Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1951, Page 7

Heimilisblaðið - 01.03.1951, Page 7
HEIMILISBLAÐIÐ 35 ará vatnslítil, og er fossinn það eðlilega að sama skapi. hann er fagur á að líta °S nianni virðist, sem einliver ^riðhelgi ríki umhverfis liann. ^addir fossins auka mjög á þessi áhrif, enda liljóta þær ayallt og ævinlega að snerta 'iðkvæma strengi í hugar- fylgsnum sérhvers manns, sem er °g vill vera sannur Islend- lögur, því að: ”Hátt á eldhrauni upp, bar sem ennþá Öxará rennur °ian í Almannagjá, alþingi feðranna stóð“. finnst ég skynja örlaga- ^unga ahlanna og veðragný í fdjóðfalli fossins, sakir nálægð- ar þingstaðarins forna, þar sem ýmsir merkustu viðburð- lrnir í sögu þjóðarinnar fóru fram um margra alda skeið. ^á staður er tvímælalaust mesti kelgidómur þessa lands, því bar var löngum teflt um hug þjóðarinnar, gæfu hennar og Kæfuleysi. Þeir menn. sem þar koma einkum við sögu, eru Uú löngu horfnir af sjónarsviði iifsins og alþing er eigi fram- ar háð á þessuin stað. — En ' djúpi Almannagjár kveður xarárfoss enn, því að óður bans er eilífur, eins og tím- 'un sjálfur. Mér dvaldist nokkuð þama 'iÚ fossinn, en hélt að því 'únu til Valhallar. Á leiðinni bangað gat hvarvetna að líta •'riiðbiiið fólk og fjölmarga d°, sem brunuðu eftir veg- unum nær og fjær. Og ekki ''ar minna um að vera í Val- 'öH sjálfri. Þar var fjölmenni uúkið samankomið og bílar 8tóðu þar í þéttum röðum úti fyrir. — Ég hafði nú helzt ltugsað mér, að gista í Val- höll næstu nótt, því orðið var áliðið dags og ég var tekinn að lýjast nokkuð eftir ferða- lagið. En ég fékk brátt að vita, að það gæti ekki orðið, þar eð öll rúm gistilnissins væru þegar lofuð. Tók ég þá það ráð, að fara heim að Gjá- bakka, sem er drjúgan spöl til suðausturs frá Valhöll. Leiðin lá nú til baka, aust- ur með vatninu. Friðarblæja kvöldsins var tekin að setja svip sinn á umhverfið og sveipa það kyrrlátri mýkt. Lit- ir og línur runnu saman í eitt. — Svifmjúk sunnangola sté léttan dans eftir Þingvallavatni og gáraði það á stöku stað. Trjálimið meðfram veginum vaggaði ofur mjúklega í and- varanum og fyllti loftið þægi- legum ilm. Jafnvel hraunið var nú ekki lengur úfið og eyði- legt, heldur yndislegt ævin- týraland, 6em heillaði vegfar- andann. — Og bak við það, í órofakyrrð fjarskans, gnæfði svipmikil fjallaþröng, marg- brotin og furðuleg. Klukkan var nálega átta er ég kom að Gjábakka. Þar hitti ég litla stúlku úti fyrir og spurði hana eftir liúsbóndan- um, Snæbirni Guðmundssyni. Litla stúlkan fór þá inn í íbúðarhúsið og kom Snæbjörn síðan til dyra, eftir skamina stund. Falaðist ég þá eftir gist- ingu hjá honum yfir nóttina og tók hann því vel og dvaldi ég þar síðan næstu nótt, við beztu móttökur. Tímanlega að morgni næsta dags lagði ég af stað heim- leiðis. Veður var enn hið bezta, en loft var orðið alskýjað og hafði rignt lítils liáttar um nóttina. Þokuslæðingur huldi hæstu fjallagnípur og seild- ist æ lengra niður hlíðarnar. Voru fjöllin nú sýnu mikil- úðlegri en daginn áður og svipur þeirra allt annar og þyngri. Einkum voru Botn- súlur, sem eru hrikalegasti tindaklasinn í útsýninu, fer- legar útlits undir þokuhett- unni, sem yfir þeim grúfði. Leið mín lá nú til austurs, yfir samfellda hraunfláka. Er vegurinn þarna ógreiður mjög yfirferðar, svo að ég varð jafn- an að ganga, með lijólið í eftirdragi. Ég fer því hægt yfir og lief þar af leiðandi góða aðstöðu til þess að virða umhverfið fyrir mér. Djúpur friður ríkir yfir nátt- úrunni. Aðeins öðru hverju er þögnin rofin af hljómfögrum tónum, sem einstaka fugl læt- ur til sín heyra. Að öðru leyti mókir umhverfið í hljóðvana kyrrð. Fjöllin umhverfis Þingvelli liverfa nú smám saman sjónum inínum. Ég sakna þess, að hafa þau ekki lengur fyrir augum. En ég veit með vissu, að minn- ingin um þau verður upp frá þessu ævarandi í vitund minni og það er mest um vert. Þegar liraunflákamir þrjóta koma Laugarvatnsvellir brátt í ljós, en svo nefnist slétta ein, grösug og víðlend, sunn- an undir Kálfstindum. Rísa tindarnir að baki hennar, snar- brattir og mikilfenglegir, eins og jötnar á verði. Er land þetta fagurt mjög og svip- mikið. Frh. á bls. 54.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.