, eru tvö bindi, Bernskan og Geislar. Bækurnar eru gefnar út í fallegri útgáfu, með myndum eflir danska teiknarann Falk Bang, Tryggva Magnússon, Halldór Pétursson o. fl. Nú eru aðeins örfá eintök eftir af þessari vinsælu bók. 10. Mamma skjlur allt, eftir Stefán Jónsson. Islenzkir lesendur kannast við Hjalta litla. Þessi nýja bók er framhald af Iljalta. 11. VirkjS í norSri, eftir Gunnar M. Magnúss. Þelta er 3. og síðasta bindið og lýsir atburðum ófriðar, ins á sjónuin við strendur landsins og áhrifunt þeirra á líf þjóðarinnar. Auk þess eru þar myndir af öllum Islendingum, sem fórust á sjó af ófrið- arástæðum. 12. Gröndal. I fyrra kom út fyrsta bindi af verkum Benedikts Sveinbjarnarsonar Gröndals. I þessu bindi eru greinar hans, ritgerðir, bréf o. fl. 13. Eiríkur Ilansson, eftir Jób. Magnús Bjarnason. 14. Litli dýravinurinn, sögur og ljóð eftir Þorstein Erlingsson. Mest af því, sem þarna kemur, birt- ist áður í gamla dýravininum og sömu vinsælu myndirnar, sem fylgdu sögunum þar, skreyta bókina. En auk þess hefur Ragnhildur Ólafs- dóttir teiknað nokkrar fallegar myndir. 15. Bólu-Hjálmar. — Ileildarútgáfa af verkum Bólu- Hjálmars í fallegu skinnbandi. 16. Einar Benedikfsson. — Ljóðasafn Einars í vönd- uðu skinnbandi. 17. Bláskógar, ljóð Jóns Magnússonar, bundin í vand- að skinnband. 18. tslenzk úrvalsljóS, eftir öll helztu 1 jóðskáld ís- lendinga, tólf bindi, bundin í alskinn og gyllt í sniðum. 19. Gömlu ljóðabækurnar Snót, Svanlivít og Svava. Þetta eru ennþá vinsælustu ljóðasöfnin, sem út bafa verið gefin og verða lengi. 20. íslenzk nátíma lyrikk. Ljóðaúrval í framúrskar- andi fallegu bandi. 21. FerSaminningur Sveinbjarnar Egilsson. — Ferða- minningarnar eru í tveimur bindum, skennnti- legar og fróölegar. 22. Sjómannasaga, eflir V. Þ. Gíslason skólastjóra. Fróðleg og skcnnntileg lýsing á lífi íslenzkra sjó- nianna, skreytt miklum fjölda mynda. 23. Sjósókn, endurminningar Erlends Björnssonar á Breiðabólstað, skráðar af séra Jóni Thorarensen. 24. Saga Vestmannaeyja, mikið verk og fróðlegt, eftir Sigfús M. Johnseu. 25. Barbstrendingabók, eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. 26. Saga Strandamannu, eftir Pétur Jónsson frá Stökk- um. 27. íslenzkir þjóóhœttir, cftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili. 28. Eiríkur á Brúnum, lieildarútgáfa, Vilbj. Þ. Gísla- son bjó undir prentun. 29. Lœknar á íslandi, eftir Vilmund Jónsson land- lækni. Merkilegt beimildarrit. 30. LífiS og ég, eftir Eggert Stefánsson söngvara er ein af þeim bókum, sem mesta athygli hafa vakið á þessu hausti. Eggert hefur sérstæðan og glamp- andi stil. 31. Á liverju lieimili ætti að vera til Sálmabókin, Biblían í myndum (inyndirnar eftir listainanninn Doré), Bœnabókin, eftir séra Sigurð Pálsson i Hraungerði og Nýjar Hugvekjur. Snúið yður til næsta bóksala eða beint til Bókaverzlunar ísafoldar Mmtsbóhascifni& á flh ureun

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.