Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 13
til vatnsbólsins. Hann hafði gætt þess vel, að segja engum félaga sinna frá, hvað hann ætlaðist fyrir, því að annars hefðu þeir getað hrifsað til sín launin fyrir augunum á hon- um. Það hlýtur að hafa verið skemmtileg sjón að sjá kven- apana reka börnin sín niður að vatninu til að baða þau, bví apabörnin eru eins og önn- ur börn, þegar á að þvo þeim, bau bera sig á móti og hrína. Eela beið, þangað til þvottin- um var lokið og aparnir héldu af stað aftur. Þá klifraði hann uiður úr felustað sínum og laumaðist af stað. En þótt hann væri snillingur í að fela sig, varð óvinur, sem hann átti ekki von á, til þess að ljósta upp um hann. Piparfuglinn, sem alltaf fylgir górillunum, hafði gefið þeim aðvörunarmerki. ^að kemst ókyrrð á apana, og Uú er kominn tími til þess fyrir Eela að hypja sig burtu, því að hann á langa leið heim. En það er um seinan. Það hefur komizt upp um hann. Þegar Eela ætlar að flýja, stendur frammi fyrir honum risavaxinn api, öskuvondur yf- lr þessari blygðunarlausu trufl- Un. Eela skýzt í skjól bak við tré og lætur byssuna ,,tala“. ^ar með átti apinn að vera úr sögunni. En Eela hitti ekki. ^egar hann ætlar að skjóta aftur, vill byssan hans ekki tala lengur. Hún þegir. Og nú íðrast Eela þess sárlega, að kann skyldi halda fyrirætlun Slnni leyndri. Bara að hann hefði nú félaga með sér. En Uú dugir ekki að væla, hann verður að berjast, og það með þeim vopnum, sem náttúran gaf honum. Sem sé með hönd- um og fótum, en ófreskjan, sem hann verður að fást við, er honum langt um sterkari. Óvinurinn ræðst á hann, rífur byssuna úr hendi hans og lem- ur henni í tré. Nú hefst ægi- legur bardagi. Villidýr gegn manni. Og Eela fellur. öflugum höggum rignir yfir hann. En Eela vill ekki deyja. Hann vill búa með konunum sínum, reykja tóbak og borða mikið. Hann vill fá peninga hjá hús- bónda sínum, marga peseta. Pesetarnir ráða úrslitum. Eela slítur sig lausan með snöggu átaki og lemur óvin sinn á nasirnar, svo að hann fær blóð- nasir og rekur upp öskur. Hann verður að sleppa Eela. Eela stekkur bak við tré. Górillan eltir hann, nær honum aftur og dregur hann út í mýrina. En Eela heldur dauðahaldi um kverkar górillaapans. Froða vellur út úr kjafti hans. Hann reynir að draga andann, en Eela sleppir ekki takinu og notar tækifæri, sem honum gefst, til að reka þumalfingur af öllu afli í auga ófreskjunn- ar. Óvinurinn verður óður af sársauka, og grimmdin vex um allan helming. Hann bítur í höndina á Eela. Eela nær ekki hendinni út úr honum og reyn- ir því að reka hana niður í kverkar apans. En kraftar Eela eru að þrotum komnir. Hann fær móðu fyrir augun. En þá blossar móðurinn enn upp í honum, og hann keyrir þum- alfingurinn á lausu hendinni upp í hitt auga górillaapans. Þá gaf górillaapinn eftir með kjaftinum og Eela reif höndina út úr honum. Apinn sleppti Eela, öskrandi af sársauka, og tók að rótast í jörðinni. Síðan hljóp hann inn í skóginn og öskrin glumdu lengi við. En Eela gat ekki meira. Hann gat ekki dregizt af stað. Harm sofn- aði, þar sem hann var kominn, þrátt fyrir öll sárin, sem hann bar eftir viðureignina. Þannig svaf hann marga klukkutíma. Þegar hann raknaði við, voru pesetarnir það fyrsta, sem hon- um varð hugsað til. Hann mátti ekki koma heim tómhentur. Hann hafði heyrt í trumbun- um, en hann hafði ekki lokið ætlunarverki sínu. Hann batt um særðu höndina eftir því, sem hann gat. Þá varð tilvilj- unin honum hliðholl. Górilla- ungi hafði álpazt burtu frá móður sinni og kom rétt til hans. Hann greip ungann með heilbrigðu hendinni, batt í skyndi utan um hann bandi og hnýtti hinum enda þess um mitti sér. Síðan hélt hann heimleiðis, eftir hljóðinu í trumbunum. Frásögn Eela hafði tekið langan tíma. Hann náði sér furðu fljótt. Hvort það voru pesetamir, sem hann fékk, er þar urðu afdrifaríkastir eða vonin um ungu konuna, sem hann gat keypt sér fyrir þá, veit ég ekki. En eftir nokkra daga var hann orðinn eins og hann var fyrir ævintýrið — aðeins einni konu ríkari og allmörgum pesetum fátœkari. Ég nefndi ungann 1 ,,litla Eela“, veiðimanninum til heið- urs. Hann þreifst ágætlega og varð spakur sem lamb. Brátt var hann orðinn eftirlæti okk- ar allra. Ég tilkynnti dýragarðinum veiði mína, og hélt svo til fund- ar við ný ævintýri. Lausl. þýtt úr þýzku. HEIMILISBLAÐIÐ [121]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.