Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1951, Qupperneq 13

Heimilisblaðið - 01.03.1951, Qupperneq 13
HEIMILISBLAÐIÐ 41 '•3 slika eldavél? Hann andvarpaði. í’að er einmitt þess vegna, sem ég er kominn. Þú komst til að heimsækja Grétu, eins og aðrir ungir nienn. Eg kom til að heimsækja Grétu, af því að hún er falleg, en efr ksm líka þín vegna. Það er Ookkuð, sem ég þarf að segja þér. g sagði við sjálfan mig: — Pétur, u stendur einn uppi í heiminum. arta Fourie þarf ekki að sjá um neinn karlmann. Nú, og hvað sagðir þú svo? spurði Marta og horfði tortryggnis- le«a á hann. ' Sv» sagði ég: — Farðu í sunnu- agafötin þín og heimsæktu Mörtu °urie og segðu við hana: Komdu °S vertu móðir mín, þá skal ég erða sonur þinn. Hann þagnaði og Juetti svo við: Komdu, og þá skal Eaupa ágæta, nýja eldavél. Hún *na kosta tvö þúsund krónur — og ú getur sjálf valið hana. Ég skal 1 a leiða vatn í eldhúsið, svo að u fáir öll nýjustu þægindin, sem eg hef lesið um í hlöðunum. ' Og .Gréta, hvað verður um hana? Hún getur komið með. Það yerður dásamlegt að hafa unga og alle8a stúlku á heimilinu. , . Hvað á ég að gera við mitt ús? spurði Marta Fourie. » hm það hef ég líka hugsað. að er of stórt fyrir þig. Seldu það °g kauptu hús í hænum. Það get- Urðu leigt út og fengið peningana Uiánaðarlega. Jæja, þú hefur ekki hugsað sv° lítið um mig og framtíð mína! g E^ hef hugsað um okkur bæði. I 8 llef hugsað um þig, sem ekki 'efur karhnann til að sjá um, og Um nug, sem ekki á móður til að Vera góður við. " Viltu ineira kaffi? . ljðkk fyrir, svaraði hann og ^hi hollanum til hennar. J étur, það koma margir karl- ^>enn hingað til að heimsækja j. ^tu’ l)ví að hún er ung og eg' eg se8r þeim, að hún jEr i hyrr hjá móður sinni, og þá 'Fa ^e*r. En svo kemur þú hingað 8 býður mér eldavél og vatn í húsið, og mér finnst boð þitt girni- legt, það verð ég að segja. — Þú kennir í brjósti um mig, af því að ég hef engan kvenmann til að sjá um mig. Móðurhjartað segir til sín ... Pétur þagnaði og snýtti sér í stóra, rauða vasaklútinn. Ég er líka hrærður, svo hrærður, að ég kem varla upp nokkru orði. Maður finnur ekki móður daglega. Nei, góðar mæður eru ekki á hverju strái. Ég hef fundið móður, og þú hefur fundið son. Og því lofa ég, að engin móðir skal eignast betri son eða betri eldavél! Nei, ég er svo lirærður, að mér liggur við gráti. Ég ætia að fara. Og hann stóð á fætur og fór og skildi eftir fjólu- ilm inhi. Hann sté á bak hesti sínum og reið af stað. Þessu var lokið. Sæð- inu var sáð, og það leit út fyrir, að það mundi bera ávöxt. Hann hló. Og ennþá hafði hann ekki sagt eitt einasta orð við Grétu. En það mundi allt fara vel. Það yrði ekki erfitt að ná stúlkunni, þegar móðir henn- ar væri kornin heim til hans. Kjúkl- ingarnir fylgja hænunni, hugsaði liann. Og hann hafði náð gömlu hænunni. Hann hafði boðið henni ineira en nokkur annar í dalnum — öll þau nýtízku þægindi, sem þekkt voru í heiminum! Allir vissu, að hann stóð við orð sín. Um kvöldið skrifaði hann til allra stærstu verzlana í kaupstaðnum og hað um verðlista yfir það, er hann óskaði að kaupa. Hann bað um verðlista með myndum. Yiku seinna komu fallegir verðlistar með lit- skreyttum myndum. Hann sté aftur á bak hesti sínum og hélt til Mörtu Fourie. — Hérna eru myndirnar, mamma! Veldu þá vél, sem þér lízt bezt á. Verðið skiptir engu máli. Og hann beið, meðan hún sleikti fingurna og blaðaði í heftunum. Að lokum einblíndi hún á eina myndina. Henni leizt vel á þessa eldavél. Hún var skjannahvít og með koparkatli. Hún tók eftir verðinu — tvö þúsund og áttatíu krónur. — Er það ekki of mikið? spurði hún. — Það eru miklir peningar. Það er eins raikið og þrjátíu fjár. En hvað hefur féð að segja í satnan- burði við ánægju móður minnar. Fáðu mér penna og blað og ég skrifa þegar í stað! — Ætlarðu að gera það? —- Ég svík aldrei gefin loforð. Ég kaupi hana, ef þú kemur og eldar mat minn, hitar fyrir mig kaffi og gefur mér baðvatn. Þetta var vel af sér vikið, hugs- aði hann. Það var auðséð, að hami var maður, sein stóð við orð sín. — Ég verð hjá þér, unz þú giftir þig, sagði Marta. — Hvers vegna ekki lengur? spurði hann og leit á Grétu. — Það er ekki gott að tvær kon- ur séu á sama heimilinu, svaraði hún. Gréta hafði gengið út úr stof- unni, og Pétur lagði hönd sína á handlegg Mörtu: — Heldur ekki, ef það er móðir og dóttir? — Gréta? sagði hún. -— Já, þegar hún er orðin eldri. Jafnvel þótt hún væri ekki eins falleg og hún er, mundi ég giftast henni til þess að móðir mín yrði kyrr. Ég er eins og barn. Ég þarf miklu fremur á umönnun móður að halda en konu. MÁNUÐI seinna var eldavélin sett upp, hús Mörtu Fourie selt og í þess stað keypt annað hús í kaup- staðnum, er var leigt út. Marta lag- aði fyrstu kaffibollana í húsi Péturs Mosters, en Gréta stökk um eins og kiðlingur. Allan daginn, meðan hann var úti við vinnu sína, söng Marta honum lof, og á kvöldin söng hann henni lof. Það var ekki hægt að hugsa sér hamingjusamara heim- ilislíf. Þegar hann mánuði seinna bað um hönd Grétu, játaðist hún honum, því hún var farin að elska hann. Það gerði út um málið, hversu hrifinn hann var af móður hennar. Aðrir menn, sem höfðu elt hana á röndum, höfðu ekki skilið móður hennar. Það var haldin mikil brúðkaups- veizla og dansað í stóru hlöðunni, þar sem sex hljóðfæraleikarar léku. Fólk kom í alls konar farartækjum og með tjöld með sér. I heila viku leit jörð Péturs út eins og her væri setztur þar að. Svo varð alit eins

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.