Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 27
MANNDÓMSAR FRAMHALDSSACA EFTIR A. J. CRONIN - Já, að undanteknu því að finna sjúkdóminn, svaraði Duncan hvat- lega. Ég hef gert margar algerlega Sagnslausar rannsóknir síðustu viku — og á meðan liggur maðurinn fyr- lr dauðanum. • - Sjúkdómsgreining er erfið, skaut Overton inn í. Við getum ekkert aðhafzt. Prófessorinn álítur, að um dularfullan blóðsjúkdóm sé að ræða. - Já, það kann að vera. En ég alit, 'að það þurfi að framkvæma á honum aðgerð, annars lifirhannekki. - Hver hefur spurt um yðar álit? ^ér megið ekki gleyma stöðu yðar hér, Stirling! Það var aðeins af góð- semi, að þér fenguð stöðu hér í deildinni. Og við erum margir, sem alítum, að þér eigið hér alls ekki heima! Hann gekk fram ganginn, og Dun- can horfði á eftirhonum, fölur og fár. ETTA sama kvöld átti hann frí frá störfum, og eins og svo oft aður fór hann i heimsókn til Önnu. í’að vakti hjá honum sérstaka gleði- ^lfinningu að bjóða almenningsálit- lnu í bænum byrginn. Hún bauð honum kaffi og veitti því athygli. að hann var óvenju þögull. ■ Hvað er að? spurði hún. Hefur nu einhver verið að rægja okkur? Hann hristi höfuðið. - Nei, ég nýt þess aðeins að hafa kynnzt hinum vélrænu starfshátt- Urn læknavísindanna. Það er sann- aHega skringilegt að framkvæma rannsóknir í tilraunaglösum, þegar eS þarf ekki annað en að leggja ^Vrað að brjósti hins sjúka manns, þess að vita með vissu, hvað gengur ag honum. Hún horfði undrandi á hann. ' Berið þér ekki meiri virðingu fyrir rannsóknum vísindanna? Allt i einu sótti hann í sig veðrið °S orðin streymdu af vörum hans. ' í sex vikur hef ég þjáðst ósegj- ^eimilisblaðið anlega! Ég vil vinna með höndun- um, ekki með tilraunaglösum og vél- um — það hefur lamandi áhrif á allt starf okkar. Meiri hluti lækna vinnur aðeins fyrir peningana. Hin- ir eru, vegna núverandi kerfis, rændir þeim eiginleikum, sem nokkru máli skipta — persónulegri getu til þess að framkvæma raun- verulega sjúkdómsgreiningu. Þeir fá aldrei tækifæri til þess að vinna sjálfstætt. Það er alltaf hjúkrun- arkona eða aðstoðarmaður eða vél, sem vinnur fyrir þá. A þessari stundu liggur maður fyrir dauðan- um á deildinni, sökum þess, að hinir háttvirtu herrar sjá ekki, hvað að manninum gengur, vegna sífelldra rannsókna og tilrauna. Hún horfði á hann kuldalega og með vanþóknun. - Það var sú tíð, að þér lituð á starf yðar é visindalegri hátt. - Og ætti ég ekkert tillit að taka til almennings? spurði hann, argur í skapi. - Nú, hvers vegna ? Þér munuð komast að raun um, að það er ekki mikils virði, þegar þér byrjið á sjúkdómafræðinni. Hann starði undrandi á hana, og hún svaraði honum róleg í bragði: - Þér vitið ósköp vel, að við mun- um vinna saman. Ég þarf á dugleg- um lækni að halda við rannsóknir mínar á vöðvum og taugum. - Þér! - Já, já, — við skulum segja okk- ar rannsóknir. Gleymið ekki, að þér hafið veðsett yður hjá mér! Hún brosti leyndardómsfullu brosi og flýtti sér að skipta um umræðu- efni. - Hvílið yður nú. Ég skal leika verk eftir Bach fyrir yður. Hún hafði ekki aðeins hjálpað honum í erfiðleikum hans, hún hafði gert hann að nýjum manni. Hann stóð á fætur rétt áður en hvíldartima hans lauk og fór inn til Walters á stofu 7. Unga manninum, sem aðeins var tuttugu og tveggja ára, leið hræði- lega illa. Varir hans voru þurrar og flagnaðar, augun sljó og hann átti erfitt um andardráttinn. Duncan stóð í rökkvaðri stofunni og hleypti brúnum. Hann stakk hendinni inn undir skyrtu sjúklingsins og fann strax með tílfinninganæmum fing- urgómunum, hvar sjúkdómurinn hélt sig, neðst í brjóstkassanum. Hann sneri sér allt í einu við og kallaði á hjúkrunarkonuna. - Viljið þér sjá um, að sett verði tjald umhverfis rúmið? Fimm mínútum seinna kom hjúkr- unarkonan aftur ásamt annarri hjúkrunarkonu með tjaldið. Auk þess voru með þeim tveir hjúkr- unarmenn, er ýttu á undan sér skurðarborði með ýmis konar tækj- um á til meiri háttar aðgerðar. Duncan sagði, stuttur í spuna: - Ég þarf ekki á öðru að halda en langri nál. Viljið þér gera svo vel og fá mér hana? Hann beygði sig yfir sjúklinginn, en um leið voru dyrnar opnaðar, og hann leit upp. Doktor Overton var kominn í eftirlitsferð. - Hvað á þetta að þýða? Over- ton reyndi að hafa vald á rödd sinni, er skalf af reiði. Duncan rétti úr sér. - Ef þér hinkrið við ofurlitla stund, skal ég sýna yður það! - Eruð þér genginn af göflunum, maður? Þér getið ekki framkvæmt aðgerð á þessum sjúklingi án sam- þykkis míns. - Þarf ég að fá yðar leyfi til þess að bjarga lífi hans? Hjúkrunarkonurnar stóðu eins og negldar við gólfið, án þess að mæla orð frá vörum. Sjúklingurinn leit af andliti Over- tons, sem var náfölt, og á Duncan, sem var einbeittur og rólegur. Hann kippti í handlegg hins unga læknis. - Gerið það, hvíslaði hann og greip andann á lofti. í hamingju bænum, gerið allt sem þér getið til að hjálpa mér! - Ég aðvara yður! sagði Overton gjallandi röddu. Þetta er gert á yðar eigin ábyrgð! Duncan beygði sig þrjózkulega [135]

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.